Leita í fréttum mbl.is

Lífsins lystisemdir

ÍslandÞað er að verða þannig með mig að ég verð æ næmari á fegurð eftir því sem árin færast yfir mig. Mér finnst ég sjá meira og meira af fallegum hlutum og fólki. Falleg börn og unglingar eða fagurt landsvæði hrífa mig og fylla mig mikilli gleði. Gleðinni fylgir aukin þörf fyrir að gera eitthvað fyrir aðra. Kannski bara sýna öðrum það sem ég dáist að, í það og það skiptið. Börnin langar mig að knúsa og leika við. Gaman væri líka að ræða við unglingana og benda þeim á rétta braut og vara við villustigum. Þetta er nú varla eðlilegt ástand. Ætli þetta séu einhverskonar kreppuviðbrögð. Kannski bara merki um að ég sé áhyggjulaus og aflöppuð manneskja sem gef mér tíma til að skynja umhverfi mitt á annan hátt en áður. Hvað sem það er þá líður mér rosalega vel með það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Góð manneskja Kolbrún með á réttum stað ;)

Jón Snæbjörnsson, 4.12.2009 kl. 10:29

2 identicon

Algjörlega innilega sammála síðasta ræðumanni :O)

Anna Guðrún (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það Anna og Jón en ég átti nú von á öðrum skýringum eins og t.d. elliglöpum eða meðvirkni eða eitthvað þessháttar. Held bara að ég sé hamingjusöm af því ég umgengst svo heilbrigt og gott fólk. Einnig geri ég bara það sem mér þykir skemmtilegt og það skemmir ekki fyrir. Mæli með þeirri aðferð á krepputímum. kveðja til ykkar Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.12.2009 kl. 22:56

4 identicon

Sæl Kolbrún.Gaman að lesa um þig og áhuga á dansinum. Ég hef stundað Komið og dansið gegnum árin en lítið að undanförnu. Verð að fara að bæta úr því.

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 15:18

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það Atli. Gaman að þú skyldir villast hingað inn. Já það er fastur liður hjá mér að dansa svo sem einn klukkutíma eða tvo á fimmtudagskvöldum. Það er besta líkamsrækt sem ég fá. Bæði rennsveitt á skrokkinn og alsæl á sálinni. Ég hef reyndar mætt óreglulega undanfarið og verð að sleppa næsta fimmtudagskvöldi en það eru bara ferðir úr landi sem teljast löglegar fjarvistir hjá mér . Þú ættir endilega að mæta því mér heyrist að það sé skortur á körlum og skilja konuna eftir heima.... nei bara að grínast, fullt af hjónafólki eins og þú eflaust veist, kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.12.2009 kl. 19:47

6 identicon

Svei mér þá,oft þessu líkt og þú ritar kemur oft upp í huga manns.Sem betur fer hef ég verið það heppin að geta sagt og sýnt heilmikið frá landi voru,bæði hér heima og erlendis,mýgrútur af myndum sem ég hefi sankað að mér,og smellt á DVD diska og gefið til ættingja,landið okkar er svo ofurfagurt.Skemmtilegt er svo hvað unga kynslóðin í ættinni hefur verið hrifin af þessu uppátæki mínu,og mörg hver trúa því ekki að þessar myndir séu teknar á Íslandi,svona er nú það.Hef haft það sem vana undanfarin ár að bjóða heim ættingjum einu sinni á ári í lok Nóvembers til að sýna og gefa þeim myndir frá ferðalögum um landið okkar,sem sífellt er að koma manni á óvart,náttúran er svo ofurfjölbreytt.Þetta er að verða heilmikil vinna,því maður verður alltaf að reyna að toppa frá árinu áður.Þið nefnið þarna dans,en fyrir mörgum árum að þá gerði NN tilraun til að læra dans,hjá Heiðari Ástvaldss.Það var nú meira Bíóið þar,og mætti ég í tíu tíma og gafst upp eða réttara sagt hætti,vegna þess að ég var stórhættulegur.Ég var í því að stíga á ristar blásaklausra kvenna og skildi þær eftir bláar af mari og helti.Eitt sinn kallaði Heiðar mig upp og bauð mér að dansa við sig,ég hváði,,já sagði hann ég ætla að sýna fólki hvernig á ekki að dansa,og reif hann snöggt í hendur mínar og svifum við örlítinn hring og áður en nokkur vissi af að þá steinlá Heiðar greyið undir stólaröð,og heyrðist stumra ,,sko svona á ekki að dansa.Ég fékk mér sæti og engin bauð mér uppí dans eftir þetta.Heiðar beið ekki skaða af,komst að því dagin eftir ég hringdi í hann og sagði honum að ég væri komin í langt dansfrí.Samtsem áður finnst mér dans vera hin mesta list.Skráði mig í lítin hóp um dagin,þar sem kennt er Riverdance,en þar er engin í hættu með ristarnar sínar gagnvart mér.

NN (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 21:43

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já sæll NN hinn leyndardómsfulli. Gaman að sjá þig aftur . Það er frábært hjá þér að útdeila fallegum myndum til unga fólksins, endilega að opna augu þeirra fyrir þeirri eign sem við eigum í landinu sjálfu. Ég er einmitt að fara á fund í France og hefði þurft að vera búin að safna myndum af landinu okkar fagra til að vera með landkynningu. Kaupi disk í fríhöfninni ef ég man eftir því. Það kemur á óvart að þú sért svodan dansfantur að þú særir konurnar og skellir kennaranum. Það hefði verið gaman að sjá það. Riverdance er eitthvað sem ætti við mig því ég er meira fyrir svona "hörkudansa" sem reyna á mann heldur en samkvæmisdansa sem eru miklu flóknari en t.d. tjútt og swing. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.12.2009 kl. 22:21

8 identicon

Já kolla, það er gott að "swinga og tjútta" reyna vel á sig og svitna, en samkvæmisdansarnir reyna reyndar mikið á mann líka og eru ekki svo flóknir (þegar maður er búinn að læra þá). Góða ferð og bestu kveðjur, Atli

Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 12:14

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Atli það er þannig með flesta hluti að það sem maður þekkir og kann er auðveldara en hitt. Ég kann sáralítið í samkvæmisdönsum en er lengi búin að gæla við að fara í tangó en aldrei komið því í verk. Held að það sé margra ára prósess þannig að línudansinn, einstaklingsdansinn, hefur vinninginn. Það er líka hægt að skella sér í riverdance og eitt sinn fórum við mæðgurnar allar þrjár á magadansnámskeið . Það var ágætlega gaman en ekki fjárfesti ég í þar til gerðum slæðubúningi og pallíettuglingri enda var það búið um leið og námskeiðið , skömm frá að segja  kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.12.2009 kl. 23:39

10 identicon

Ætti ég kannski að prófa magadansinn. Kannski leynast hæfileikar á því sviði

Atli Agustsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 14:30

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já Atli aldrei að vita. Eitt námskeið ætti ekki að gera skaða þó það hafi ekki náð að heilla mig? Reyndar erfiðari hreyfingar heldur en maður áttar sig á þegar horft er á dansinn.  endilega drífa sig. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.12.2009 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 121875

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband