Leita í fréttum mbl.is

Draumaferð til Valladolid

 

Hjalli Grammi Konni Sigurbjörg og Valli í KlúbbnumJúlímánuður er nú liðinn en skilur eftir margar góðar minningar. Þar er helst að nefna ferðalag mitt til Valladolid á Spáni. Þetta er mikil iðnaðarborg og einkum er bílaiðnaðurinn öflugur skilst mér. Þar býr um hálf milljón manna. Þangað er ég búin að vera að stefna í langan tíma. Stundum bara átt eftir að kaupa flugmiðann en alltaf eitthvað komið upp sem hindraði mig.
Friðþjófur Friðþjófsson frændi minn hefur búið þarna í yfir fjörutíu ár. Það var auðvitað mest gaman að hitta þau hjónin og Viki dóttir þeirra.
Síðan hafði ég gaman af að reyna mig í að ferðast ein á ókunnum slóðum og sjá hvernig mér reiddi af. Spánverjar eru nú ekki mikið að tala önnur tungumál en spænskuna svo þetta var svolítið lotto varðandi þá hlið málsins.
Ég flaug á Madrid með Icelandair í beinu flugi. Þaðan tók ég hraðlest niður í miðbæinn og tók rútu til Valladolid. Eftir vikudvöl fór ég heim. Ég tók rútu til Barcelona, sem er mín uppáhaldsborg í Evrópu, leigubíl upp á völl sem var ca 20 mín og flaug svo heim á vegum Iceland Express en í vél frá Tékknesku flugfélagi. Síðan tók ég rútu heim "Airport Express" og fór úr í Hamraborginni og labbaði heim kl. 5 um nótt í himnesku veðri. Hitinn á Spáni var um 34° og sól og því gott að koma í svalara loft hér heima. 
Ég var heppin hvað allt gekk vel og var hvorki bitin af flugum eða brennd af sólinni. Þetta væri ég meira en til í að gera aftur og aldrei að vita nema ég endurtaki þetta eins eða með öðrum leiðum. Allt veltur á framboði og verðlagi flugfélaganna sem er greinilega mjög misjafnt. Flug út til Madrid kostaði 67000,isk - en flugið heim 27000,-isk  en við það bætist rútan upp á 8000,- isk  og leigubíll upp á 5000,- isk. Rútuferðin tók 10,5 klst en var ótrúlega þægileg. Mikið pláss, góð sæti, loftkæling og gardínur til að depra sólina. Rútuferðin hingað heim frá flugvellinum var um 2300,- isk. Ef ég hefði keypt far til baka frá Madrid með Icelandair, sem hefði verið best, hefði það kostað 106,000,-isk ,þannig að það virðist mikil eftirspurn eftir flugi til Íslands allavega frá Spáni.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú ert aldeilis lifandi Kolbrún,bara gera það sem mann langar til,geti maður komið því við. Flughræðsla angrar mig,þó ég hafi orðið að láta mig hafa það. Þú hefur auðvitað farið einn hring í golfi,þótt mig gruni að hitinn letji hita óþolna Íslendinga.Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 2.8.2012 kl. 00:45

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Helga. Nei aldrei þessu vant spilaði ég ekki golf. Það var svo rosalega heitt og ég búin að spila yfir mig þegar ég fór...má segja að þetta hafi verið frí frá golfinu. Ég kannast nú við flughræðsluna síðan í gamla daga en þá brá ég á það ráð að læra bara að fljúga og þá skilur maður þetta betur og óttast ekkert , nema tafir og hryðjuverk  en maður verður bara að taka æðruleysið á þá hluti sem maður ræður ekki við... kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.8.2012 kl. 19:25

3 identicon

Flott hjá þér duglega kona.Ég sé á myndum að Grammi frændi okkar heldur sér bara skrambi vel.Þakka kveðjuna og sendi honum til baka hér .

Hann les það ef hann er tengdur?Kveðja til þín 

Jóna Hallsd (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband