Leita í fréttum mbl.is

Stökkbreyttir jólasiðir

sveinki í golfiJólin eru búin að vera æðisleg. Góður matur, gjafir til og frá eins og hefðin mælir fyrir um og hýbýlin hlý, hrein og fín, skreytt út í hörgul. Það er legið í leti, lesið og farið í göngutúra en einhvernvegin er það ekki alveg nóg. Ég hef því ákveðið að taka smárassíu í golfinu þar sem ég hef trassað að æfa mig eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Það þýðir ekkert kæruleysi ef maður ætlar að halda titlum og bæta sig á komandi ári. Það er því stefnt á Spán nánar tiltekið La Sella, Denia norðan við Benedorm. Um er að ræða golfvöll sem hinn frægi M. Olazabal hannaði og er víst mjög vinsæll hjá Spánverjum. Gist verður á Marriott Hótel 5* sem þýðir að það fylgir hárþurrka. Hvert herbergi er með sjálfstæðum hitastilli, sjónvarpi, 3 símum, ekki veit ég til hvers, minibar sem má missa sig mín vegna, stórum fataskápum, skrifborði, bólstruðum stólum í setukrók hahaha, internet-aðgangi sem ég á nú eftir að sannreyna, straujárni og strauborði, baðsloppum og inniskóm. Því er lofað í auglýsingu á ferðinni að manni líði betur þarna en heima hjá sér. Ég stórefast um það en gaman verður að komast í golf og rifja upp gamla takta frá því í sumar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kolla. Ég er nú ekki viss um að ég sé eins góður túlkur og Magnús Geir virðist halda og golfið skýrir sér ábyggilega alveg sjálft hjá vönum golfara án túlks. En ég hef mikinn áhuga á ferðalögum og held að ég slái þig alveg við í kreppu-utanferðum því ég er búinn að fara í 5 ferðir á þessu ári og dvalist erlendis í samtals í 12 vikur. þessvegna get ég ekki tekið mér frí og gerst túlkur, eins og magnús stingur upp á, þó að það hefði áreiðanlega verið krefjandi og skemmtilegt verkefni.

 Hitt er svo rétt að mér líst vel á bloggið á þessari síðu, það er mjög áhugavert og vel skrifað, en ég þekki því miður síðuhaldarann lítið sem ekkert.

Góðar stundi og bestu kveðjur, Frambjóðandinn

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 22:11

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahah nei ekki það. Ég kemst af þó ég sé ekki eins góð í frönsku og þú lést í veðri vaka á Facebook um daginn.  Tala hana bara ekki reiprennandi. Kemst samt þokkalega af við Frakkana. Fimm ferðir já, það er þokkalegt. Við höldum semsagt loftlínunni gangandi. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.12.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ætli Kollan knáa hafi nú ekki farið utan oftar en fimm skipti á árinu 2009, held það nú?!

Mér heyrist nú flest bara vera til óþurftar þarna á 5 * hótelskonsunni, t.d. sloppar og inniskór og svo ekki sé nú minnst á hárþurkuna!

Annars er nafn AÁ athyglivert, þ.e. ef því er snúið

En góða skemmtun golffrauka, bið að heilsa Jose-Maria ef þú rekst á hann!við, ætli sá er heitir ÁA og AÁ séu skyldir?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2009 kl. 10:17

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Magnús. Þú ert snillingur, já segi og skrifa. Þú fylgist betur með en ég sjálf þegar kemur að þessum ferðalögum mínum. Þetta verður sjötta ferðin mín þetta árið. Tvær golfferðir sem ég svo sem vissi en hinar eru vinnuferðir. Já það held ég að sloppar og inniskór mætti missa sig en ekki hárþurrkan. Annars er ég orðin svo stutthærð að það skiptir ekki öllu máli. Ég sagði það líka við fararstjórann. "Djö... er verið að þvælast á svona dýr hótel ". Stórfyndið að tiltaka að stólar séu bólstraðir. Sumir falla fyrir því en ég hugsa bara út frá pöddum og atgangi frá þeim en það er varla mikið af þeim um háveturinn. Já þú meinar nýjasta bloggvin minn og Ágúst æskufélaga. Ég gat ekki séð að það væri mikil frændsemi í kommenti Atla á síðu Gústa en sameiginlegt áhugamál hafa þeir. Ég skal skila kveðjunni, reikna með að taka með honum einn hring eða svo kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.12.2009 kl. 11:02

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Fyrst þú ert flogin til Spánar í golf þá verður eflaust hlé hér á blogginu þínu á meðan. En Magnús virtist á öðrum stað spyrða okkur Atla saman, sem er alveg sárasaklaust. Þann ágæta mann þekki ég hins vegar ekki, að ég held. En góða ferð til Benidorm. Það kemur svo að mér að skreppa til Barcelona seint í febrúar! Þangað er ætíð gaman að koma.

Þessa færslu hafði ég sett á hina fyrri hjá þér, um kirkjuferðina á jólum. hún á líklega betur við hér. 

Jólin eru að taka stökkbreytingum hjá þér. Samkvæmt pöntun setti saman smá pistil um franskt jólahald á mínu bloggi: http://franseis.blog.is/blog/franseis

Bestu kveðjur til Spánar

Ágúst Ásgeirsson, 29.12.2009 kl. 09:29

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Saell Gústi. Er ekki komin í alvoru tolvusamband eins og sést en takk fyrir kommentìd. Búin ad spila 17 holur í gaer en 23 í dag. 20 og23 stiga hiti og sól. Les thig sídar. Bestu áramótakvedjur til ykkar allra.Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.12.2009 kl. 17:01

7 identicon

Sæl Kolla. Gott að vita að þú ert heppin með veðrið. það munar þá rúmum 30 °C á hitanum hjá þér og hér því það var -12°c í Hrauninu hjá mér í dag. En mjög fallegt veður hér og meiriháttar gott að ganga í Elliðaárdalnum í kvöld, stjörnubjart og næstum því fullt tungl. Vonandi átt þú áfram góða daga í golfinu, líka á morgun, Gamlársdag. Gleðilegt og hamingjuríkt nýtt ár, bestu kveðjur, Atli.

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 20:59

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Atli. Í dag var kaldast  so far og það var 15 -17 ° og sól. Besta golfveðrið til þessa. Mér finnst best ef ekki er of heitt. Nú er ég búin að spila 23 holur í dag og það var bara frábært. Hótelið sem við erum á er svakalega flott og er nú að fyllast af fólki sem kemur til að halda áramótapartýið saman. Stórfjölskyldur saman. Fullbókað. Vona að áramótin verði góð heima. Takk fyrir góðar óskir.kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 31.12.2009 kl. 17:58

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gleðilegt árið K, hér var skítakuldi víðast um land, en frábært veður til flugeldaskota, logn og heiðskírt og þar með fyrirtaksmengunarskilyrði, fóru víst þrjúþúsundfalt og rúmlega það yfir viðmiðunarmörk!

En leiðrétta verðum vér misskilning, ég sagði að snúa AÁ við og þá verður nú útkoman ekki ÁÁ, heldur ÁA, Atli Ágústsson breytist í ÁGÚST ATLASON, sem varla þarf að segja nokkrum manni hver er?!

En áramótakveðja að sjálfsögðu til parísar og í Hraunið líka!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.1.2010 kl. 02:13

10 identicon

Gleðilegt ár Magnús og takk fyrir skemmtilega kommenta á þessari síðu. Ágúst Atlason er sonur minn, en ekki sá frægasti sem ber þetta nafn, en hann býr á Ísafirði og er ansi góður ljósmyndari eins og sést hér : http://gusti.is/ljosmyndir/landslag/

Eins og þú sérð magnús og skrifar er ég Í Hrauninu, en ekki á Hrauninu, en vinnustaður minn er í Kapelluhrauni fyrir sunnan Hafnarfjörð.

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:28

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Gleðilegt ár Magnús minn og takk fyrir alla skemmtan sem þú hefur veitt mér og mínum bloggfélögum. Já ég frétti af menguninni og hef nú upplifað hana fyrir einu eða tveimur árum, þá var þetta þannig að það var sótsvart loftið. Oj bara. Í dag spilaði ég 27 holur í yndislegu sumarveðri. Sól, logn og 17 gráður lofthiti. Var í móti hjá Express og varð í þriðja sæti en þetta var punktamót sem ég átti alls ekki von á að komast á blað í. 10 þús í Ecco heildverslun er ekki slæmt. Á A sem þú talar um er það Ríógaurinn ? Þekki hann ekki  neitt en hirðskáldið þess betur. Við verðum  bara að passa að "hrauna" ekki yfir hann Atla nýja bloggfélagann  sem greinilega hefur lesið kommentin frá þér.

Takk fyrir innlitið Atli. Kíkti á síðu stráksins þíns og hún er flott  

 Besta kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.1.2010 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband