Leita í fréttum mbl.is

Gráðugar húsflugur.

Miðjarðarhafið heillarÞá er ég komin heim frá Tyrklandi þar sem ég spilaði golf í 8 daga, í sól og sumaryl, á dásamlegum stað sem gengur mjög nærri hugmyndum mínum um himnaríkisvist. Þrír ólíkir golfvellir og hótel upp á 5 stjörnur með leikhúsi þar sem stórsýningar voru á hverju kvöldi, barir þar sem meðal annars var boðið upp á karokee, verslunum þar sem allt var svo brjálæðislega dýrt eftir fall krónunnar að enginn keypti neitt, matsölustöðum með vestrænum mat, sundlaug og einkaströnd. Eina sem mér fannst ekki gott var að þarna voru venjulegar húsflugur (í útliti allavega ) sem bitu illilega en skildu ekki eftir neitt eitur þannig að það var bara sárt meðan þær voru að stinga mann. Þetta er ferð sem Úrval-Útsýn selur og toppar allt sem ég hef prófað hjá þeim. Ekki skemmdi nú fyrir að félagsskapurinn var góður og auk þess keppt í strandblaki með tilheyrandi stemmingu og hlátri. Við Lovísa Sigurðardóttir, vinkona mín og idol, vorum í góðum feeling og tókum hlaupasprettinn í fjöruborðinu á blautum sandinum og syntum smávegis í sjónum. Ég kynntist fullt af skemmtilegu fólki sem ég náði ekki að kveðja í ferðalok þar sem verslun í fríhöfninni tók lengri tíma hjá mér en öllum öðrum en þakka þeim hér með fyrir samveruna ef einhver þeirra skyldi villast inn á bloggið mitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sértu velkomin heim Fjallakonan góð.

NN (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það en ef ekki hefði verið fyrir barnabörnin þá held ég að ég hefði bara verið áfram ,,,þetta var líf sem alveg er hægt að venjast. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.11.2008 kl. 23:13

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Eruð þið að leita að golfkúlunni þarna í flæðarmálinu, eða hvað?

Ágúst Ásgeirsson, 15.11.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl kæra vinkona.En hvað ég skil flugurnar í Tyrklandi vel að vera innan um svona"kroppa".Það er af sem áður var.Nú má bara kíkja en ekki þreyfa og allsekki klípa.Það er mikið lagt á mann í ellinni.En að öðru.Það er nú svo komið í tækjamálum hjá mér(nú má ekkert misskiljast)að sum eru bilaðri en önnur.Fjand... Cd spilarinn hefur verið bilaður hjá mér um hríð.Og ég hef ekki drattast með hann í viðgerð.Þessvegna hef ég ekki kynnst þér eins vel sem skildi.Ég fer ekki nánar út í það mál.Sértu,mín kæra vinkona ávallt kært kvödd héðan úr Caprí Norðursins

Ólafur Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha góðir báðir tveir.. Það mætti alveg halda að við værum að leita að kúlum í sjónum en málið var að það var svo hrikalega erfitt að fóta síg þarna þar sem botninn var oddhvasst grjót þar til maður komst á flot til að synda. Skemmtileg athugasamt hjá þér Gústi. Jæja tæki og tól farin að bila hjá þér Ólafur minn. Er það diskadrifið í tölvunni sem spilar ekki. Það sama er að hjá mér ég get ekki opnað diskadrifið og er að fara að kaupa nýtt fljótlega( á ekki að kosta mikið). Reyndar líka bilaður DVD spilarinn sem tengist sjónvarpinu hjá mér og ég kaupi mér annan í fríhöfninni næst.  Ég er búin að vera á  haus í vinnu núna undanfarið  eða þar til í dag og léleg að blogga. Bæti úr því fljótlega. bestu kveðjur til ykkar. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.11.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband