Leita í fréttum mbl.is

Leggjabrjótur

GlymurÁ laugardaginn fór ég í gönguferð upp frá Botni í Hvalfirði og kíkti á hæsta foss landsins, Glym. Veðrið var alveg frábært og umhverfið æðislegt. Nokkur fjöldi fólks var á gönguleiðinni bæði að koma og fara og misvel útbúinn fyrir gönguna. Ég var bara á strigaskóm og  hafði enga göngustafi en það mun ég ekki láta koma fyrir aftur. Á ákveðnum tímapunkti var ég viss um að nafnið á þessari gönguleið væri dregið af því að menn slyppu ekki óbrotnir frá henni en það gerði ég nú sem betur fer. Eftir gönguna skellti ég mér í sumarbústaðinn til systur minnar í Hvítársíðu og naut góðra veitinga og félagskapar þeirra hjónakornanna.  Á leiðinni heim sá ég að bíll hafði velt í einu hringtorginu í Mosfellsbæ og var hann alveg á toppnum.  Nú óttast ég að hraðatakmarkanir  á hringtorgum verði lækkaðar í framhaldinu.

Það væri bara eftir öðru í umferðinni. Police


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heil og sæl Kolbrún og kærar þakkir fyrir línurnar í gestabókinni!

VAr að sjá þetta rétt áðan, svo latur að kíkja hvort eitthvað sé þar að lesa.

Fyrir nokkrum árum kom út safn gott með vísum Egils heitins, þar sem vísurnar um Raufarhöfn eru að sjálfsögðu og ég held bara að einhver viðbrögð, kannski heimavarnarvísan, hafi verið prentuð þar með líka. En man þetta þó ekki glögglega.

Í textanum með vísunum um Raufarhöfn, (eru tvær) minnir mig sömuleiðis að komið hafi fram að hann var ekki sáttur við vinnu sem hann stundaði í bænum, við höfnina, en hvort hann var annars sáttur við dvölina getur jú alveg verið rétt hjá þér!

Takk aftur fyrir línurnar og vísuna.

Magnús Geir Guðmundsson, 7.7.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Egill orti.....

ég vinn fyrir matnum á mannlegan hátt

og mun líka greiðann að fullu

en get ekki lofað þann guðlega mátt

sem gerir allt löðrandi í drullu.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.7.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl kæra bloggvinkona!Kvitta fyrir innlit.Ég átti þessar vísur uppskrifaðar en vissi aldrei hver hefði ort þær.Hjá mér eru þær 3.Eru þær þá eftir 2 menn.Sú 1sta byrjar:"Þú ert rassg.. Raufarhöfn"Önnur:"Þó Raufarhöfn eigi engan andlegan auð"og sú 3ja:"Ég vinn fyrir matnum á mannlegan hátt"Voru þetta 2 skáld og hvað heita/hétu þeir þá.Ávallt kært kvödd 

Ólafur Ragnarsson, 9.7.2008 kl. 20:36

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já sæll Ólafur. Egill Jónasson frá Húsavík sótti atvinnu í síldina á Raufarhöfn eins og svo margir ungir menn í þá daga. Ekki var það tilhlökkunarefni að öllu leiti t.d. var þar slógvatn og drullupollar um allar götur og óþefurinn úr verksmiðjunni loddi við allt og alla dragúldinn á stundum. Hann orti þessa frægu Raufarhafnarvísu þegar hann var að fara þaðan eftir langt sumar. Heimamenn urðu sárir og einn sem var afar hagmældur og alltaf með vísur á hraðbergi svaraði honum með vísunni " Þó Raufarhöfn skorti allan andlegan auð...os frv. sá  hét  Sigurður  Árnason og afi Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar, giftur Þrúðu systir afa míns.  Vísurnar urðu aldrei nema þrjá en eins og þú sérð hér að ofan svaraði Egill af snilld og kenndi guði um allt saman og allir skildu sáttir  bestu kveðjur til þín

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.7.2008 kl. 22:58

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heil og sæl!

EGill var auðvitað afburða hagyrðingur, það varð öllum ljóst er kynntust hans kveðskap.

En svona í léttum dúr til þín!

Viljug snót ei vílar hót,

valsar skjót um urð og grjót.

Léttum fót já lagði mót,

Leggjarbrjót að fossins rót!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.7.2008 kl. 01:52

6 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sæl Kolla. Ég ætla að fara Leggjabrjót í ágúst. Hlakka mjög til - enda hef ég ekki farið þessa leið. Ég hef aftur á móti farið nokkrum sinnum upp með Glym; upp á fjallsbrúnina og sú leið er ægifögur en svolítið víðsjárverð og ekki fyrir lofthrædda. Reyndar er ég mjög lofthrædd en læt mig hafa það aftur og aftur að takast á við þessa fóbíu. Nú er ég á leið á Hornstrandir og vona og við að þar bíði mín ekkert "lofthræðsludæmi."

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 10.7.2008 kl. 12:33

7 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl aftur.Takka greinargott svar.Ég sé ekki betur en hinn ágæti Magnús Geir vilji fara að kveðast á við þig.Falleg íþrótt sem er,að ég held að deyja út.Ég bíð spenntur eftir svari frá þér til hans.Sértu ávallt kært kvödd.

Ólafur Ragnarsson, 10.7.2008 kl. 13:41

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei, engin þörf að svara, bara létt gaman að minni hálfu og engin áskorun fólgin í því, þó auðvitað flestir sem geti eigi að "Slá í sinn kviðlingsklár" sem mest og oftast!

og ég held reyndar að enn sé töluvert líf í þessari gömlu þjóðaríþrótt, ástandið sé ekki alveg svo slæmt sem Ólafur heldur!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.7.2008 kl. 15:02

9 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Smá viðbót um húsvíska skáldið. Mér var einhvern tíma sagt, er ég spurðist fyrir um skáldskapinn, að hann hafi verið latur til verka og ekki haldið lengi út í síldarverksmiðjunni. Rétt er hins vegar að Egill  var hagmæltur vel, það fer ekki milli mála.

Ágúst Ásgeirsson, 10.7.2008 kl. 16:44

10 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Já Magnús ég var nú bara að grínast við Kolbrúnu.En gaman að heyra að þetta með kveðskapinn er misskilningur hjá mér.Verið kært kvödd öllsömul

Ólafur Ragnarsson, 10.7.2008 kl. 17:56

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Komið þið sæl. Það er naumast vísa og alles.... Ég er ein af þeim sem er mjög veik fyrir vísum og áskorunum þannig að ég er nú fegin að sjá að Magnús dregur í land annars hefði ég hellt mér út í kveðskap án þess geta nokkuð í hann.  Þessi vísa er alger snilld það þarf ekki sérfræðing til að sjá það. Veit ekki hvað þessi bragháttur heitir. Ég hef nú fengið nokkrar vísur á og um mig um dagana en enga svona dýrt kveðna....

Þessa vísu þykir mér

 þægilegt að bera,

 Ómæld gleði ávllt er

umrædd "snót "að vera.

Takk fyrir þetta Magnús.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.7.2008 kl. 18:49

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ragnheiður það er flott að klifra þarna upp og njóta veðurblíðunnar en eins gott að fóta sig vel. Ég er rétt að byrja í þessum fjallgöngum núna á gamals aldri. Ég vona að ég drífi mig einhvertíma á Hornstrandir en ég er mjög lofthrædd líka. Var ofsalega flughrædd en læknaði það með því að læra flug og vonandi lækna ég þetta líka með því að pína mig áfram í prílinu. Njóttu ferðarinnar mín kæra.

Ágúst ég heyrði þetta líka með Egil en held að hann hafi alltaf verið að yrkja og því lítt haft hugann við verk sín

Ólafur minn elskulegi bloggvinur ég skal nú bara punda á þig vísu einhvertíma og egna þig til að svara. hahaha  knús á línuna Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.7.2008 kl. 19:01

13 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl kæra (blogg)vinkona!Maður er alltaf að kynnast nýjum frábærum hliðum á þér.Vísan er frábær.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 10.7.2008 kl. 20:30

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ágæta Kolbrún!

Hafðu kæra þökk fyrir sjálf, þú gafst mér gott yrkisefni að moða úr!

En ég roðna bara sveinungin af slíkum faguryrðum í minn garð, ekki á hverjum degi sem merkar og hagar konur sem þú, láta slíkt falla mér í skaut!

og sem Ólafur segir, fín vísa, ekki verra nei þó kvikni vísnaglóð þótt ég hafi sem ég sagði alls ekki verið að kalla á andsvar!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.7.2008 kl. 17:22

15 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir. Takk takk.  Þetta er nú bara toppurinn á ísjakanum Ólafur minn  hhahaha rosa eruð þið nú skemmtilegir að mæra mig svona . En eins og ég segi ég elska vísur og fagna þeim við öll tækifæri. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.7.2008 kl. 21:37

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Um Egil er annars rétt að greina frá, að hann var ekki frá Húsavík þótt þar hafi hann eytt stórum hluta sinnar ævi og látist þar. (og t.d. oftast nefndur Egill Jónasson á Húsavík er vísur voru kenndar við hann) Egill fæddist á bænum Tumsu í Aððaldal þar sem foreldrar hans bjuggu, en auk vinnu m.a. á Raufarhöfn og víðar, var hann bóndi í Hraunkoti í Aðaldal.

Hvað svo varðar bragarháttin á vísukorninu mínu, þá er hann að upplagi hringhendur, með bæði mið- og endarími, en þar sem rímið er hið sama í báðum tilfellum, gæti þetta kallast alrímuð hringhenda, en það er nú líkast til ekki alveg rétt skilgreining.

Þetta er svo sömuleiðis ekkert nýr háttur, til dæmis er ein af þekktustu vísum þjóðskáldsins Einars Ben. í nokkuð sama stíl.

Láttu smátt, en hyggðu hátt.

Heilsa kátt, ef áttu bágt.

Leik ei grátt við minni mátt.

Mæltu fátt og hlægðu lágt.

Magnús Geir Guðmundsson, 11.7.2008 kl. 21:46

17 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já það er rétt að Egill var ekki Húsvíkingur en ég vissi aldrei hvaðan hann var frá. Ég hélt þessi bragháttur kallaðist kannski oddrím eða oddarím þar sem miðrím rímar líka við endarím. En pældu í efni vísunnar frægu. Hún held ég að hafi haft mótandi áhrif á viðhorf fólks á síðustu áratugum. Ég get ekki tekið undir nema eina setningu í henni og gettu hver hún er. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.7.2008 kl. 22:02

18 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sko til fjallganga og heill vísuþráður, en gaman.

snilldarkveðskapur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.7.2008 kl. 23:56

19 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Alger snilld

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.7.2008 kl. 00:00

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Leik ei grátt við minni mátt.?

Liggur það ekki í augum uppi þegar Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar á í hlut?

Mælir örugglega hvorki fátt né hlærð lágt, er eiginlega alveg viss um það mín kæra!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.7.2008 kl. 02:47

21 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ýsa var það heillin ....Það hefur þó ekkert með Sjálfsbjörg að gera ég hef alltaf verið svona og það er einn af mínum veikleikum að geta aldrei litið undan í þannig málum.. Vona að þú farir ekki að tíunda ókostina mína í sérfærslu... Þú hefur samt stríðnispúka á öxlinni eins og ég sbr. "strigaskóna" ég fékk stórt hláturkast og hló minum skessuhlátri hér heima og skemmti mér vel. Reyndar fanns mörgum félögum mínum ég tala heldur fátt í kosningabaráttunni hahahah kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.7.2008 kl. 11:49

22 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér datt í hug þegar ég sá áhugamálið þitt Kolbrún:

Kolbrún kyrjar alla daga

kvæði eftir andans menn.

Þá var alltaf segin saga

sögð og verður lengi enn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.7.2008 kl. 12:51

23 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Heimir. Gaman að sjá þig hér þrátt fyrir heitingar um annað

Eins og þú kannski sérð ef þú kíkir á mig betur þá hef ég ótal áhugamál en sinni þeim misvel. Þessi fína vísa þín gefur ekki beint til kynna hvaða áhugamál þú meinar. Giska þó á að það sé gönguferðin á Glym sem lét svo lítið yfir sér en ræsir fram hvert stórskáldið af öðru. Því datt mér í  hug eftirfarandi:

Ótalmargt minn heillar huga

hjarta fáir hræra hót.

Æði lengi ætti að duga

upprifjun um Leggjabrjót

Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.7.2008 kl. 20:54

24 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sinn er nú hver ókosturinn Kolbrún góð og veikleikin, en mega ekkertr aumt sjá?

Held nú að þú sért of lítillát fyrir eigin hönd, að dæma svo.

En það er hins vegar fyrir mig bæði heiður og ánægja að geta glatt einhverja með blaðrinu í mér og sem ég hef áður margsagt hygg ég, þá er þetta líka bara svo skemmtilegt og hollt fyrir heilan að auki!

En jújú, í mér leynist stundum stríðnispúki, ef ekki bara fól, sem stundum lætur á sér kræla og þá jafnvel þegar "eigandin" á síst von!

En svo ég gerist nokkuð djarfur og leiðinlegur kannski líka, þá voruð þið "heimsfrægi" bílstjórin Heimir, örlítið ónákvæm í vísunum ykkar hvað stuðlasetninguna varðar, hann með hana á reiki í fyrstu hendingunni, en þú með hana ofhlaðna í fyrripartinum, sem annars má með öðrum orðum skýra svona!

Á vísnafáki fráum,

fékkst þér góðan sprett.

Þó heldur mörgum H um

hafir reyndar skvett!

En alltaf gaman þegar sem flestir glíma við rímnalistina!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.7.2008 kl. 02:25

25 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Guð hjálpi þér ég lítillát ó nei. Ég held mig samt við það að það er ókostur að geta ekki látið hluti kyrra liggja á stundum. Ég lenti í andstöðu við hóp um daginn sem mér fannst fara langt yfir strikið gegn einum aðila og gat ekki þagað þó það sem ég sagði hefði engin áhrif á gang málsins. Þetta er náttúrulega bara heimska. En nóg um það. Ég veit að það var auka hljóðstafur í vísunni en í fljótheitum fann ég ekkert orð sem sagði það sama þ,e, að ég fell ekki auðveldlega á tilfinningasviðinu en mjög opin fyrir nýjum áhugamálum.  Getur maður ekki fengið skáldaleyfi á reglurnar líka hahahah. Takk fyrir flotta vísu með réttu rími og hljóðstöfum og öllu sem prýða má vísu þ,e, meining líka. Svona á að leiðbeina fólki Ég gerði einu sinni brag um merina mína sem ég átti, Litlu Jörp, og það væri gaman að fá þig til að dæma þær vísur en það var ein um hvern gang í skepnunni. Nú á ég teig eftir smástund í Meistaramótinu hjá GR og kveð þig kæri bloggvinur. Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.7.2008 kl. 10:12

26 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég var nú bara að hugsa um samhengið "að mega ekkert aumt sjá", finnst þú bara meiri af sem aðrar þannig góðar manneskjur, að hafa slíkt lífsviðhorf!

Jújú, mátt auðvitað, sem og hann Heimir, yrkja með öllum leyfum, en ég gerist svona djarfur stundum við fólk þegar ég sé það eða heyri henda fram kviðlingum, en þá alltaf í góðu og endurtek það svo sjaldnast aftur.

Myndi glaður já vilja sjá vísurnar þínar um merina góðu, en þú ert greinilega já kona "ekki við eina fjölina feld", golf, hestar, glug og framkvæmdastjórn, vísnagerð og vafstur pólitískt og er þá sjálfsagt ekki nærri allt upp talið!?

Netfangið mitt er:

mgeir@nett.is.

En skorið þitt var ekki komið inn áðan í GR mótinu, hvernig skildi nú fraukunni frjálslyndu hafa gengið?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.7.2008 kl. 19:08

27 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Æ það rigndi eldi og brennisteini á mig í allan hringinn og ég hef aldrei verið svona rennblaut eins og í leikslok. Skipti fimm sinnum um vettling Ég fór á 99 höggum 52 fyrri og 47 seinni. Það gengur vonandi betur á morgun en þó er farið fyrr af stað og það er oft erfitt að byrja snemma. Ég var þó ekki nema 9 höggum verri en sú besta í mínum riðli. Sendi þér ljóðið síðar í von um að fá hreinskilið komment á það.  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.7.2008 kl. 21:48

28 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð!

Hátt skor já, en ekki von á öðru ef rignir ekki bara vætu heldur eldi og brennisteini líka haha!

Vonandi já gengið bbetur í dag. Vissulega gildir að, "Engin er verri þótt hann vökni", en slíkt samt ekki mjög æskilegt í golfinu.

Verður já svo örugglega gaman fyrir mig að ´rýna í kveðskapin, verð áreiðanlega harður og hreinskilin sem væri ég Jón Viðar!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 14:41

29 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Heil og sæl.Það er með ólíkindum gaman og fróðlegt að fylgast með skrifum ykkar.Haldið áfram á þessari braut.Ávallt ært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 14.7.2008 kl. 16:24

30 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það minn kæri Ólafur. Hann er nú ekki í lagi þessi Magnús

Magnús: Nei það er alveg hundómögulegt að vera að spila í rigningu og roki því þá stífar maður upp alla vöðva (flesta  ) og nær ekki eðlulegri sveiflu og þá fer allt að ganga illa, átök og læti. Í dag fékk ég meira að segja tvö högg í víti fyrir að brjóta staðarreglur helv.... óheppni.. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.7.2008 kl. 20:58

31 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ææ, leitt að heyra, en enn er einn hringur eftir eða tveir ekki satt?

Annars eru þeir heldur slappir þarna há GR að skrá skor dagsins, fyrsti hringurinn þinn og annara kvinna í 50+ var ekki enn komin seint í gærkveldi þegar ég athugaði og því fór stríðnispúkin á kreik og ég sendi inn fyrirspurn á síðunni þeirra hvort það væri hefð að skrá ekki skor dagsins samdægurs?

Einhver kannski móðgast, allavega ekkert svar komið!

Og alveg laukrétt, maður eins og ég auðvitað ekki í lagi haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 23:06

32 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 kræst ekki skoða skorið mitt í dag. Fékk þvílíkt í bakið og fór á 108 höggum. Fékk bæði nudd og voltarin (?) hjá meðspilurunum en gat aldrei klárað framsveifluna. Gremjulegt en samt miklu skemmtilegra í dag en í gær og veðrið ágætt nema vindurinn var svolítið að taka boltann. Ég er ein af þeim sem er frekar högglöng og slæ háa bolta og það er ferlegt í svona vindi. Lenti tvisvar out of bounds og var þrisvar of löng og lenti í víti út af því, þannig að það voru allavega  8 högg bara ónýt út af svoleiðis vitleysu.  Það gengur bara betur næst og gott þegar maður veit sjálfur að maður á mikið inni eins og sagt er stundum.. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.7.2008 kl. 17:19

33 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl mín kæra vinkona.Þó ég hafi ekkert vit á golfi hef ég ánægju af þessum skrifum ykkar,einkum er ljóðin eru látin fylgja með.Þessi Leggjabrjótur hefur aldeilis dregið"dilk"á eftir sér.Kærar þakkir og verið ávallt kært kvödd.

Ólafur Ragnarsson, 15.7.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband