Leita í fréttum mbl.is

Frambjóðendur brjóta lög

Frambjóðendur 2009         

 

 

 

 

 

 

Ég las það í Fréttablaðinu að frambjóðendur brjóti lög.. Nú stendur yfir skoðun á því hverjir fengu styrki og frá hverjum til að bjóða sig fram til Alþingis. Um er að ræða síðustu og þar síðustu kosningar. Getið var um það að Frjálslyndir frambjóðendur eða frambjóðendur fyrir Frjálslynda flokkinn væru þar á meðal. Það er vissulega tilbreyting að sá ágæti flokkur skuli nefndur með öðrum flokkum. Það er allavega ekki gert í skoðanakönnunum en hins vegar Hreyfingin sem á ekkert bakland núna en þrjá þingmenn og einn burt genginn. Svo virðist sem það sé sumum mikið kappsmál að við Frjálslynd séum ekki nefnd sem valkostur. Það er svo sem ekkert skrýtið enda höfum við verið að vara við þessu ástandi í þrjú til fjögur ár og talist nöldurs- og úrtöluseggir. Nú er verið að nota ýmsar leiðir sem við höfum bent á en því miður allt of fáar.

En hvað um það, það upplýsist hér með að ég skulda ekki skýringar á mínum málum þar sem ég var ekki í neinu prófkjöri. Nokkrir Frjálslyndir þurfa þess þ.e. þeir sem voru í prófkjöri í Norðvesturkjördæmi. Það er jafnframt upplýst hér að ég þáði ekki krónu í styrki frá einum eða neinum og bar mig ekki eftir því enda var ég á vegum flokksins eins og aðrir.  Hægt er að sjá á netinu www.rikisendurskoðun.is hverjir hafa skilað og hverjir ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þið takið ykkur vel út á þessari mynd, man vel eftir þessum þætti, horfði á hann á netinu hér í Frans. Hvernig er það annars, saltaðir þú ekki hjá afa Bjarna á Raufarhöfn? Á Hafsilfri? 

Ágúst Ásgeirsson, 6.11.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ágúst. Jú ég er nú hrædd um það. Ég saltaði oft á Hafsilfri hjá Bjarna Ben. Man vel eftir sumrinu þegar ég var tólf ára og skar nánast af mér þumalinn, einmitt á Hafsilfri. Svona er lífið skrýtið. Jónas Hreinsson, Rolling Stones aðdáandi, sendi mér þessa mynd sem hann hefur klippt úr þættinum. Hún er svolítið skrautleg. Í raun erum við bæði að svíkja lit þarna, ég í rauðum jakka og hann með rautt bindi en bæði frekar blá í pólitíkinni. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.11.2009 kl. 01:09

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Það er málið, þú ert þarna í einkennislit Samfylkingarinnar. En hann fer þér vel - og það fór ekkert á milli mála í þættinum hvar þú ert í pólitík, þannig að dressið hefur ekki átt að villa um fyrir áhorfendum. Já, Jóndi er einn líklega einn mesti Stonesaðdáandi sem til er í landinu.

Ágúst Ásgeirsson, 7.11.2009 kl. 16:42

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

haha já ég vona að það hafi nú komist til skila að ég er ekki á línu Samfylkingarinnar þó ég hefi verið í rauðu. Reyndar óþarfi að þeir geti eignað sér litinn fagra. Lit ástarinnar og lífskraftsins. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.11.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband