Leita í fréttum mbl.is

Ung í anda

IMG_1376   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elskuleg fjölskyldan mín mætti á undan mér í hús í fyrrakvöld og kom mér verulega á óvart með ópum og köllum. Uppákoman var í tilefni af sextugsafmæli mínu en ég var í útlöndum þegar það reið yfir. Þau voru með þraut, stafaleik, sem ég átti að ráða. Það vafðist ótrúlega fyrir mér lengi vel. Ung í anda var lausnin og hefði átt að liggja ljóst fyrir svona eftir á að hyggja ;) . Það var auðvitað veisla innifalin í þessu " sörpræsi" matur og drykkur auk afmælistertu. Síðan var farið í að syngja og skemmta sér eins og í gamla daga. Nú hætti ég að telja árin og lita hárin. Næsti áratugur verður tileinkaður heilbrigði og hreysti... eða aukinni sjálfhverfu..eða ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Til hamingju með afmælið Kolbrún. Ég verð að segja alveg eins  og er ekki hefði ég trúað þessu. Þú ert ekki bara ung í anda.  Líst vel á áform þín um framtíðina. Gangi þér allt í haginn.

Helga Þórðardóttir, 8.1.2010 kl. 23:17

2 identicon

Innilega til hamingju með merkisafmælið. Sá í héraðsfréttablaðinu okkar Skarpi að þú varst með gönguhópi á Sléttunni í sumar.

Soffía Helgadóttir (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með áfangan Kolbrún mín.  Ég  hef svo oft hugsað til þín undanfarið, vegna tilboðs þíns. Ég er bara svo uppburðarlíltil þegar kemur að svoleiðis eins og er.  En innilega takk fyrir mig og njóttu þín sextug, ég er sextíu og fimm og enn á uppleið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2010 kl. 00:10

4 identicon

Flott hugynd og skemmtileg hjá fjölskyldunni. Alltaf gaman að leika sér og vera ungur í anda. Gangi þér allt í haginn á áratugnum framundan. Bestu kveðjur Atli

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 02:26

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælar stelpur. Takk fyrir góðar óskir í tilefni af afmælinu. Ég ber ekki mikinn kvíðboga fyrir aldrinum en ef ég hugsa um allt sem ég á eftir að gera fer ég að efast um að næstu fjörutíu árin dugi .

Tilboðið stendur Ásthildur mín ekkert mál.

Soffía takk fyrir kommentið. Ég vissi ekki að Sléttugöngunni hefði verið gerð skil á fjölmiðli. Það er hinsvegar vel til fundið til að fólk drífi sig. Það var æðislegt verður fyrir norðan í ágúst og gaman að fara þessa löngu leið á heimaslóðum.

Atli já hún er frábær þessi fjölskylda það er hverju orði sannara og skemmtilegt fólk. Reyndar er öll ættin skemmtileg ef út í það er farið þ,e, Skinnalónsættin.  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.1.2010 kl. 10:16

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kæra nafna, sendi þér mínar bestu afmælisóskir.   

Kolbrún Hilmars, 9.1.2010 kl. 16:07

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það og takk fyrir mjög svo málefnaleg komment hér og þar í bloggheimum. Allt of fáar konur sem eru sýnilegar á blogginu að mínu mati og allt of fáar af þínu kaliberi. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.1.2010 kl. 19:43

8 identicon

Kolbrún,Til hamingju með afmælið,gleði og gæfa á nýju ári og velkomin heim frá sólarströndum.Sextug segist frúin vera orðin,ég fór nú bara í Íslendingabókina til að athuga hvort að þarna hafi ekki verið prentvilla hjá þér,örugglega prentvilla í Íslendingabók,er ég viss um.Flott hjá fólki þínu að taka svona glæsilega á móti þér.Í samhentri fjölskyldu kemur hamingjan sjálfkrafa.  Norskur málsháttur segir svo::Folk og fe er like,de leker sa lenge de er unge=Fólk og fé er eins,það leikur sér meðan það er ungt. ,,Ungt blóð segir:við skulum dansa´´Gamalt blóð segir,við skulum setjast.Kæra Kolbrún þú ert sko,með þetta unga blóð og ert UNG Í ANDA.

NN (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 23:32

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll NN og takk fyrir þetta fallega komment. Jú sextug segi og skrifa. Það er  bara þannig að sumir fæðast fyrr en aðrir . Blóðið er heitt enda pínu franskt eins og ég hef oft montað mig af. Ég held að þetta sé bara spurning um lífsgleði og að láta hlutina eftir sér. Eflaust finnst mörgum að það sé tími til kominn að fara að slaka á og "setjast " en það er töluvert í það hjá mér. Vona að þú sért hress og að nýja árið verði þér hagstætt á allan hátt. Besta kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.1.2010 kl. 08:36

10 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Flott uppákoma hjá þínu fólki. Síðbúnar afmæliskveðjur.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 12.1.2010 kl. 09:50

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm glatt á hjalla á góðri stund, en nú aðeins örfáum dögum síðar á önnur eðalskvísa afmæli og stórt sem þitt, sjálf Dorit!

Skil Leitun er að síkátari sextugum sem ykkur!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.1.2010 kl. 11:35

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir þetta Hulda hin austfirska. Gaman að sjá þig hér. Ég var að kíkja á þig um daginn og finnst þú hafa skemmtilega lífsýn þó þú hallir í austfjarðaáttina Þekkir þú Sævar Jónsson og Ranný vinafólk mitt?

Já Magnús minn. Við Dorrit ætluðum að halda party saman og bjóða þér en þá kom þessi órói upp í Ólafi, aldrei hægt að skipuleggja neitt út af honum. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.1.2010 kl. 18:02

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, við kallarnir erum já ólíkindatól upp til hópa og meðal annars þess vegna "Ganga glæsisnótir sem þú óbundnar!"

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2010 kl. 01:12

14 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hahaha alltaf ertu jafn fyndinn. Ég fór í partý á laugardaginn með vinkonu minni og síðan á ball í Gullhömrum. Í partýi þessu voru karlar sem höfðu mikinn áhuga á að vita af hverju þessi kona (ég) gengi laus. Ég svaraði að bragði " skortur á þjónustulund" og þeir urðu alveg kjaftstopp. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.1.2010 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband