24.9.2007 | 20:40
Hvers virði er mannorðið?
Ég var að lesa grein þar sem Kristján L. Möller tilkynnir að hann hafi beðið Einar Hermannsson, ráðgjafa Vegagerðarinnar í Grímseyjarferjumálinu, afsökunar á að hafa ranglega ásakað hann um að bera ábyrgð á óráðsíu ríkisstjórnarinnar í því máli. Ég tel að ráðherrann hafi skaðað orðstýr þessa fagmanns og atvinnumöguleika verulega og mér finnst afsökunarbeiðnin ómerk þar sem hann stendur enn á því að hann vilji ekki njóta starfskrafta ráðgjafans. Nú á að fá nýja ráðgjafa og eitthvað kostar það, því þeir þurfa væntanlega að kynna sér hvað gert hefur verið og setja sig inn í málið á síðasta framkvæmdaþrepi þess. Ég spyr mig hvort Möllerinn, með því að ásaka skipaverkfræðinginn, hafi verið að verja forvera sinn þegar hann var komin í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn? Eitthvað breyttist tónninn í honum þegar Sturla Böðvarsson lýsti því sjálfur yfir að hann bæri auðvitað ábyrgð á því sem gerðist í hans ráðuneyti........ Æ sorry Einar og málið dautt ? Ég held að ráðherrann megi þakka fyrir ef hann fær ekki málsókn á hendur sér eftir að hafa veist persónulega að einstaklingi sem að því er mér skilst, hafi bent á kosti og galla skipsins og ekki haft neitt ákvörðunarvald um breytingar á þessu blessaða fleygi að segja. Hvað með starfsmenn ráðuneyta og stofnana ríkisins sem unnu að málinu. Hafa þeirra nöfn verið birt ? Hefur þeirra vinnuframlag verið afþakkað? Það er alvarlegt mál að fara illa með almannafé en ég hygg að það hafi verið ætlun manna að vanda þá samgönguleið sem þessi ferja á að vera Grímseyingum og viljað þeim allt það besta. Að hengja bakara fyrir smið er þó sýnu verra því það verður ekki bætt með fé. Ég held að skriðþungi ráðherrans KLM hafi komið honum í koll í þessu máli þó hann noti þetta aukaklúður í málinu til að mýkja ímynd sína með afsökunarbeiðni.Um eitt er ég þó sammála KLM og það er að allir ættu að eiga þess kost að heimsækja Grímsey. Það er mjög yndilegt og sérstakt að koma þangað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Nýjustu færslurnar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
Athugasemdir
Sæl Kolla.
Mig setti hljóða á sínum tíma þegar ráðherra mælti þessa gagnrýni á manninn fram í útvarpi.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 25.9.2007 kl. 00:13
Sæl Kolbrún.Mér finnst Einar ekki geta skotið sér undan ábyrgð í þessu máli.Hann var fyrstur manna til að fara út og skoða þennan"ryðhaug"Ég vitna í"Blaðið". 16 ágúst þar segir m.a.:"
19 nóv 2004:"Skýrsla Einars Hermannssonar um skoðun á "Oilean Arann" er afhent Vegagerðinni.Þar kemur fram að Einar telji skipið MJÖG HENTUGT(leturbr.mín) til Grímseyjarsiglinga.Áætlar hann að kaup og endurbætur á því um 150 milljónir(takið eftir:aths.mín)Segir hann ennfremur að að nýsmíði á skipi muni kosta um 600 miljónir:Því segir hann Oilean Arann vænlegan kost"(athyglisvert miðað við seinni yfirlýsingar hans sjálfs.Aths.mín)
Mér finnst í meira lagi einkennilegt hvernig 2 skipsverkfræðingar geta verið eins ósammála um einn árans"dall"eins og margnefndur Einar og Ólafur J Briem sem fór seinna og skoðaði hræið og lýsti því eiginlega sem ósjálegum ryðhaug og varar við kaupunum.Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 29.9.2007 kl. 00:43
Sæll Ólafur og þakka þér fyrir athugasemdina. Ég er nú hvorki að verja Einar né ásaka, heldur að tjá mig um þessa afsökunarbeiðni Möllers en það er dauðalvarlegt mál ef ráðherra dæmir fólk úr leik í atvinnulífinu jafnvel þó það hafi ekki verið nógu nákvæmt í úttekt sinni. Það er etv eins með skipaverkfræðinga og lögmenn þ,e, sjaldnast sammála. Það hefur nú komið fram að afsökunarbeiðnin kom einmitt útaf hótun um málsókn en ég vissi það ekki þegar ég skrifa þetta. Kært kvödd er fallegasta kveðja sem ég hef séð og af því dreg ég þá ályktun að þú sért vænn maður. Með góðri kveðju Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 29.9.2007 kl. 16:49
Sæl Kolbrún,Ég hugsa að orðið vænn eigi best við holdafar mitt.Það var talað um"væna"dilka að hausti.Nú ekki er hægt að telja mann til dilka vegna aldursinns.En nú er ég komin hálfgerða sjálfheldu svo ég hætti að reyna að vera sniðugur,Það segir mér svo hugur að við séum sammála um margt í sambandi við títtnefndan óheillagrip.Ég vil fá að vita af hverjum íslenska ríkið keypti hræið,hver var"meglari"við kaupin,hvað fékk hann í commission.Er fótur fyrir þeim sögusögnum að íslenskir aðilar hafi fyrst keypt ryðhrúuna á 20 milljónir en selt svo Ríkinu hana á 108 m.Það væri líka gaman að vita hvort eitthvað er til í því að einhvert"gæludýr"hafi keypt ferjuna Baldur á 15 milj.en selt hann aftur á 45.Og svo spyr maður af hverju var ekki hægt að nota Baldur til Grímseyjaferða.Það er mikið sem ráðherra samgöngumála verður að upplýsa á komandi þingi annars er hann maður að minni.Og ómurinn af hnefahögginu í Alþingisræðupúltið þagnar.Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 30.9.2007 kl. 08:08
hahah vænn dilkur..væna flís af feitum sauð os.frv. Ég hef víða unnið en aldrei á sláturhúsi og þekki þetta ekki nógu vel . Já það er eins víst að það hafi verið eitthvað möndl með þessi viðskipti og því er ráðherran í þessari úlfakreppu og getur hvorki sagt a eða b.
Ég reikna með að okkar menn muni þrengja að honum í vetur, ég vona það allavega.. kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 1.10.2007 kl. 17:43
og því síður c.Er þér sammála.
Ólafur Ragnarsson, 4.10.2007 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.