Leita í fréttum mbl.is

Nýtt ár og ný tækifæri

Gala kvöld 01012007Nú er nýtt ár að ganga í garð. Það kann að boða breytingar fyrir marga. Það er í mínu eðli að aðlagast breytingum með jákvæðum hætti og syrgja ekki það sem liðið er. Reynslan hefur kennt mér að í öllum breytingum eru tækifæri til að njóta nýrra hluta og aðstæðna. Það er því ekki ástæða til að ríghalda í gamla tímann enda heldur maður sjálfur áfram að eldast, þroskast og batna ef eitthvað er. Ekki veit ég hvort ég á eftir að batna í golfi eða í dansi en það er alveg víst að með aldrinum lærist manni að njóta meira og betur þess sem gefur manni gleði og því stefnir allt í það að ég verði hamingjusamari en nokkru sinni fyrr á næsta ári. Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra og ég óska þess einlæglega að sem allra flestir fái notið hamingjunnar á nýja árinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kolla og gleðilegt ár.

Takk fyrir skemmtilegt og innihaldsríkt blogg á árinu sem var að líða. Jákvæðni og bjartsýni eru mín mottó og þú ert greinilega á sömu nótunum.

Það sem er efst í minum huga um þessi áramót er hvað ég er, þrátt fyrir allt það neikvæða sem glymur í eyrun manns á hverjum degi, þakklátur fyrir að vera til á þessum stað í heiminum en ekki í einhverju stríðshjáðu landi eða í hungursneyð. Það vill oft gleymast í umræðunni hvað við höfum það gott hér á Íslandi.

Það eru allar líkur á því að þú bæti þig í gólfinu, þegar byrjuð að leggja grunninn á því sviði og ég efast ekki um að svo verði einnig í dansinum.

Hér var fallegt veður um áramótin en svakaleg mengun frá flugeldum. Ég ætlaði að ná góðum myndum að ljósadýrðinni um miðnætti yfir höfuðborgasvæðinu, en skyggnið var ansi lélegt. Dagurinn þinn var greinilega góður, mátulegur hiti og 23 holur og vonandi var kvöldið skemmtilegt á 5 stjörnunum.

Bestu kveðjur, Atli

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 12:31

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Atli. Já það er rétt að jákvæðni er eitthvað sem við eigum að temja okkur. Það er svo gott þegar maður er í útlöndum og horfir á CNN og þessar fréttastöðvar að þá sér maður hvað mikið er um hörmungar í sumum löndum. Það er einhvernvegin eins og það verði ekki eins áberandi í fréttaflutningi heima. Auðvitað geta menn horft á þessar stöðvar heima líka og ég geri nú meira og meira af því reyndar sjálf.

í dag var æðislegt veður á Dénía á Spáni. Algert æði. ég var að spila stólpagolf og driveaði ferlega vel en púttin ekki að detta. stefni að því að bæta það. Hótelið stendur alveg fyrir þessum fimm stjörnum og vel það. Bara frábært frá a-ö. Kveðjur Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.1.2010 kl. 22:00

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 2.1.2010 kl. 23:33

4 identicon

Bestu óskir á þessum merkisdegi í lífi þínu Kolla . Vonandi verður hann góður og skemmtilegur í golfi og kannski fara púttin að að detta í dag

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 11:06

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir innlitið Georg og Atli. Dagurinn var góður en púttin ekki. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.1.2010 kl. 17:50

6 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Tek undir kveðjur í tilefni tímamótanna. Þú ert í afmælisdagaflokki með þeim ágæta manni Matthías Johannessen, yfirmanni mínum í aldarfjórðung. Já, og gleðilegt ár og takk fyrir ánægjuleg samskipti á blogginu. 

Ágúst Ásgeirsson, 4.1.2010 kl. 21:28

7 identicon

Sæl Kolla og megi þú eiga notalegt nýtt ár með þökk fyrir þau liðnu.  Missti ég af einhverju......... ertu gengin úr frjálslinda flokknum? Knús í hús, kær kveðja Gúndi Glans

Guðmundur Hall Ólafsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 22:15

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir verið þið báðir og blessaðir í bak og fyrir. Takk fyrir góðar óskir í tilefni afmælisins. Nei Guðmundur ég er ekki gengin úr flokknum og takk sömuleiðis fyrir góða viðkynningu. Ég er að berjast fyrir því núna að flokkurinn fái sanngjarna afgreiðslu hjá Borginni varðandi fjárstyrki sem aðrir flokkar hafa fengið og hann líka nema undanfarin tvö ár. Við viljum standa skil á þeim skuldum sem enn eru ógreiddar og til þess þurfum við þetta fé sem okkur ber samkvæmt okkar skilgreiningu á lögunum.

Talandi um skuldir þá verður spennandi að vita hvað forseti vor gerir á morgun varðandi lögin um Icesave reikninginn. Hverjum ber að borga hann  Bestu kveðjur Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.1.2010 kl. 22:23

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín ágæta, pældi ekkert í afmæli, óska þér samt síðbúið til lukku, en mér finnst nú ekkert sérstaklega merkilegt þó þú sért skriðin yfir þrítugt!

Nema hvað, þú reynir að afsaka gleymskuna.

En, get nokkurn vegin svarað þér varðandi forsetan.

Best er mín og bjargföst trú,

Bessastöðum á

morgun Óli muni nú,

mælskur segja JÁ!

(samþykki icesave semsagt!)

Já, ég kannast við það Atli að hafa séð nafn sonarins við myndir. En auðvitað átti ég við Gústa í Rió nema hvað, þeir Atli kannski skyldir þótt þekkist lítt?!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.1.2010 kl. 00:49

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Gleðilegt nýtt ár

Jón Snæbjörnsson, 5.1.2010 kl. 09:31

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir þetta Jón og Magnús.

Ekki var þetta rétt spá hjá þér MGeir. Nú loksins gerði forsetinn það eins sem hægt var að gera til að þjappa þjóðinni saman. Ef hún hefði ekki fengið að kjósa um þetta hefði ekki orðið sátt í þjóðarsálinni næst áratugina. Nú verður þjóðin að kjósa og taka niðurstöðunni hver sem hún svo verður. Ég vona sannarlega að þetta verði til þess að aðildarumsókn verði sett á "hold" og reynt að semja við Breta og Hollendinga um lágmarkstölu. Síðan þarf að semja um vexti og lánstíma. Nú verður farið í nýja sókn og spurning hvort hverjir fara í þá ferð.  

Frá Bessastöðum barst sú fregn

að boða skildi þjóðarkjör

Enn skal barist Bretum gegn

og boða nýjar sóknarför.

Bestu kveðjur og þakkir Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.1.2010 kl. 15:07

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Það eina sem hægt var  ...átti þetta að vera

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.1.2010 kl. 15:09

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Góð vísa, en hræddur er ég um að annað hjá göfugu frúnni minni hérna fari nú aðeins á milli mála.

Og engin sérstakur friður eða sameining eftir gærdagin, en tímin verður bara að leiða í ljós hverju fram vindur!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.1.2010 kl. 16:19

14 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jú veistu Magnús að nú fer allt að snúast á rétta sveif. Eflaust hafa margir óttast að gengið myndi hrynja við þessi ósköp. Stjórnarkreppa og lokaðar línur á fjármagni milli landa. Fjármálaráðherra varð að viðurkenna að þetta ætti ekki að hafa nein áhrif á gengi fyrr en í fyrsta lagi 2011 enda eigum við nóg af gjaldeyri fyrir því sem við þurfum núna. Forsetinn kominn í stuð og hakkar forhertustu fréttahauka í Bretlandi. Breskur almenningur hefur fengið nýjan skilning á stöðu almúgans á Íslandi sem vaknaði einn daginn stórskuldugur án þess að hafa grun um ástandið. Eva Jolin er líka að vinna vinnuna sína og skapa okkur skilning meðal æðstu ráðamanna í Evrópu. Nú verðum við að semja um fyrirvarana sem við buðum í fyrsta samningnum og Bretar geta ekki annað ef við fellum þessi lög.

Þessi boðskapur frá Bessastöðum er miklu betri en nokkuð sem ég hef séð í pólitísku umhverfi í langan tíma. Þjóðin þarf bara að losa sig við óttann því hann er óþarfur. Bestu kveðjur til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.1.2010 kl. 20:10

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Flestir ef ekki allir þeir sem nú "Emja af ást" til forsetans voru nú einmitt þeir sömu sem mesta svartsýnisrausið hafa haft uppi, en sá garmur sem ritar þér orð og er bljúgur að vanda, bara alls ekki verið þeim megin og allan tíman predikað tilgangsleysi þess að hræðast morgundaginn!Að mínu viti eru menn því að ofmeta stórlega neitun Ólafs Ragnars (sem ég hef nú haft um margt mætur á og það hefur ekkert breyst) en ég hygg samt að fæst orð á þessari stundu hafi annars minnsta ábyrgð, tími þarf nokkur að líða til að það verði metið í raun hvaða afleiðingar þessi ákvörðun hans hefur. við vitum til dæmis ekekrt enn hvort þessi þjóðaratkvæðagreiðsla verður eftir allt saman, en framganga D og B hvað hana sérstaklega áhærir er vægast sagt orðin hjákátleg og fulltrúar þessara flokka margir búnir að snúast eins og skopparakringlur í afstöðu sinni!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.1.2010 kl. 00:47

16 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll ævinlega Magnús. Þú mælir hér sem maður réttlætis og friðar og væri Svavar bloggfélagi okkar (minn) fullsæmdur af þessari færslu, sjálfur presturinn. Sú sem þetta ritar hefur í áratugi unnið að því að láta óttann ekki stjórna sér heldur stjórna óttanum sjálf. Hún vill heldur ekki ofnota fyrirgefninguna og því haft allan vara á ef huga þarf að morgundeginum og framtíðinni. Frjálslynd en ekki áhættusækin. Mitt álit á forseta vorum er öndvert við þitt en veit að hann er með hæfustu mönnum, ef ekki hæfasti, í pólitík. Ég hef ekki breytt um skoðun og vona að ég sé þokkalega sanngjörn í mínum dómum. Hann opnaði þó glugga og vakti vonir ekki satt. Já. D og B og þá aðallega D snúast í hringi eins og maðurinn sagði,,, snúast á einu augabragði ,,, snarsnúast á einu augabragði....á einu aulabragði.hahahah hjákátlegt og maður hlær, hvað getur maður annað . kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.1.2010 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband