Leita í fréttum mbl.is

Að breiða út boðskapinn

Skemmtileg sending frá elskulegri dóttur minni í dag sem sýnir vel hversu erfitt er að sanna kenningar Biblíunnar.

Hver var hann ?

Þrjár sannanir fyrir því að Jesú var mexíkani.

- Hann hét Jesú

- Hann talaði tvö tungumál

- Hann hafði aldrei frið fyrir yfirvöldum


Sömuleiðis eru líkur á því að Jesú hafi verið svertingi.

- Hann kallaði alla 'bræður sína'

- Hann var hrifinn af gospel

- Hann fékk aldrei sanngjarna málsmeðferð hjá yfirvöldum


En það gæti líka vel verið að hann hafi verið Gyðingur.

- Hann fetaði í fótspor föður síns

- Hann bjó heima þangað til að hann var 33 ára

- Hann notaði ólífuoliu


Þrjár sannanir sem sýna sterklega að Jesú hefði vel getað verið ítalskur.

- Hann baðaði út höndunum þegar hann talaði

- Hann drakk vín með hverri máltíð

- Hann var viss um að mamma sín væri hrein mey og mamma hans var viss um það að hann væri Guð.


Þrír möguleikar sem sýna að hann hefði getað verið frá Kaliforníu.

- Hann lét aldrei klippa sig

- Hann gekk berfættur

- Hann lagði grunn að nýrri trú


En það er þó mjög líklegt að hann hafi verið Íri.

- Hann giftist aldrei

- Hann elskaði að vera úti í náttúrunni

- Hann var sífellt að segja sögur


EN....það líklegasta er að Jesú hafi verið KONA.

- Hann var neyddur til að fæða fjölda manns án fyrirvara, þótt ekki væri nokkur matur til !!!!!!

- Hann reyndi að láta rödd sína heyrast meðal fjölda karla sem ekki föttuðu baun.

- Þrátt fyrir að hann væri dáinn, varð hann að rísa upp aftur því það var meira sem hann átti eftir að gera !!!!!!!!!!


Þess vegna skaltu senda þetta til allra kvenna svo þær skilji að þær eru enn guðdómlegri en þær héldu ....

Geri það hér með ...amen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Býsna glúrið - en er hér ekki gengið of langt í fórnarlambavæðingu kvenna!!!

Ágúst Ásgeirsson, 9.9.2008 kl. 19:20

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk Hippó... jú Gústi minn stundum fer ég yfir strikið og viðurkenni það alveg hahahah kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.9.2008 kl. 00:19

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þetta var nú bara í gríni sagt. Það eru ágætar pælingar í textanum. Konur eru í flestu körlum betri, nema kannski ekki í að skipta um dekk. Án þeirra væru karlar heldur ekkert. Punktur! 

Ágúst Ásgeirsson, 10.9.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

klukk

Georg Eiður Arnarson, 10.9.2008 kl. 14:12

5 Smámynd: Snorri Gestsson

Hann gæti nú líka hafa verið íslenskur sjóari ;

fyllti bátinn af fiski ;

hélt sjó þar til lægði ;

og elskaði konur !!!!!!!!!!!

Snorri Gestsson, 10.9.2008 kl. 15:06

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já gott innlegg hjá þér Snorri það er nú rétt að bæta þessu inn í upptalninguna. Svara klukkinu seinna Georg. Gústi ég lenti í því fyrir nokkrum dögum að það púnteraði hjá mér á nýja jeppanum og ég mátti rífa allt golfdótið, fjallaskóna og leikfimidótið út í vegakant og sækja dekkið. Náði því upp úr botninum á skottinu og fann tékkinn. Þegar ég ætlaði að fara að setja tékkinn undir bílinn fann ég ekki "stæðið " fyrir hann og lá þarna í götunni að þreifa á undirvagninum þegar Samverji miskunnaði sig yfir mig og ég sver það að næst þá get ég gert þetta ein ef ég næ rónum af. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.9.2008 kl. 17:52

7 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Gaman að því að þú segir "púntera", það er mér eðlislægt líka, enda hét það ekki annað í okkar ungdæmi nyrðra. Sunnanmenn skildu mann ekki þegar maður sagði að púnterað hafði hjá manni. Svo maður var eiginlega búinn að venja sig af því að nota þetta ágæta orð! Gott hjá þér að viðhalda því!

Ágúst Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 17:53

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Kolla, já konur eru menn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.9.2008 kl. 00:52

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hi Já Gústi ég hef hangið á þessu púntera eins og hundur á roði þó fólk hvái yfirleitt. Er þetta ekki bara dönskusletta?. Eitt af þessum norðlensku sérkennum mínum. Ég nota líka oftast "bekkjaría" en ekki borðtuska.

GMaría : Takk fyrir síðast. Já konur eru líka menn en ef þú ert að skírskota til orða Gústa þá hugnast mér þau ágætlega þ.e. að þeir væru ekkert án okkar. Í tilefni af því læt ég eina af mínum uppáhaldsvísum fylgja hér á eftir.

Karlamanns þrá er , vitum vér,

vefja svanna í fangi.

Kvenmanns þráin einkum er

að hann til þess langi.

H.Hafstein.

kveðjur til ykkar Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.9.2008 kl. 16:22

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hi Hanna Birna. Gaman að fá komment frá þér. Já frímúrari  þú ert að vísa í bókina Da Vince lykillinn? Frábær bók sem frelsaði mig alveg og sannfærði mig um að upphaflega var það kona sem var æðst í trúnni en það hentaði þess tíma pólitík betur að hafa karlinn og því varð Jesú nr. 1. Sú pólitík er enn við lýði.

Sjáumst á mánudaginn eða hvað? kveðja til þín Kolla.  

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.9.2008 kl. 17:37

11 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 17.9.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband