Leita í fréttum mbl.is

Leiðarljós

Skipsflak og leiðaviti nærri GrindavíkUndanfarið hefur mér fundist dagskrá íslenska sjónvarpsins hálfleiðinleg. Það er æ oftar sem ég skelli mér á sænsku TV-stöðina og fylgist með vinum mínum, Svíunum, skemmta sér í söng- og gamanþáttum.  Það eru þó undantekningar á öllu og í kvöld var afar gaman að fylgjast með Kiljunni á Rúv. Mér fannst Kolbrún, nafna mín, sæt og krúttleg, Páll skemmtilegur og Bragi bóksali er alltaf góður með sitt ógeðslega neftóbak. Það sem hrærði við mér var viðtal Egils hárfagra við eðalhjón úr Grindavík. Ég tók eftir því að bæði nefndu, sem fyrsta kost við makann, að hann væri afar skemmtilegur en síðan komu aðrir kostir í upptalningunni. Þetta finnst mér styðja þá kenningu mína að góður húmor sé sá kostur sem skiptir mestu máli fyrir góð sambönd. Kostur sem eflir ástina og gefur fólki kraft. Kraft til að líta fram hjá erfiðleikunum, kraft til að sigra veikleika sína og kraft til þess að lifa lífinu lifandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar Kolbrún,þú nefnir þarna eðalhjónin úr Grindavík.Ekki veit ég hvort að þú veist það en Birna Óladóttir eiginkona Dagbjarts er úr Grímsey,semsagt Þingeyingur.Birna er komin af miklu sjósóknarfólki og harðjöxlum.Meirihluta íbúa Grísmseyjar eru skyldmenni hennar og míns,en ótrúlegt en satt að þangað á ég eftir að fara.Þá og eigum við mikið af ættingjum í Hrísey,en þangað hef ég oft farið.Bless í bili.

NN (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 23:13

2 identicon

Viðbót,,,Kiljan er alveg ómissandi þáttur,og Bragi er alveg einstakur,ég þekki hann persónulega og er það ætíð hin mesta skemmtun að heimsækja kallinn í búðina.Það er með ólíkindum hvað Bragi er minnisgóður.Ég fór í búðina til hans fyrir viku síðan og var ég að leita eftir mjög gamalli bók  fyrir safn V-Íslendinga í Kanada.Bragi sagði,,jú bókin er til ég sá hana fyrir nokkrum árum síðan hérna hjá mér  bíddu aðeins ´´sagði Bragi´´og gekk um einsog radar um hillurnar,og beygði sig niður við einn búnkann og flétti í honum og sagði´´þetta vissi ég hún er hér.  Bragi er magnaður.Aftur bless í bili.

NN (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 23:22

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll NN. Já svo þú ert ættaður úr Grímsey. Ég flaug þangað þegar ég var að æfa fyrir einkaflugmannsprófið 1986 og stoppaði smá stund en síðan hef ég ekki  komið þar. Það er eflaust ágætisfólk sem býr þar. Bragi er ótrúlegur ég samþykki það. Hann kenndi mér í Lundi í Öxarfirði fyrir allt of löngu síðan  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.12.2009 kl. 23:28

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

NN smá viðbót. Sigrún vinkona mín er ættuð úr Grímsey og fyrir nokkru hitti hún gamlan karl þaðan, en þau höfðu ekki hist í áratugi. "Þú ert alltaf jafn sæt ef ekki fallegri en forðum " sagði karlinn um leið og hann faðmaði Sigrúnu. "Takk elskan mín , takk en þú hvað er að frétta af þér " sagði hún himinlifandi yfir hrósinu . " Ekkert gott" " Nú hvað? spurði Sigrún. " Það er nú þannig með mig að ég er orðinn staurblindur " sagði þá sá gamli. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.12.2009 kl. 23:35

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Er ég eitthvað utanveltu, eða árþúsundum á eftir? Eru það Akrópólísaráhrifin en ég var í Aþenu í gær og fyrradag? Eða hvað? Þetta er alla vega í fyrsta sinn sem ég sé því haldið fram, að Grímseyingar séu Þingeyingar. Sem væri sosum alveg í lagi. Já, húmorinn er nauðsynlegur öllum stundum.

Ágúst Ásgeirsson, 17.12.2009 kl. 08:16

6 identicon

Sæl Kolla. Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt og ekki eru siðri athugasemdir bloggvina þinna og þínnar eigin. Ég er sammála þér með húmorinn hann er nauðsýnlegur og gefur okkur kraftinn og svo er svo hollt að hlægja. Hann var góður þessi um gamla karlinn frá Grimsey.

Hér koma spakmæli frá móður minni sem er á 103. aldursári og býr í Danmörku þangað sem hún flutti 1970, þá 63.gja ára gömul. Þá sagði hún að það væri nú notalegt að komast fljótlega á elliheimili. Núna, 40 árum seinna vildi hún ekki heyra á það minnst. Þegar við systkinin sögðum við hana að okkur þætti svo erfitt að vita af henni einni í sinni íbúð og okkur liði betur að hugsa til þess að hún væri á hjúkrunarheimili því að við systkinin værum líka að verða gömul, ég yngstur 64, Edda systir 70 og Ásgeir bróðir 75.

Þá sagði mamma: "Þarf ég endilega að fara á elliheimili þó að þið séu að verða gömul"

þetta hefur reyndar ekkert með Grímsey að gera, en mér fannst þetta frá bær athuga semd hjá gömlu konunni. Eigðu góða daga, bestu kveðjur, Atli

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 08:25

7 identicon

ps.ps.Gleymdi að taka fram að ræturnar okkar Birnu eru úr Aðaldal,þar kom þetta með þingeyingin.(v/ath,semd Ágústar sjá ofar.)Birna er fædd í Grímsey,en ekki NN.

NN (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 09:13

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ágúst það fer ekki margt fram hjá þér. Góður . Atli já ég hef sérvalið bloggvini mína. Þeir fara allir í gáfnapróf áður en þeir eru samþykktir. Sumir eru meira að segja hagmæltir en allir skemmtilegir. Ég get alveg skilið mömmu þína. Ég held að ef fólk fær að búa heima og geti lifað sínu lífi þá verði það mun hamingjusamara. Ef fólk hinsvegar er ekki fært um að búa eitt er elli- eða hjúkrunarheimili líklega lausnin. Amma mín varð 100 ára og bjó í 15 ár heima hjá foreldrum mínum og harðneitaði að fara á stofnun. Sama var með pabba en hann sagðist ekki vera orðinn það gamall að hann færi á svoleiðis stofnun. Hann bjó því heima þar til hann flutti sig yfir móðuna miklu 85 ára gamall. Það þarf að koma á notendastýrði persónulegri aðstoð fyrir fatlaða og aldraða og þá kemur þjónustan heim þegar einstaklingarnir vilja það og gera það sem þau vilja gera en ekki öfugt. Frelsi, frelsi, frelsi, það er málið. NN þar er erfitt að skanna þig dularfulli maður, það er óhætt að segja það Gústi var Aþena skemmtileg? Ég féll alveg fyrir Lille  frábærir staðir og gott aðgengi. Hjálpsamir Frakkar á hverju strái. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.12.2009 kl. 20:25

9 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Aþena er mögnuð, var þar reyndar ekki nema í 25 klst að þessu sinni. Þarna er sagan við hvert fótmál en ég hafði engan tíma til að sökkva mér í hana nú. Lét mér nægja að horfa á Akropolis upplýsta frá hótelinu þar sem ég hef klöngrast þangað upp áður.

Gott að sjá að þér líkaði Frakklandsferðin, já Frakkar eru kurteisir og liðlegir, umfram það sem margur heldur. Þú kemst vart norðar í landið en til Lille. Þar á ég eftir að koma þótt verið hafi í nágrenninu eitt sinn. 

Ágúst Ásgeirsson, 18.12.2009 kl. 22:28

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Vonandi á ég eftir að komast til Grikklands. Það er þó ekki á ferðaplani á næstunni en margt kemur nú upp óskipulagt þannig að það er aldrei að vita. Já sagan hún gefur þessum stöðum líf og lit svona til viðbótar við það sem hægt er að sjá og njóta í núinu. Þú verður að koma til Lille mér fannst það æðislegt allavega á þessum tíma, þrátt fyrir kuldann. Frakkar virðast ákveðnir í að uppfylla sáttmálann um jafnrétti til ferðalaga gagnvart fötluðum. Þannig upplifði ég það allavega. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.12.2009 kl. 12:42

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, ég á mér því góða von í þig, stóðst líklega gáfnaprófið á sínum tíma, telst nokk svo hagmæltur já og alltaf svo SKEMMTILEGUR og kurteis við þig?!

Ættir kannski að skrifa góða grein um þessa ferð og aðgengismálin í Lille. Geri ekki ráð fyrir að jólastreð sé að fara með þig svo margt annað væri e.t.v. vitlausara að gera.

Auðvitað á fólk svo að búa sem lengst heima hjá sér ef heilsan leyfir, sparar ómælt fé og sem þú segir, eykur lífsánægju eða viðheldur henni frekar en á stofnun.Fólk á þó auðvitað að hafa val, sumir vilja jú söðla um og þá ekkert nema gott um það segja líka.

Magnús Geir Guðmundsson, 20.12.2009 kl. 20:09

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Magnús já það er aldrei að vita nema ég skrifi smáferðasögu er frá líður. Þú stenst öll próf ekki spurning  en ég er nú farin að spá hvort ég hafi komið inn prófskrekk hjá Atla :) hann lætur allavega ekki sjá sig. Já frjálst val það er málið. Til þess þarf að bjóða upp á eðlilega valkosti og líka þarf að vera ljóst að menn séu ekki að velja fyrir lífstíð. Menn geta valið aftur síðar ef heilsu hrakar eða aðstæður breytast. Vona að þú sért að verða svolítið jólastemmdur. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.12.2009 kl. 22:44

13 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Trúi því vel að þú hafir fallið fyrir Frakklandi, þér rennur auðvitað blóðið til skyldunnar! Það er ekki bara Lille til að hrífast af, heldur landið bókstaflega allt.

Það er fimm til sex sinnum stærra en Ísland, eins og sex strendingur í laginu og engin tvö horn hans eins hvað umhverfi, menningu og mannlíf snertir. Og fólkið er misjafnt eftir landshlutum, hér á mínum slóðum er það einstaklega almennilegt, vinalegt og kurteist. 

Að ósekju mættu Íslendingar koma hingað meira - hef á tilfinningunni að landið sé enn lokuð bók fyrir þeim mörgum. Frakkland er meira en Birgitta Bardot og Eiffelturninn, rauðvín og ostar. 

Ágúst Ásgeirsson, 21.12.2009 kl. 06:18

14 identicon

Sæl Kolla. Fór eitthvað fram hjá mér?  Ég hef ekki séð próftöfluna, en er tilbúinn í þetta próf. Ef ég fell er þá endurtökupróf með vorinu? Eigðu góða daga  

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 08:02

15 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ágúst það er alveg víst að við gætum lært margt af Frökkum t.d. bara hvað varðar kurteisi , sérstaklega karlmennirnir . Frakkar eru samt afar agressívir í mótmælum sínum og oft vitnað í þá. Bardot og Effelturninn eru eilíf einkenni fyrir Frakka en osta- og vínneysla er meira í mínum huga svona evrópsk. Ég á eftir að kynnast landinu betur og hef ákveðið að þegar verkefninu lýkur sem verður í Frakklandi þá tek ég mér aukadaga í frí og ferðast um landið. Hæjaði á mömmu þína í Kriglunni í gær en mátti ekki vera að því að stoppa. Týndi 3ja ára barninu og var loks kölluð upp til að sækja hann á þjónustuborðið   Já það var bara gaman að þessu svona eftirá kv. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.12.2009 kl. 16:20

16 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Skynsamlegt komment Atli. Nei ég var bara að joka út af kommenti Magnúsar. Takk fyrir góðar óskir og sömuleiðis. Kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.12.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband