Leita í fréttum mbl.is

Hanna Birna mætt til leiks

 Velkomin Hanna1

Hanna Birna Jóhannsdóttir varaþingmaður hefur nú sest á þing í fjarveru Grétars Mar Jónssonar. Hanna Birna er stuðningsfulltrúi og búsett í Vestmannaeyjum. Hún er önnur konan sem kemur inn á þing á þessu kjörtímabili fyrir Frjálslynda flokkinn og vonandi fá fleiri konur tækifæri til að spreyta sig í þessu starfi og máta sig við sali Alþingis. Ég óska henni góðs gengis og vona að henni eigi eftir að líða vel á þessum vettvangi, en það var á henni að  heyra í gær að henni hafi verið vel tekið af þingmönnum.  Ég er afar stolt af þessari glæsilegu konu og finnst hún flottur fulltrúi okkar frjálslyndra bæði innan og utan þingheims.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Tek undir með þér.Kannske verðiði saman í þingflokki eftir rúm 3 ár hver veit? Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 7.2.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Til hamingju með fjölgun kvenna þó tímabundið sé. Veit að ykkur mun ganga vel

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.2.2008 kl. 01:04

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekkert bendir til þess að Frjálslyndiflokkurinn komi nokkrum manni á þing í næstu kosningum ef hann heldur uppteknum hætti. að tala fyrir þjóðnýtingu aflaheimildanna.Slíkt myndi þýða hrun á landsbyggðinni og hruni í fjármálastarfsemi.Hætt er við að einhver bankastarfsmaðurinn þurfi þá að taka pokann sinn,þótt ekki sé það sjópoki.Þá er eins gott að kunna eithvað annað en að vinna í banka.

Sigurgeir Jónsson, 10.2.2008 kl. 00:47

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurgeir. Þakka þér fyrir að kommenta hjá mér. Ég hef oft lesið komment (athugasemdir) frá þér hjá öðrum. Ég hef nú starfað í banka í yfir 25 ár og þekki pínulítið til þar. Sá geiri fellur ekki á næstu árþúsundum :) , enginn sem þarf að taka pokann sinn þar og by the way, ég hef ekki sagt að sjómenn þurfi að taka pokann sinn heldur að margir þeirra geti ekki losnað úr vistinni vegna sérhæfingar og skorts á atvinnumöguleikum. Sem sagt að þeirra þekking og þrautseygja ekki mikils metin á vinnumarkaði í landi.Landsbyggðin er á fallanda fæti nú þegar og tillögur okkar hafa beinst að því að byggja hana upp. Ég kann að vinna og hef auk þess loforð frá Sigurði skipstjóra um pláss ef illa fer. Verst að ég veit ekki á hvaða bát. :) Ber að skilja þig þannig að þú ætlir ekki að kjósa Frjálslynda næst ; )  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.2.2008 kl. 13:00

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Kolla.Ég er mættur aftur og nú til að rífa kja..,Af hverju birtist myndin af Hönnu Birnu á blogginu þínu ekki hjá mér.Ef svo vildi ekki til að önnur mynd sem  frá Barcelóna birtist ekki heldur hjá mér hefði ég haldið að Hanna Birna afneitaði öllu slagtogi við mig,Allar aðrar myndir koma fínt út,Það er bara H.B og Barcelona sem klikka,.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 11.2.2008 kl. 01:40

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll vertu og velkominn aftur á bloggið. Það er skýring á þessu með myndirnar en hún er sú að ég vistaði þær beint inni í stað þess að sækja í skrá. Þær voru bara svo stórar að þær komu ekki upp. Búin að laga þetta fyrir þig. kveðja til þín Kolla p.s.  flott mynd af þér :)

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.2.2008 kl. 18:47

7 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Hvaða ruglukollur talar svona ekki maður sem tekur sig alvarlega.Hver borgaði fyrir kvótann í upphafinu það var enginn sem borgaði fyrir hann,Halldór Ásgrímsson gaf mönnum og sjálfum sér þetta,hvaða rétt hafa menn til slíks athæfis.Hvar þekkist það á byggðu bóli að fólk í iðnaðarstéttum fái gefins hráefni til að starta á það er hvergi og á heldur ekki að vera í sjávarútvegi og alls ekki þar því þar eru líka fleiri einstaklingar sem kunna ekkert með þetta hráefni að fara,eins og hefur sínt sig á undanförnum árum brottkasti óteljandi tonn hafa farið þannig,því miður er margur sem hefur farið um auðlindina eins og ruslahaug.Þar er enginn undantekinn.F-listinn lifir fyrir sjávarútveg og á sjávarútveg,þau hafa þorað að taka á þessu kerfi og vonandi halda því áfram og láta innflytjandamál eiga sig.Betra að vera með færri málaflokka og gera vel en fleiri og illa.

Guðjón H Finnbogason, 11.2.2008 kl. 20:59

8 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Kolla mín!Nú kann ég betur við þetta.Þau eru flott saman.Þakka hý orð um myndina af mér.Þetta er nokkra ára gömul mynd.Ástæðan fyrir myndbreytingunni er sú að gömul vinkons fylgist með blogginu mínu les það og komenterar það svo símleiði svona af og til.Um daginn spurði hún mig:"Áttu ekki skárri mynd af þér en þessa á blogginu.Þú lítur eins afdalakall með þennan fja.....hattskúf á hausnum.Maður er orðin leiður á þessari"".Nú ég setti nýlega mynd af mér.Og ég get svarið að það var komið fram yfir miðnætti þegar þessu myndabauki lauk.Hringir þá ekki símimn og í honum vinkona mín."Ég veit þú ert vakandi.Þarftu nú endilega auglýsa hvað þú ert orðin"agalega"feitur Ólafur!!!""Með mikilli áherslu á nafnið.Nú svo fóru  næstu klst í aðra myndbreitingu.Hef ekki heyrt í henni síðan, og ef hún heldur ekki kja... yfir þessari set ég inn mynd af mér sem var tekin þegar ég var tveggja ára.Ég var alltof lengi fjarverandi frá landinu til að botna nokkuð í þessum  kvótamálum svo ég get lítið blandað mér inn í þá umræðu.En held þó að Guðjón H hafi nokkuð mikið til síns máls.Kært kvödd.

Ólafur Ragnarsson, 11.2.2008 kl. 23:30

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

:) amen Guðjón ;)

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.2.2008 kl. 23:35

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolla og takk fyrir síðast á þorrablótinu.

Þú varst frábær, kynntir alla með slíkum kveðskap að varla verður til þjóðlegra þorrablót.

Það er heiður að fá Hönnu Birnu á þing , hún er kjarnorkukona.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.2.2008 kl. 01:00

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála Guðrúnu Maríu , kolla þú varst allgerlega frábær , takk fyrir mig .

Georg Eiður Arnarson, 19.2.2008 kl. 07:48

12 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Tek undir þetta Kolbrún það er frábært að Hanna Birna setjist á þing. Hún kemur frá Vestmannaeyjum og er kona með mikla reynslu úr atvinnulífinu og þekkir vel til sjávarútvegsins Við ætlum jú að tvöfalda þingmannafjöldann  í næstu kosningum þess vegna er gott að varmenn fái aðeins að upplifa hvernig þessi annars ágæti vinnustaður virkar  

Grétar Pétur Geirsson, 19.2.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband