Leita í fréttum mbl.is

Trölli 2012

Raufarhafnarliðið 2011

Nú styttist í 37. Öldungamótið í blaki. Öldungamótin eru hápunktur vetrarins fyrir blakara. Þar koma saman nánast öll lið á landinu. Mótið verður haldið á Siglufirði í ár og kallast Trölli.

Áætlað er að nú mæti 146 lið en voru 125 í Vestmannaeyjum í fyrra.  Kvennaliðin núna eru 100 og þar af 3 öðlingalið. Karlaliðin eru 46 og þar af 2 öðlingalið og 4 ljúflingalið. Blakíþróttin hefur verið að sækja mikið á undanfarið eins og sjá má af þessum tölum. Sérstaklega hjá kvenfólkinu. Það er víst orðið erfitt að komast í lið.

Mótið spannar ekki bara Siglufjörð heldur líka Ólafsfjörð og Dalvík  og verður haldið dagana 28.-30.apríl 2012. Spilað verður á 9 völlum: 3 völlum í íþróttamiðstöð hvers bæjarkjarna þar sem sundlaug og þreksalur er í sömu byggingu.

Það verður bara gaman að koma norður og hitta gamla og nýja félaga úr þessu sporti. Það verður líka gaman að keppa og horfa á aðra keppa.

Ég byrjaði aftur í blaki í haust eftir nokkurra ára hlé og spila með Víkingskonum. Við erum skráðar í 8. og 10. deild.  Við erum flestar komnar á þokkalegan aldur og er meðalaldurinn um 60 ár. Sumar hafa spila í áratugi en aðrar nýrri í íþróttinni. 

Mæðgur klárar í slaginn.

Ég reyni að halda metnaði í skefjum þar sem ég er í 10 deild og því ekki raunhæft að vera með einhverjar rosa væntingar í sambandi við sigra og árangur, annan en þann að verða sér ekki til skammar og passa sína stöðu.
Ég spila ýmist "kant" eða " miðju" og finnst báðar stöður skemmtilegar en nýt mín betur í miðjustöðunni. Dætur mínar eru báðar í blaki og spila nú með Fylki en voru áður í Raufarhafnarliðinu sem myndin hér að ofan er af. Ég hef  fylgst með Fylkisliðinu af miklum áhuga í vetur. Þær spila báðar miðjustöðu og ég reyni að læra af þeim.

Áfram Víkingur Heart Áfram Fylkir Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl Kolbrún mín,gangi ykkur vel.Segi eins og á íþrótta máli; Góð íþrótt gulli betri.

Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2012 kl. 01:53

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það Helga. Sammála því að íþróttir eru góður vettvangur og þar geta flestir fengið afþreyingu við hæfi. Ég hitti son þinn ,golffélagann, og fjölskyldu hans á flugvellinum í KEF síðast þegar ég fór þar um. Líklega hefur keppnisskapið hans gert kraftaverk á honum. Ég dáist að honum og bið þig fyrir góðar kveðjur til hans.

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.4.2012 kl. 09:03

3 identicon

Þið mæðgur hljótið þá að vera lítt lágvaxnar, lagði K?

Magnús Geir (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 17:51

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ja þú sérð okkur þarna í færslunni Magnús og við erum frekar hærri en lægri. Á æfingunni í gær sagði þjálfarinn við þær í hinu liðinu " Ekki gefa upp svona nærri netinu því svona hávaxin miðja étur alla bolta" það var semsagt ég að trufla spilið hinu megin  Ég var nú ýkt ánægð með þessa yfirlýsingu :) kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.4.2012 kl. 15:14

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Gaman að þessu, en það kom mér á óvart hversu stórt Raufarhafnarliðið á efri myndinni er. Hélt það væru ekki svo margar konur á þessum aldri eftir þar! Bestu óskir um gott gengi.

Ágúst Ásgeirsson, 13.4.2012 kl. 19:47

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gústi. Það eru með þeim stúlkur sem eru giftar eða tengdar við Raufarhöfn með einum eða öðrum hætti eða í  besta falli bara vinkonur. Þær eru ekki allar aldar upp heima á Raufarhöfn. Allt flottar og hressar stelpur " samt sem áður "  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.4.2012 kl. 08:17

7 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Takk fyrir útskýringarnar. Sammála því að þetta séu topplið, og það á  báðum myndunum.

Ágúst Ásgeirsson, 17.4.2012 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband