Leita í fréttum mbl.is

Ég sem elska sjómenn : )

 2007 252                                                    

 Sæll Hjörtur. Ég var með komment inn á síðuna þína um daginn og sé að menn hafa tekið vel undir með okkur og komið með sínar skoðanir. Ég hinsvegar frétti ekki af þessu fyrr en núna áðan og ætlaði auðvitað að svara en þá er allt lokað hjá þér og því skelli ég þessu bara á mína síðu. Mig langar til að það komi fram að ég lít ekki niður á sjómenn og er ekki snobbuð. En allt ill annað má svo sem um mig segja. Ég held að fáir standi eins nærri sjómannastéttinni og ég fyrir utan þá sem eru sjómenn og hreinlega með saltið í blóðinu. Ég naut þess heiðurs að flytja hátíðarræðu á sjómannadegi á Hellissandi þegar ég var búsett þar. Ég var gift trillusjómanni  í 26 ár sem er harðduglegur, fiskinn og  af miklu sjómannakyni frá Grenivík. Ég þekki líka "Hlöllana" frá Grenivík ágætlega og veit að það eru miklir aflamenn og góðir sjómenn. Allflesta  útgerðarmenn og sjómenn á Hellissandi og Ólafsvík kannast ég vel við og þó víðar væri leitað. En ég veit líka hvernig það var hjá karlinum mínum að fá vinnu þegar búið var að sverfa svo að trillukörlum að þeir máttu róa örfáa daga á ári og því ekkert að gera nema hætta til sjós. Ég veit um nokkra vel menntaða sjómenn sem vinna t.d. við netasölu eða á bensínstöðvum og þá er það allt annað kaup en þeir voru vanir og óttalegt hangs, " varla vinna"  segja þeir stundum. Mjög margir sjómenn sem ég þekki byrjuðu ungir á sjónum og hafa átt erfitt með að breyta til og fá störf við hæfi í landi. Bæði vegna þess að þar eru launin allt önnur en þeir hafa haft hjá góðum og fengsælum skipstjórum og útgerðum og eins er ekki allsstaðar atvinna í boði. Hvað er t.d. fyrir sjómenn að gera í landi á Raufarhöfn þar sem ég er uppalin, nánast á bryggjusporðinum frá unga aldri. Hvað er fyrir þá að gera í Ólafsvík og Rifi þar sem ég hef lifað og hrærst meðal sjómanna í 7 ár. Þegar ég  var útibússtjóri hjá Landsbankanum bæði fyrir vestan í 7 ár og eins hér í Reykjavík í 10 ár þá komu oft til mín sjómenn sem sögðu þetta sjálfir og meira að segja skipstjórar."Ég hef alltaf verið á sjónum og kann ekkert annað og get ekki fengið vinnu í landi".Mér sýnist að menn hafi tekið orð mín þannig að ég haldi þessa menn duglausa og þess vegna ekki getað neitt annað en það er öðru nær enda vita það allir að vinna til sjós er ekki fyrir hvern sem er og varla kvenmannsverk. Ég held að ég gæti ekki starfað við það þó ég hafi verið að grínast með það sem háð í blogginu. Ég er ekki hissa þó sumir komi ekki fram undir nafni í kommentunum og svara þeim aðilum ekki öðruvísi en þannig að flestir sjómenn sem ég hef umgengis hafa góðan húmor bæði fyrir sjálfum sér og öðrum en það hefur "Sigurður " greinilega ekki. Það er vitað að ungir menn gera sér grein fyrir því þegar þeir huga að námi að það er betra að fara í vélstjórann en stýrimanninn upp á atvinnumöguleika  þegar þeir vilja koma í land. Að lokum er víst réttast að taka það fram að ég er á eigin vegum á þessu bloggi og tel það mín mannréttindi að hafa skoðanir , byggðar á eigin reynslu, þó þeir sem annars tilheyra Frjálslynda flokknum skammist sín kannski fyrir þær og þó ég sé mjög jafnréttissinnuð þá er ég ekki femínisti. Svo legg ég til að þú lengir hjá þér athugasemdatímann Hjörtur því það eru ekki allir alltaf á vaktinni. En það var gaman af þessari uppákomu þó vitlaus sé :) . Kveðja Kolla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eitt sinn sagði formóðir okkar: "Þeim var ég verst er ég unni mest"  Og að þeim orðum sögðum fyrirgaf þjóðin henni og sjálf Íslandssagan. Þúsund árum síðar endurtekur þú leikinn.

Sigurður Þórðarson, 4.2.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er mikið til í þessu,ég get sagt það af því ég þekki það sjálfur ég hef komið í land og ætlað að vinna en það er ekkert hlaupið að því þó er ég lærður í þeirri grein sem ætti að vera sama hvar maður væri en það er bara við erum oft teknir sem annarflokks manneskja.Síðast var ég í landi í 18 mánuði og var feginn þegar ég komst um borð í skip.

Guðjón H Finnbogason, 5.2.2008 kl. 11:48

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Tryggvi ... ég er nú ekki viss hvort þér finnst það gott mál ef mið er tekið af kommenti Sigurðar Þórðarsonar ;) ... Það er óvíst að ég komist í þá aðstöðu sem Auður Djúpúðga var í að vera hafnað af karlmanni og láta drepa hann fyrir það eitt en ég á kannski eftir að komast á spjöld sögunnar fyrir eitthvað annað :) :) .. En víst hef ég elskað og tregað eins og hún og skil hana vel því sumum hef ég verið óskaplega góð ;) án þess að það yrði metið að verðleikum. Guðjón þú ert kjarkaður að koma bara með sannleikann matreiddan eins og ég var að reyna. Þú ert kannski bara betri kokkur en ég ;) Bestu kveðjur til ykkar elskurnar mínar ... Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.2.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

ÆÆ rétt að leiðrétta sig þegar það á við. Auðvita var það Guðrún Ósvífursdóttir sem lét Bolla drepa Kjartan Ólafsson sem hún elskaði svo heitt :) Ég vona að mér fyrirgefist þetta misminni á næstu þúsund árum hahaha bless Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.2.2008 kl. 09:18

5 identicon

Settir voru hnífar í bak manna fyrir tíð Binga. ;-)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:52

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gísli. Já þau tíðkast nú hin breiðu spjótin ;)  Ef þú nennir að lesa bullið sérðu að þó ég tiltaki þetta sérstaklega sem mína skoðuner strax farið að höggva í Grétar Mar og Guðjón Arnar. Sigurður sjómaður heldur greinilega að ég sé femínisti og aðrir vita ekki um uppruna minn og tengingu við sjómannastéttina. Femínisti sjokkerast og heldur kannski að nú hafi ein af þeim farið yfir strikið o.s.frv. :) Ég vissi ekkert um þetta upphlaup fyrr en Grétar Mar hringdi til að segja mér frá þessu bloggi " hvaða vitleysa er þetta ég elska sjómenn" sagði ég . Þá æpti Grétar " já ég veit það -segðu það þá " hahahah ég var í kasti og ég ætti að skammast mín fyrir að hafa svona gaman af þessu þar sem flokkssystkini mín eru eins og þú sérð að fara á taugum og skammast sín.

http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/432055/#comments

http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/432399/

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.2.2008 kl. 14:05

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jákub Færeyingur var stýrimaður á frystitogara þegar hann fékk hugmyndina að Rúmfatalagernum.Ég er nokkuð viss um það að hann yrði ekki verri útibússtjóri einhvers banka en hver annar,Þótt hann hafi aldrei komið nálægt því og ekkert lært nema að vera sjómaður,stýrimaður og skipstjóri.Besti útibússtjóri Landsbankans sáluga í Sandgerði,og sá eini sem stóð undir nafni í því starfi, var bifvélavirki, sem hafði líka verið á sjó sem unglingur.Bankinn lagði upp laupana í Sandgerði skömmu eftir að hann fór.Sjómennirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir.En eitt er víst.Ef hugmyndir þingmanna Frjálslynda flokksins um ríkisvæðingu fiskimiðanna verða að veruleika verða engir íslenskir sjómenn á Íslandsmiðum,nema hugsanlega einhverjir yfirmenn.

Sigurgeir Jónsson, 10.2.2008 kl. 00:30

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurgeir. Jakob Færeyingur hefur vissulega gert góða hluti og fjölda margir aðrir sjómenn. Færeyingar eru í miklum metum hjá mér en þeir sem ég þekki eru allir sjómenn og afar klárir og duglegir menn. Þeir geta auðvitað verið útibússtjórar, ekki málið. Þegar ég fór inn í bankann og varð útibússtjóri var ég fiskverkakona , gjaldkeri hjá útgerðarfyrirtæki hálfan daginn og vann við skúringar á kvöldin, auk þess húsmóðir og móðir. Við vorum að kaupa okkur íbúð og trillu hjónin á þessum tíma. Ég er sammála því að sjómenn eru auðvita misjafnir eins og allar starfstéttir. Sumir hressir og kátir en aðrir óskaplega viðkvæmir fyrir öllu umtali um sig. Ertu að meina að það verði útlendingar sem verði undirmenn en Íslendingar yfirmenn á flotanum? Besti útibústjóri Landsbankans er í útibúinu í Mjóddinni  að mínu mati og margra annarra. Tómas Hallgrímsson heitir hann og ég mæli ófeimin með honum.  Kveðja til þín Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.2.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband