12.12.2009 | 23:33
Nú er skrattanum skemmt.

Var að hlusta á fréttir á BBC World news um að Tiger Woods sé nú að taka sér frí frá golfi til að sinna konu og börnum, vegna fréttafárs af heimiliserjum þeirra hjóna. Mér finnst það taka út yfir allan þjófabálk hvernig fjölmiðlar hafa blásið út hans einkamál.
Það er umhugsunarefni hvernig stendur á því að konur skuli gefa sig fram með yfirlýsingar hver af annarri um að hafa verið ástkonur hans. Þetta er svo sem ekkert nýtt. Eins og menn vita þá hefur það verið þannig þegar frægir menn eða prestar sem ásakaðir hafa verið um kvennafar, kynferðislega áreitni eða framhjáhald eiga í hlut. Ég man ekki eftir að karlmenn hafi hagað sér svona. Mér er ómögulegt að trúa þessum konum þegar þær koma fram í hópum eða hver af annarri í kjölfar frétta en ekki þegar viðkomandi atburður átti sér stað.
Það toppar svo vitleysuna að John Daly golfari og lífslúser kemur fram og er með ráðleggingar til hans á BBC-world news. Dæmigerður alki sem er stútfullur af ráðum til annarra þó hann geti þess í leiðinni að Tiger vilji ekkert við hann tala. Allt gert til að komast í sviðsljósið sjálfur.
Auðvitað er þetta mikið markaðs- og peningamál bæði fyrir aðra golfara í toppbaráttunni og eins fyrir sportvörufyrirtækin. Ekki finnst mér spurning að þessir aðilar hafa áhrif á fréttaelítuna og kynda ofninn.
Ég vona bara að þetta gangi fljótt yfir hjá Tiger, hann komi heill til baka og veiti okkur golfurum þá unun sem fylgir því að horfa á þennan snilling spila golf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
-
solir
-
gmaria
-
fannarh
-
thoragud
-
meistarinn
-
sigurjonth
-
skulablogg
-
gudruntora
-
svavaralfred
-
rheidur
-
gudrunmagnea
-
helgigunnars
-
georg
-
marinogn
-
kallimatt
-
zumann
-
gudbjornj
-
eirikurgudmundsson
-
gretar-petur
-
johanneshlatur
-
franseis
-
altice
-
palmig
-
lydurarnason
-
omarbjarki
-
gretarogoskar
-
tilveran-i-esb
-
paul
-
ksh
-
thjodarsalin
-
framtid
-
kop
-
jon-o-vilhjalmsson
-
sunna2
-
neytendatalsmadur
-
duna54
-
jonsnae
-
sjonsson
-
duddi9
-
olofdebont
-
magnusjonasson
-
helgatho
-
fullvalda
-
kokkurinn
-
olafiaherborg
-
nimbus
-
jakobk
-
stebbifr
-
ranka
-
heimssyn
-
rs1600
-
maggij
-
bjarnihardar
-
bookiceland
-
frjalslyndir
-
gauisig
-
zeriaph
-
gthg
-
gustaf
-
hannesgi
-
diva73
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
prakkarinn
-
ragnar73
-
ziggi
-
visur7
-
tryggvigislason
-
ursula
-
valdimarjohannesson
-
postdoc
-
icekeiko
Athugasemdir
Hafa menn ekki verið að dæla "heimamyndböndum" á netið í gegnum tíðina til að sanna að hafa sofið hjá hinni eða þessari konunni. Hafa ekki margir komið fram sem hafa sagst hafa sofið hjá Paris Hilton eða Pamelu.
Grétar (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 00:17
Grétar það kann að vera en það er annað en ég er að tala um. Umræddar konur gætu þess vegna hafa staðið fyrir þeirri auglýsingu sjálfar ef tekið er mið af þeirra markaðssetningu. Það var ekki óalgengt áður og fyrr að "litlir karlar" hældu sér af afrekum sem þeir höfðu ekki unnið til en ég man ekki eftir því í kjölfar svona ásakana eins og ég nefndi. kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 13.12.2009 kl. 07:09
Já Kolbrún, þetta er nú meira fjölmiðlafárið sem fylgir þessu máli. En er það ekki það sem svona frægir menn verða því miður að sætta sig við. Sjálfsagt er einhver sannleikur í þessum kvennamálum hans, en sennilega eru þær flestar að gefa sig fram fyrir frægð og peniningar. Þannig er þetta og hefur alltaf verið.
En ég er sammála, að það er sárt að þessi snillingur þurfi að draga sig í hlé vegna þessa máls því þó ég sé ekki enn orðinn golfari, (hef svo mörg önnur áhugamál) hef ég gaman af að fylgjast með Tigernum.
Gaman og fróðlegt að lesa bloggið þitt Kolbrún, hlakka til að sjá næstu færslu. Eigðu góðar stundir
Atli Agustsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 10:10
Það sem keppnismanninn Tiger Woods svíður kannski sárast er að hann var nú bara á 13. holu og því ekki kominn hringinn, eða hvað...? Eru ekki annars 18 holur í hringnum í golfi...?
Ómar Bjarki Smárason, 13.12.2009 kl. 14:45
Þetta er svipað og um flugslys. Fyrst eftir þau segjast menn hafa heyrt eða séð til flugvélar hingað og þangað þótt síðar komi í ljós að viðkomandi vél hafi verið víðs fjarri þeim slóðum. Já og slíkar vitnanir eru stundum margra daga gamlar. Og dæmin sanna, að yfirlýsingar eins og hjá konunum sem vildu Tiger kveðið hafa eru ekki sannleikanum samkvæmar.
Þótt eitthvað sé satt í þessum efnum þá vill bregða við, að konur - alla vega það kynið í þessu tilviki - fái einhverja útrás fyrir athyglis- og vænisýki sína. Urmull fjölmiðla er reiðubúinn að borga fyrir svoleiðis frásagnir - og slást jafnvel um það með peningalegum yfirboðum.
Óskiljanleg árátta að auglýsa undirlægjuhátt sinn með þessum hætti, en karlar eru kannski ekkert betri, þegar svo ber undir.
Annars tiltölulega sammála þér um innihald pistilsins. En það verður ekki hjá svona umfjöllun komist, allra síst þar sem urmull blaða og tímarita, útvarps- og sjónvarpsstöðva gera ekkert annað en breiða út slúður.
Getur ekki bara verið, að öll þessi umfjöllun og eltingarleikur verði til þess að Tiger Woods fái samúð almennings.
Ágúst Ásgeirsson, 13.12.2009 kl. 16:33
Sæll Atli. Takk fyrir hólið. Það er undarleg þessi þörf manns að vera að skrifa um sjálfan sig og sínar skoðanir á bloggið. Nútímasamskipti segja sumir en afþreying einstæðinga segja aðrir. Gaman væri að heyra skoðun Gústa á því. Hann tilheyrir blaðamannastéttinni að því ég best veit. Ég er nú frekar léleg að blogga sjálf en kommenta iðulega hjá bloggvinum mínum. Þeir móðgast stundum en yfirleitt tímabundið
Sæll Ómar. Ég skil þig þannig að þú teljir að hann hefði viljað komast í 18 konur áður en allt varð vitlaust. Jú það eru 18 holur á vellinum og hefur víst með það að gera að í viskíflösku eru 18 sjússar. Ég hef ekki tékkað á því en veit að ég kæmist aldrei á 13. í svoleiðis könnun.
Sæll Ágúst. Rétt það sem þú segir um vitnisburð fólks þegar það er að lýsa atburðum. 10 manns voru látnir lýsa ráni í banka og ég held að það hafi komið 10 mismunandi lýsingar á ræningjanum. Það er þó frekar lélegt minni og hugarástand ef þessar konur hafa bara sofið hjá einhverjum hörundsdökkum, íturvöxnum manni og haldið eftir á að það hafi verið Tiger Woods.
það er nú hálf napurt að skipta á aðdáun og meðaumkun út af einhverjum smámunum ( eða þannig). Ég held að peningamaskínan hafi keypt þessar konur til að búa til sögur, allavega er þessi fyrsta búin að biðja eiginkonuna afsökunar. Reyndar finnst mér hún tala eins og kjáni. Mér finnst eiginkonan alveg galin og með alltof hraða sveiflu, eins og fleiri.
Kveðja til ykkar Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 13.12.2009 kl. 17:27
Blessuð golkona mín kær!
Kem nú heldur seint að þessu, en betra er seint en aldrei!
þetta er ósköp einfalt með Tiger og hans mál og skiptir í raun engu hvort upp hafi spunnist fjölmiðlafár þar sem e..t.v. fimm eða þrettán konur hafi sagt satt eða ósatt um samfarir með honum. Kjarni málsins var að hann hefur brotið gegn hjúskaparheiti sínu og sjálfur neyðst til að viðurkenna það opinberlega.Hann hefur því sjálfur, algjörlega sja´lfur og einn, orðið valdur af þessu fári og því út í hött að bera af honum blak eða gera aukaatriði af aðal, fjölmiðlasirkúsinum í kringum hann.að sjálfsögðu hefur þetta áhrif fyrir fleiri og það víðtæk þegar svo mikil ofurstjarna á í hlut, en þar er bara aftur við Tiger sjálfan að sakast, ef hann getur ekki lifað með einni konu að einhverjum ástæðum, þá á hann bara ekkert að vera að festa sitt ráð, nú eða einfaldlega skilja ef svo ber undir.Og þetta gildir auðvitað um allt annað fólk. En Kolla, hvað áttu við að þér finnist eiginkonan Elín Nordegren alveg galin o.s.frv? Skil þau orð þín ekki alveg og hvað að baki þeim býr.
Magnús Geir Guðmundsson, 20.12.2009 kl. 17:48
Sæll Magnús. Jú jú þetta er auðvitað allt Tiger að kenna. Honum var nær að taka saman við barnapíu og það sænska að auki
. Það er næsta víst að margt fólk heldur framhjá einhvertíma í sínu hjónabandi. Sumir gera það undir áhrifum eða af fíkn. Aðrir til að hefna sín á makanum og svo verða aðrir einfaldlega ástfangnir og falla í freistni áður en skilnaður gengur í garð. Þetta er viðurkennd samfélagsmeinsemd ef við getum sagt svo. Reyndar má líka velta því fyrir sér hvort hjónaband með öllum þeim loforðum út yfir gröf og dauða sé eðlilegt ástand nú til dags. Þessi kona sem mér finnst galin hefur annaðhvort lagt grunn að eigin skilnaði með upphlaupi sínu eða það sem er mörgum sinnum verra að rústa ferli Tigers sem verður fyrir miklu tekjutapi fyrir utan allt annað. Ekki er það til hagsbóta fyrir hana og hennar börn. Svo var hún nærri búin að ganga frá kellingunni, móður sinni, í helv... látunum. Auðvitað átti hún að standa með sínum manni núna, hvað sem hún gerði svo seinna. Það er auðvitað barnalegt dekur að halda að hjónaband sé einhver alsæla, ég tala nú ekki um með frægum kappa eins og Tiger. En ég er sammála þér auðvitað átti hann að vera búinn að skila þessari óhemju heim til Svíþjóðar fyrir löngu síðan, fyrst hún var ekki samkeppnishæf við aðrar konur. Ég er ekkert að vorkenna Tiger, vil bara ekki missa hann úr golfinu. Ég hef nú átt mínar unaðsstundir með honum
þó hann viti ekki af því
. Knús og kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.12.2009 kl. 18:39
Um dýrðarinnar draumsins grundir
dísin Kolla leið í húmi.
Með "Tígri" átti unaðsstundir,
upp í sínu mjúka rúmi?!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.12.2009 kl. 20:28
Nei nei Magnús
það var í hægindastólnum, fyrir framan sjónvarpið, oft heilu helgarnar meðan maður var með allan pakkann frá 365 -miðlum. Þá horfði maður á kappann vinna hvern sigurinn á fætur öðrum. Þú ert met, hef ég sagt það áður hahaha. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.12.2009 kl. 22:54
Jú, ég er sannarlega MOÐSMETHAFI!
En iss, þú ert ekkert trúverðugri en hinar kellingarnar sem eiga allar að vera að ljúga skilst mér, hefur "verið með hann uppí" svo árum skiptir?!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.12.2009 kl. 09:51
ja men.... Það mátti svosem reyna að komast í hópinn hrattstækkandi
kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 21.12.2009 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.