Leita í fréttum mbl.is

Sumaraukinn 2011

Ballenadrottningin að spila og tala í símaÞá er ég búin að taka sumaraukann í ár. Skellti mér til Costa Ballena og spilaði í sjö daga, eins mikið golf og ég gat. Völlurinn er 27 holu völlur og liggur meðfram ströndinni, syðst á Spáni. Einnig er boðið upp á 9 holu völl sem er bara par 3 brautir og upplagt að spila hann eftir leik á hinum og smá hressingu í golfskálanum. Veðrið var með afbrigðum gott og hitinn fór aldrei yfir 30°. Það er fátt yndislegra en upplifa þetta umhverfi á haustin þegar ólífurnar liggja sem kindaspörð í kringum trén. Þar sem krónur trjánna bera við bláan himininn og grænar grundir teygja sig svo langt sem augað eygir. Kvöldsólin appelsínurauð, myrkrið svart og unaðurinn allt um kring.

Ekki spillti svo glaðvært samferðafólkið hvað þá broshýrir og elskulegir fararstjórarnir.

Þetta er búið að vera gott golfár hjá mér. Það hófst í febrúar í ótímabæru atvinnufríi mínu með vikuferð til Tenerife. Þar spilaði ég 5 hringi á Golf Las Americas vellinum sem er alltof dýr en ómissandi á þessu svæði. Veðrið pottþétt.

Síðan var farið til Florida í sína árlegu ferð í apríl nema nú fór ég ekki með mínum hefðbundna hóp heldur systir minni ,mági og sambýlingi. Við dvöldum í The Villages sem er draumaland gamla golfarans. Þar var spilað út í eitt í 15 daga. Veður var gott að mestu sem og samkomulag við samferðafólk og Kanann. Í þessar Flóridaferðir vantar þó oftast glaðværð og fjör sem einkennir golfferðir til Evrópu enda þá stór hópur að fara saman sem býr á sama hóteli. Þetta er sem sagt spurning um hvað maður vill borga fyrir. Alveg óvíst að aðrir hafi eins gaman af mannlegum samskiptum og ég, vilji bara spila sitt golf, einir og sér. 

Í júní skrapp ég í 8 daga til Danmerkur og spilaði þar 4 hringi. Fredensborg-Odense-Randers-Fredrikssund. Tvo síðasttöldu hef ég spilað áður og þeir eru frábærir. Var rosalega heppin með þessa ferð bæði hvað varðar veður sem var yndislegt og félagskapinn. Við gistum hjá Helgu og Per í Kastrup og Óla og Sissu í Randers og Ásgeir og Úllu í Skælskör. Sendi hér með þakkir fyrir móttökurnar sem voru frábærar.

Fór líka tvær ferðir til Vestmannaeyja og þar var veðrið eins og " í boði Vodafone ".. þ,e, ótrúlega gott eins og allir vita sem voru í sveitakeppni öldunga þetta árið. Þar lágu 4 hringir samtals.

Auk þessa var ég dugleg að spila á mínum heimavelli og var þar nánast á hverjum degi. Sumir töluðu um að ég væri orðin "hluti vallar" og mér fannst það ekki leiðinlegt. Ég hef skráð 33 hringi á golf.is og forgjöfinn rokkar á milli 11 og 12 og endaði í 11,3.  Mér telst til að þetta séu rúmlega 70 18 holu hringir og þar af 31 í útlöndum. Giska á að 20-30 hringir hafi verið teknir á Mýrinni sem ekki eru skráðir enda bara 9 holur. 

Nú á að anda aðeins fram undir áramót og byrja svo á nýju ári hjá þjálfaranum sínum , Röggu Sig, golfdrottningu Íslands. Vonast til að ná meiri stöðugleika í spilið hjá mér og nákvæmni í  innáhöggunum 100 metra og undir. Þá fer þetta að koma. 

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sæl! Mér finnst svo stutt síðan þú byrjaðir, en ert þegar búin að leika út um ,,víðan völl,,.  Nú verður gaman að sjá hvernig forgjöfin þín lækkar smátt og smátt.Það sem ég veit um golf,er allt sem krakkarnir ræða saman um sigra (oft á sjálfum sér) stundum og óstuð á milli. Einn strákanna minna er nýkominn frá Spáni og spilaði svo mikið að hann fékk bólgur undir annað herðablaðið.Þau eru mörg álagsmeiðslin í íþróttum,en fagfólk er bísna gott hér að greina þau og vinna á þeim. Nú eigum við öll,sem við köllum "stórfjölskyldu" inni boð í golf til Vexsjö.með gistingu (greiðum fargjöld sjálf) í Svíþjóð næsta sumar. Fari ég með þá horfi ég bara á,er með smá taktlaust hjarta,en þarna búa ísl.læknar.Gaman hvað golfið er orðið vinsælt,en það slær ekki fótbolta út. Jæja Kolla mín,vona að þú getir æft í vetur,óska þér alls góðs.M.b.K.v.

Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2011 kl. 00:32

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Helga. Leitt með golfarann þinn að lenda í þessu bakveseni en ég skil hann samt vel. Það er svo frábært að spila úti í hita og björtu veðri að maður getur ekki hamið sig og spilar meira en líkaminn þolir. Ég vona að hann verði fljótur að vinna á þessu og verði klár í slaginn í vor. Hvar er Vexsjö í Svíþjóð? Ég hef ferðast um mið-Svíþjóð , Dalana og þar í kring og finnst þetta land æðislegt. Myndi langa að fara norðar og skoða þar. Fótboltinn er vinsælasta sportið en ég held að golfið sé í mikilli sókn núna og þar er aldursdreifing trúlega meiri hjá iðkendum. Takk fyrir góðar óskir og það á að æfa sig markvisst í vetur. Bestu kveðjur Kolla.  

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.11.2011 kl. 07:34

3 identicon

Hi Kolla.

 Ég er sammála þér að golfferðirnar til Spánar eru fjölbreyttari en Floridaferðir, hef reyndar bara farið eina þangað til samanburðar. Í Spánarferðunum kynnist maður svo mikið af nýju skemmtilegu fólki. En það var margt flott í Florida líka og félagsskapurinn indæll.

Varðandi Danmörk fannst mér vellirnir í Odense og Fredensborg bera af hvað varðaði fjölbreytni, umgang og viðhald. Já, Danmerkurferðin var yndisleg og gististaðirnir og eigendur þeirra frábærir og svo var bara ágætt að horfa  á U21 leikinn við danina í sjónvarpinu, enda bauð veðrið frekar upp á kósý kvöld heima en kulda og rigningu á Ålborg stadium.

 Eitt er í fersku minni og það var þegar þú baðst um pylsu í Ålborg og sagðist vilja hana með steiktum og tómatsósu UNDIR pylsunni og pylsusalinn var þá alveg með það á hreinu að við værum frá Íslandi þó að ég talaði reiprennadi dönsku við hann 

Skemmtilega skrifaður pistill hjá þér Kolla mín eins og þér er einum lagið og sérstaklega finnst mér lýsingin á umhverfinu á Spáni yndisleg ólifurnar, grænar grundir og sólarlag, allt nákvæmlega eins og ég skynjaði þetta í minni ferð til Matalascanas.

Kær kveðja og söknuður,

Atli 

Atli (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 15:34

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir þitt innlegg Atli og hólið. Ég hef verið þrisvar á Madalacanas og það var mjög flott. Held að besti maturinn hafi verið þar af þessum stöðum sem ég hef verið á en reyndar allt mjög svipað. Í Tyrklandi hinsvegar var veisla á hverju kvöldi og maður upplifði sig eins og stórstjörnu eða eins og eðalborinn í þeirri ferð. Þar áttum við Lovísa Sigurðar, idolið mitt, yndislega daga og maður lék sér í strandblaki og sjóböðum eftir golfhringinn á afgirtri einkaströnd. Í Cascas í Portugal var æðislegur golfvöllur og ekki skemmdi fyrir menningarferð til Lissabon sem var í 15 mín fjarlægð. Sirry Braga sú magnaða kona og listhneigða leiddi okkur um söfn og merka staði og svo var götulífið stórkostlegt þar. Þetta átt þú vonandi allt eftir að upplífa í þínum ferðum og meira til. Kveðja Kolla  

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.11.2011 kl. 22:14

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þú hefur greinilega fílað þig þarna, sem er skiljanlegt. Gangi þér vel í glímunni við forgjöfina.

Ágúst Ásgeirsson, 9.11.2011 kl. 06:18

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það Ágúst. Annars var nú sagt við mig um daginn að ég ætti að hætta að hugsa um forgjöfina og einbeita mér að því að hafa gaman án keppni. Það kann að vera sannleikur í þessu. Ég ætti sennilega fara að slaka á klónni og njóta þess sem er í boði hverju sinni. Stundum góður hringur stundum ekki.

Bestu kveðjur til þín í Frans Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.11.2011 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband