25.12.2007 | 17:16
Guð og Mammon góðir saman.
Í Barcelona á Spáni.
Í gær, aðfangadag jóla, fór ég til guðsþjónustu í Fríkirkjunni í Reykjavík með minni litlu fjölskyldu. Það er í fyrsta skipti sem við förum þangað. Ég var afar glöð og stolt þar sem ég sat þarna með dætrunum tveimur, tengdasonum og þremur barnabörnum ásamt fyrrverandi tengdamóður og mágkonu. Um kvöldið hlustaði ég á Biskup Íslands Hr. Karl Sigurbjörnsson flytja jólaboðskapinn í sjónvarpinu og kl 23,30 fór ég svo í aftansöng í minni sókn, Kópavogskirkju. Allir voru þeir nú ágætir prestarnir í sínum hugvekjum en bara í Fríkirkjunni fann ég eldinn sem hitar sálina og eflir viljann til að verða betri manneskja. Þar fór lítillæti og ást á meðbræðrum sínum eins og rauður þráður í gegnum alla messugjörðina. ,,Finnurðu það " ? spurði presturinn þegar hann hafði talað um ljósið í brjóstinu og það gerði ég vissulega. Hjá hinum tveim fannst mér vera mikil varnarleikur í sambandi við umræður undanfarið um trúmál og þörf fyrir trú í alsnægtunum. Það er ekki að mínu skapi að kirkjan sé að kljást við Mammon og reyna að berjast fyrir tilveru sinni. Hún á ekki að þurfa að réttlæta sig. Annaðhvort vill fólk trúfélög eða ekki. Yfirleitt fylgir trúariðkun í kjölfar hörmunga og því er varla til að dreifa í okkar samfélagi ,ætti allavega ekki að vera það,en er þó alltaf í ákveðnum tilfellum eins og verða í einkalífi fólks. Ég bið ykkur öllum guðsblessunar á jólum kveðja Kolbrún.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.2.2008 kl. 18:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
-
solir
-
gmaria
-
fannarh
-
thoragud
-
meistarinn
-
sigurjonth
-
skulablogg
-
gudruntora
-
svavaralfred
-
rheidur
-
gudrunmagnea
-
helgigunnars
-
georg
-
marinogn
-
kallimatt
-
zumann
-
gudbjornj
-
eirikurgudmundsson
-
gretar-petur
-
johanneshlatur
-
franseis
-
altice
-
palmig
-
lydurarnason
-
omarbjarki
-
gretarogoskar
-
tilveran-i-esb
-
paul
-
ksh
-
thjodarsalin
-
framtid
-
kop
-
jon-o-vilhjalmsson
-
sunna2
-
neytendatalsmadur
-
duna54
-
jonsnae
-
sjonsson
-
duddi9
-
olofdebont
-
magnusjonasson
-
helgatho
-
fullvalda
-
kokkurinn
-
olafiaherborg
-
nimbus
-
jakobk
-
stebbifr
-
ranka
-
heimssyn
-
rs1600
-
maggij
-
bjarnihardar
-
bookiceland
-
frjalslyndir
-
gauisig
-
zeriaph
-
gthg
-
gustaf
-
hannesgi
-
diva73
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
prakkarinn
-
ragnar73
-
ziggi
-
visur7
-
tryggvigislason
-
ursula
-
valdimarjohannesson
-
postdoc
-
icekeiko
Athugasemdir
algerlega sammála...takk fyrir þennan pistil!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.12.2007 kl. 19:48
Elsku Kolla, innilega Gleðileg jól til þín og þinna, með kærri þökk fyrir hin góðu samskipti á árinu sem er að líða.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.12.2007 kl. 01:10
Sæl Kolbrún!Maður reynir að vera svolítið svona,sem danskurinn myndi kalla"höflig"í ávörpum svona um jólin(ekki neitt Kolla eða svoleiðis)En að öllu gríni slepptu þá finnst mér þessi hugleiðing þín frábær til umhugsunar.Ég átti nú jólakvöldið einn með sjálfum mér og fannst það gott(þó sumir haldi kannske að ég sé ekki alltaf með já eða þannig)Ég hlustaði á 2 messur.Þá fyrri í beinni útsendingu frá Grafarvogskirkju alveg frábær að mínu áliti og þá seinni eins og þú frá Dómkirkjunni.Ég kveikti nú ekki alveg á predikun Biskupsins fyrr nú eftir lesturinn á pisli þínum.Sértu ávallt kært kvödd.
Ólafur Ragnarsson, 26.12.2007 kl. 01:23
Þarna átti líka að standa"þökk fyrir frábæran pistil".Sömu kveðjur og vanalega
Ólafur Ragnarsson, 26.12.2007 kl. 01:26
Gleðileg jól
Georg Eiður Arnarson, 26.12.2007 kl. 01:40
Gleðilega jólarest Kolbrún, þú ert meira en velkomin í minn söfnuð það er Frúkirkjuna í Reykjavík. Þar er gott að vera með sérlega góðu fólki.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.12.2007 kl. 00:02
Þakka þér fyrir Guðrún Þóra. Ég hef nú aðhyllst aðskilnað ríkis og kirkju í mörg ár þó ég sé í þjóðkirkjunni og held að það þurfi að hressa uppá suma sóknarpresta þar. Ég verð að viðurkenna að ég hef mikið álit á prestinum í Fríkirkjunni. Afi minn var meðhjálpari í mörg ár í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og þau voru vissulega gott fólk amma mín og afi, blessuð sé minning þeirra. Það sama á við um flest fólk sem sækir messur og reynir að halda í kristin gildi. Samt óttast ég ekkert eins mikið og trúarofstæki því eins og við vitum hafa mörg stríð geisað út af trúmálum,fjölskyldur sundrast og þaðan af verra. Mannelska er það sem þetta snýst um eða öðru nafni kærleikur og umburðarlyndi.
Sjáumst á nýju ári. bestu kveðjur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.12.2007 kl. 18:34
Áramótakveðjur .....gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 15:57
Fríkirkjan í Reykjavík hefur verið mín kirkja frá því ég man eftir mér. Hvegi annars staðar upplifi ég sömu tilfinningu og þar.
Þörf umræða og gott innlegg
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.12.2007 kl. 14:21
Gleðilegt nýtt ár elsku Kolla með innilegri þökk fyrir liðna árið.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.1.2008 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.