Leita í fréttum mbl.is

Þjóðin mín ráðvillta

Það er ekki ofsagt að íslenska þjóðin er ráðvillt og tvístígandi. Það hefur verið óhugnanlegt að fylgjast með sveiflunum í fréttaflutningi og allri orðræðu. Ótrúleg orka hefur farið í það hjá ýmsum aðilum að blekkja og villa um fyrir þjóðinni í sambandi við þá spurningu sem allt hefur snúist um. Berum við ábyrgð á Icesave skuldinni ? Sumir hafa sett sig í spor sparifjáreigenda í Bretlandi og Hollandi og látið eins og við séum að stela þeirra sparifé. Þetta var í gangi hjá sumu fólki löngu eftir að búið var að greiða fólkinu hverja krónu af viðkomandi yfirvöldum.

Einn bloggari fagnaði því að það væri brotist inn á heimili Íslendinga. Við værum búin að brjóta svo mikið á öðrum. Óttin, hræsnin og meðvirknin hafa leikið lausum hala og átt stórleik.

Viðbrögð þjóðarinnar hafa verið ótrúlega léleg og lin þegar kemur að því að standa á móti árásum erlendu viðskiptalandanna. Hvað varð um þrákálfana sem eignuð sér hafsvæðið í kringum landið og færðu það úr 12 mílum í 200?

Hvernig stóð á því að Bretar og Hollendingar könnuðu ekki hvað væri á bak við Icesave og aðra innlánsreikninga "íslensku" bankanna? Vissu þeir ekki að þetta voru einkabankar? Leiddu þeir aldrei hugann að því hvernig þessir einkabankar gátu boðið himinháa innlánsvexti umfram þeirra banka. Var ekki skrýtið að jafnvel fjármálaeftirlitið breska var komið í viðskipti við erlendan einkabanka frá örþjóðarlandi, ásamt ýmsum stórum félagasamtökum og sveitarfélögum. 

Hvernig stóð á því að íslenskir aðilar gátu aldrei gert grein fyrir hvaðan gróðinn kom? Þetta er ekki af íslenska rekstrinum, sögðu bankastjórarnir, heldur af erlendri starfsemi? Var þetta bara hlutabréfagróði reiknaður eins og margir hafa verið að reikna sinn hagnað og tap eftir að allt hrundi. Allt gert til að spila upp gengið og græðgisvæða þjóðina?

Það er ekki mitt geðslag að láta bera mig sökum og svara ekki fyrir mig. Ég segi því nei við lögin sem ganga út á að samþykkja Icesave 2. Ég hef alltaf sagt nei við ábyrgð íslensks almúga á þessu braski.

Ég held að íslenska þjóðin geti endurheimt álit heimsins á einu augnabliki ef hún segir nei, rétt eins og forseti vor þegar hann sagði nei og vísaði ákvörðuninni til þjóðarinnar.  

Það kann að vera að til þess að geta sest niður og fengið samþykkta, af viðsemjendum okkar, sanngjarna lausn byggða á sanngirni, siðferði og lagalegum grunni, þurfi fyrst að dæmi þá 135 aðila sem taldir eru bera ábyrgðina á þessu sem glæpamenn. Skiptir þá engu hvort þeir eru ráðherrar fyrrverandi eða ráðgjafar þeirra, eftirlitsaðilar sem brugðust, braskarar eða viðskiptajöfrar og bankaeigendur eða hvaða flokka þeir studdu áður og fyrr.

Stöndum saman, tryggjum sanngjarna lausn og tökum svo málið af dagskrá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þarna kom loks kjarnakonan að NORÐAN !

  Het  hún væri farin í golf og liti ekki um öxl !

  Er svo rett og það er gott að enn er til fólk með höfuðið í lagi

 Kv. Erla Al

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.1.2010 kl. 19:03

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Erla já ég hef nú heldur reynt að láta þetta liggja á milli hluta eins og hægt er. en eins og þú segir, þá hef ég mjög sterkar skoðanir á þessu ástandi og bara varð að blása aðeins. Það er í framhaldi af viðræðum við dóttur mína í dag. Henni hefur náttúrulega verið innrætt að skulda ekki og borga allar sínar skuldir, en ekki annarra eins og ég sagði í dag. Kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.1.2010 kl. 21:10

3 identicon

Sæl Kolla. Það er eðlilegt að þjóðin okkar sé ráðvillt miðað vi allan þann mismunandi fréttaluttning sem fram hefur farið um Icesave síðastliðið ár. Í fyrstu var ég reiður út í forseta vor, en eftir að hafa séð viðbrögð við ákvörðun hans erlendis og séð hann í BBC hef ég skipt um skoðun (það er nefnilega leyfilegt). Ég er sammála þér að það vantar þann kraft og þá staðfestu sem ríkti þegar landhelgin var færð út í 50 og 200 mílur og þá var ég stoltur að vera Ágústsson. Þá var þjóðin heldur ekki klofin eins og nú virðist vera. Nú er þörf á að standa saman og horfa bjartsýn og jákvæð fram á veginn. Bestu kveðjur, Atli

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 10:32

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

drífðu þig á þing góða kona og ef þú gleymir ekki þeim sem minna meiga sín sem og "réttlætinu" þá skal ég kjósa þig aftur og aftur

Jón Snæbjörnsson, 13.1.2010 kl. 11:54

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Atli Takk fyrr kommentið. Geturðu skýrt þetta með að vera stoltur af að vera Ágústsson ? Jón takk fyrir hlý orð en það er nú eitt af því sem ruglar fólk núna að það fólk sem það kaus síðastliðið vor var fólkið sem það hélt að myndi helst standa vaktina, ekki síst fyrir þá sem minna mega sín. Nú er þetta sama fólk bara að hugsa um að komast i ESB. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.1.2010 kl. 16:56

6 identicon

Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, var einn þrákálfana sem færðu út landhelgina og gáfust ekki upp gegn breska heimsveldinu. Kveðja. Atli

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 17:55

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við skulum ekki gleyma öllum sjómönnunum sem lögðu mikið undir í batáttunni um útfærslu landhelginnar - það gerðu þeir með þjóðarhag í huga - annað hefur svo komið upp eftir að allt þetta sporðadót var einka og vinavætt - sveiattann

Jón Snæbjörnsson, 13.1.2010 kl. 18:19

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Kolla - sumir er svo fljótir að gleyma og þykjast sjá illa þe þega hentar þeim - dapurt það

Jón Snæbjörnsson, 13.1.2010 kl. 18:20

9 identicon

Sammála þér Jón. Sjómenn börðust og lögðu mikið undir, þar með taldir þú og ég . Varst þú annars á Suðurlandinu ? Ég var á Guðbjarti frá Ísafirði 1974 og á Urríðafossi 1986. Bestu kveðjur, Atli

Atli Ágústsson. (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 18:28

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já það er bara eins og heilbrigð skynsemi hafi farið í frí og allir orðnir hálfvitlausir í þessu fjármálalífi. Ég er allavega ánægð með að hafa ekki haldið áfram í bankanum þegar allt var að fara úr böndunum 2005. Nú eru kvóta"eigendur" að fara í stríð og ætla að binda bátana til að mótmæla leiðréttingu kvótans. Eins og það sé það sem þjóðin þurfi núna þegar sjávarútvegurinn er að skila bullandi tekjum. Ótrúlega ósvífin aðgerð verð ég að segja. Einkum á þessum krepputíma. kveðjur til ykkar Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.1.2010 kl. 19:26

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sæll Atli, '74 þá var ég hjá hjá Skipaútgerð Ríkisins þe með skóla oþh, maður kom oft á vestfirðina með vörur og vissulega man ég eftir Guðbjarti ÍS ?  fór síðar í siglingar eftir að ég kláraði skipstjórnarnámið, jú ég var á Suðurlandinu, Urriðafoss það var einn af blámönnunum ekki satt ?

mbkv Jón Snæ

Jón Snæbjörnsson, 14.1.2010 kl. 20:20

12 identicon

Sæll Jón. Urríðafoss, áður Vesturland, var systurskip Suðurlandsins. Við vorum 300 mílum á undan ykkur á leið til Múmansk. Hræðileg nótt að heyra hvað var að gerast hjá ykkur.

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 11:11

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

já auðvitað var Urriðafoss ex Vesturland - við tókum við Vesturlandinu í des 83 í Þýskalandi - fyrsti túrinn var niður til Spánar nánar tilekið Santa Pola (Alicante) að lesta salt heim.

Já skelfilegt atvik Atli skelfilegt

hafðu góðan dag

Jón Snæbjörnsson, 15.1.2010 kl. 13:42

14 identicon

Já, Jón þá nótt gleymi ég aldrei og ekki síst vegna þesss að Hlöðver heitinn var einn af mínum bestu vinum og skólabróðir úr Vélskóla Íslands. Síðustu samskipti okkar voru þau að ég lánaði ykkur lestarlúguhjól og sendi til ykkar á Austfjörðum.

En gaman að lesa bloggið þitt og kynnast þér hér.

Atli Agustsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 121875

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband