Leita í fréttum mbl.is

Aukakrónur og aurar...

Það er svolítið skemmtilegt að fylgjast með markaðsmálum í bankanum sínum þegar maður er sjálfur kominn aðeins frá  þeirri firringu sem þar ríkir. Ég sá að nú eru þeir farnir að auglýsa aukakrónur sem koma bara......Einu sinnu var slagorðið “Græddur er geymdur eyrir “ og var það notað löngu eftir að verðbólgan gleypti nánast alla aura sem lagðir voru inn í bankann. Á tímabili tókum við upp slagorð útibússtjórarnir okkar á milli sem var  “Greidd skuld –glatað fé” en það var á árunum þegar fólk borgaði helst ekki skuldir sínar heldur varð gjaldþrota og byrjaði svo upp á nýtt með nýtt fyrirtæki á nýrri kennitölu. Seinna voru þeir með bleika miða út um alla geimstöðina  sem ég held að hafi átt að vera bankinn. Ég náði aldrei upp í þá auglýsingu og nú er komið nýtt slagorð sem blasir við hvert sem litið er. Aukakrónur sem koma bara og hópur af fólki sem hleypur á þessa vitleysu eins og sýnt er í auglýsingunni.Í gamla daga var áherslan lögð á að fólk sparaði fé og legði það inn í bankann en núna snýst þetta um að fólk eyði sem mestu og helst hjá fyrirtækjum sem eru í “samstarfi”. Þar fær fólk ennþá fleiri krónur.. hahahaha . Sem sagt auka neysluna og hækka neysluvísitöluna og þar með lánin sem þeir eiga en viðskiptavinirnir borga....hahaha  alltaf græðir bankinn meira og meira...gaman að eiga hlutabréf núna. J Hver ætli eigi samstarfsfyrirtækin? Hversvegna gefað þeir bara ekki eftir seðilgjald á greiðsluseðlum hjá þeim sem skulda og geta ekki afþakkað seðil þó þeir greiði í  einkabankanum.? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Simmi V

Sæl Kolbrún,

varst þú ekki einu sinni Útibússtjóri hjá Landsbankanum?

Simmi V, 8.8.2007 kl. 22:44

2 identicon

Ég er ekki sammála!

Öll Kreditkortanotkun eins og annað sem snýr að fjármálum heimila og fyrirtækja snýst um skynsemi.  Ef vel er haldið á spöðunum getur þú snúið henni þér í hag.  T.a.m. getur þetta verið frítt lán í rúman mánuð og þú getur geymt peningana þína á vöxtum á meðan. 

Einnig má líta á það þannig; að hvers vegna ekki að láta borga sér fyrir að greiða almenn útgjöld heimilisins t.d. orkureikninga, leikskólagjöld, RÚV, fasteignagjöld o.fl.?  Ef þessi gjöld eru sett sem boðgreiðslur á kortið þá safnast inn á fríðindakerfin sama hvað nafni þau nefnast.  Vegna þess að í þessu tilfelli greiðir bankinn hlutfall í formi Aukakróna eða Vildarpunkta ofan á allar innlendar færslur.  Þú hefur valið!

Ég er heldur ekki sammála því að verið sé að hvetja til aukinnar neyslu, heldur ef þú ákveður að þetta fríðindakerfi henti þér, þá getur þú ef þú vilt, snúið viðskiptum þínum til samstarfsaðila og hækkað söfnun þína.

Allir hafa einhver útgjöld, hvers vegna ekki að nota kreditkortið sitt skynsamlega og láta borga sér fyrir að nota það?

Gyða (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 09:49

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jú Simmi ég var útibússtjóri hjá Landsbankanum í 25 ár og hef upplifað miklar breytingar á þeim tíma. Þá var Landsbankinn eini stóri bankinn og ég var fyrsta konan til að taka við útibússtjóratitlinum á þeim bæ. Þetta voru góð og skemmtileg ár og ég hef ekkert uppá Landsbankann að klaga nema síður væri. Hitt er annað að umhverfið í fjármálaheiminum hefur breyst mikið og fer stundum fram úr sér að mínu mati eins og t.d. með aukakrónum sem koma bara :)

Gyða. Þú hefur keypt þetta sýnist mér. Flestir hafa notast við greiðsludreifingu með þessa föstu pósta sem þú nefnir og því ekki að veita afslátt í bankanum sjálfum t.d. lægri vexti á þá þjónustu í stað þess að sækja þá til samstarfaðila ef ekki er verið að hvetja til eyðslu. Ég nefndi t.d. seðilgjald sem er dágóð fjárhæð á ári fyrir venjulega fjölskyldu sem greiðir allt í einkabankanum og þarf ekki seðil. Sjálf nota ég alltaf kreditkort til að fá geiðslufrest og vexti á mína peninga í allt að fimm vikur og hef alltaf gert en ekki til að fá aukakrónur sem verður að sækja með því að versla einhvernstaðar. Ég flokkast þá undir það að vera skynsöm bæði í reksti heimilisins og fyrirtækja sem ég stýri :) og by the way ég greiði ekkert seðilgjald :).

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.8.2007 kl. 14:23

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hæ Kolla.

Já það rignir aukakrónum og punktum yfir okkur í hverjum auglýsingatímanum á fætur öðrum, þvílikar auglýsingaherferðir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.8.2007 kl. 00:33

5 identicon

Hæ Kolla

Já það má alltaf reyna að fá okkur til að eiða meira.

Gott hjá þér að vera komin aftur á stað í blogginu  
Þú ættir að fá aukakrónur fyrir það.

Hannes (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 12:04

6 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Sæl Kolbrún.

Ég er innilega sammála þér. Mér finnst bankarnir líka vera alveg ótrúlega ósvífnir í að ota eyðslusemi að ungu fólki. Það er endalaust verið að bjóða þeim lán af öllu tagi til allra hluta eins og til dæmis tölvu- og bílakaupa.

Það fer líka  í taugarnar á mér þegar auglýsingar ganga út á það hvað maður græði þegar maður er í rauninni að eyða. Eins þessir "aukapakkar" þú færð þetta og hitt með "frítt" ef þú kaupir. Má ég þá bara biðja um vörur á eðlilegu verði. 

"Miðaauglýsingin" fannst mér hins vegar alveg ágæt. Hún gekk út á að það að sýna fram á hvað sumar skynsamlegar hugmyndir, eins og til dæmis að spara reglulega, ná oft ekki inn, vegna þessa daglega amsturs. 

Þóra Guðmundsdóttir, 18.8.2007 kl. 22:38

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það Þóra. Þessi miðaauglýsing fór í taugarnar á mjög mörgum og ég efa að hún hafi skilað nokkru en auðvitað erum við önnum kafin og ekki alltaf að hugsa um það sem er nauðsynlegt eins og að spara. Mér finnst sniðugt það sem þeir eru með í Islandsbanka sem er að "eiga afganginn" Þá varstu að spara "aukakrónur upp í tug eða hundað eftir þínu vali. Þar getur maður líka ráðstafað sparnaðnum, sem auðvitað er mismikill eftir neyslu líka, til barnabarnanna . Það eru í raun aukakrónur sem koma bara en ekki vöruskiptamarkaðurinn sem Landsbankinn ( minn :) ) er að taka upp núna. Maður á bara að vera harðari þegar maður verslar og biðja um afslátt sjálfur.. prútta bara . kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.8.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband