Leita í fréttum mbl.is

Hringekja tímans

Jólin í Lille í FransEnn eru jólin að koma. Það er alveg að verða með ólíkindum hversu fljótt árið er að líða. Mér finnst eins og síðustu jól séu nýbúin. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna ég upplifi tímann svona einkennilega. Þegar ég var ung var sagt að svona upplifun væri bara meðan menn skulduðu. Það kom til af því að þá var óðaverðbólga og menn gerðu sinn bissness þannig að greitt var með nokkrum afborgunum, kannski mánaðalega. Manni þótti því stutt á milli gjalddaga því það varð að vinna fyrir afborguninni og það gat verið svo stressandi að ná því. Nú er það ástand ekki fyrir hendi hjá mér en þetta bara versnar. Reyndar er ég mjög aktív og búin að setja mér fyrir verkefni langt fram í tímann og það kann að valda þessu. Allavega eru jólin orðin svona nokkuð hefðbundið kaos en hefur alltaf minna og minna stressandi áhrif á mig þó ég nái ekki að klára alla hefðbundna hluti. Ég verð líka rómantískari eftir því sem árin færast yfir og nýt jólaföstunnar miklu betur en jólanna sjálfra út af birtu og ljósadýrð sem eykst frá degi til dags og nær hátindi sínum á aðfangadag jóla. Annars á ég bara eftir jólagjafirnar þannig að þetta reddast. Vona að þú lesandi minn hafir ekki of þungar áhyggjur af jólastandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Kolla, tíminn líður hratt, ekki síst núna í jólastandinu. En er það ekki vegna þess að þegar maður hefur mikið að gera og nýtur þess að lifa lífinu lifandi þá veit maður ekki af fyrr en jólin eru komin einu sinni enn. Þegar ég fer í verslunarmiðstöðvarnar get ég ekki séð að það sé kreppa á Íslandi, en samt veit ég að það er mikið af fólki sem á um sárt að binda vegna atvinnumissis og hárra skulda. Ég er allavega þakklátur fyrir stöðuna hjá mér og mínu fólki.

Það hlýtur að vera erfitt að vera í Kringlunni og uppgötva svo að maður sé búinn að týna dýrmætustu og kærustu eigninni og svo aftur mikil gleði að finna hana aftur. Og sá litli seigur að bjarga sér.

Svo datt mér þetta í hug:

Í Drafnarfelli gaman er- en samt ég verð að blóta

svekktur ég af gólfinu fer- því Kolla er með kvóta !!

Hélt annars að þú værir á móti kvótakerfi, eða hvað?

Eigu góðar stundir, bestu kveðjur, Atli

Atli (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 08:22

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Atli. Já ótrúlega margir á ferðinni í Kringlunni. Kann að skýrast af kuldanum og færri að fara Laugarveginn. Veit þó ekkert um það. Við fórum mæðgurnar niður Laugaveginn og mér fannst nú nóg þar líka.

Í gær týndi ég vinkonunni; í Kringlunni; sem klædd var í heljarinnar dýrafeldi þannig að það er ekki stærðin sem skipti sköpum í þessu. Hún skilaði sér líka sem betur fer :) Nei ég er ekkert á móti kvóta en á móti framsali á honum og sölu. Hef það fyrir venju að dansa aldrei nema þrjá dansa við hvern dansherra til að halda Kontól  á málum.  Kveðja og gleðileg jól Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.12.2009 kl. 13:33

3 identicon

Sæl Kolla. Það er nú betra að týna vinkonunni heldur en barnabarninu :) Ég er sammála þér með fiskveiðikvótann, en það mætti athuga að framselja danskvótann. Óska þér gleðilegra jóla og Bestu kveðjur, Atli

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 14:45

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Upplifi tímann eins og þú, hann virðist æða hraðar og hraðar áfram. Styttra og styttra er milli tímamóta sem jóla, sumardagsins fyrsta og þar fram eftir götunum. Ég held þetta sé aldurinn, þessi tilfinning fyrir hraða eykst um leið og hægt er að hægja aðeins á sér á ýmsum sviðum.

Ágúst Ásgeirsson, 23.12.2009 kl. 19:18

5 identicon

Tek undir með ykkur,að tíminn líður ógnarhratt.Mér finnst ég orðið eiga afmæli tvisvar á ári svo hratt finnst mér allt líða.Fann hér eina vísu,eftir Jón Helgason.(1899-1986.)Brot úr ljóðinu´´lestin brunar´´.

Allar raddir óma glaðar

einn ég raula mér,,

lestin brunar,hraðar,hraðar,

húmið ljósrák sker.

Þá má bæta við ljóði hans.,,Það var eitt kvöld,,.(drungalegt)

Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið ,/

ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið,/

ég kallaði fram,og kvöldgolan veitti mér svarið /

Hér kvaddi lífið sér dyra,og nú er það farið.

Nú fer ég að hætta þessu pári,en langar til að birta eitt hér eftir sveitunga þinn Kolbrún.Þar er Guðmundur Magnússon/Jón Trausti á ferðinni.En hann var mikill ferðagarpur,og Íslandssonur.

Ég vil elska mitt land,

ég vil auðga mitt land,

ég vil efla þess dáð,ég vil styrkja þess hag.

ég vil leita að þess þörf,

ég vil létta þess störf,

ég vil láta það sjá margan hamingjudag.

Páll Ólafsson(ástarskáldið)orti svo.

Nú er gott að bregða blund,

blek og penna taka.

Fyrst mér er nú létt í lund,

langar mig að vaka.

---------Gleðileg Jól-----------Gæfuríkt komandi ár.

NN (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 23:58

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir. Já Atli ég var nú hálfsjokkeruð að týna barnabarninu. Meiri afskiptasemin í fólki að fara að taka barnið og setja á þjónustuborðið. Hann var ekki einu sinni farin að gráta heldur bara að skoða sig um. Eflaust hefur því gengið gott eitt til en ég hefði verið búin að finna hann fyrir löngu ef hann hefði fengið að vera í friði. Danskvóti já kannski maður geti farið að veðsetja danskortið sitt haha.

Ágúst já þú meinar. Alltaf styttra og styttra milli afmæla

Ég er nú harðákveðin í að verða 100 ára eins og amma Fríða þannig að ég verð þá komin á þokkalegan snúning þá hahaha kræst hvað ég er fyndin. Sé þetta fyrir mér hahah. Jólakveðja til ykkar og takk fyrir skemmtileg og málefnaleg komment á árinu Gústi minn, Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.12.2009 kl. 00:06

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

NN þetta er æðislegt komment frá þér . Bestu þakkir fyrir ljóðin. Ég er alltof léleg að lesa ljóð eins og ég hef gaman af þeim.

Talandi um tímahjólið, þá kvað Jónas Hallgrímsson:

Þó vér skiljum um stund,

þá mun fagnaðarfund

okkur fljótt bera aftur að höndum.

Því að hjólið fer ótt,

því að fleyið er fljótt

er oss flytur að Glólundar ströndum.

Bestu jólakveðjur til þín NN og vonandi fæ ég að njóta kankvísi þinnar og skemmtilegra kommenta á nýju ári. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.12.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband