Leita í fréttum mbl.is

Borgin sem aldrei sefur eða fordyri helvítis

Ég er nýkomin úr heimsókn til New York borgar. Ég fór þessa ferð með systur minni og systurdóttur, til að sjá borgina og athuga hvort ég myndi ekki skipta um álit á Ameríkönum. Ég hef áður komið til Baltimore og Orlando. Ég hef líka dvalið á golfstöðunum Inverness og The Villages en þá er það upptalið hvað varðar USA.

Þessi ferð sem spannaði stóran hluta af Manhattan og lítinn hluta af New Jersey stóð yfir í viku. Við gistu í New Jersey á ágætu hótel þar sem rúta toppaði beint framan við hótelið og var um 10 mín á Time Squere þar sem umferðamiðstöðin, Port Authority er.

Við fengum okkur leiðsögumann sem fór með okkur um Manhattan.

Við byrjuðum í Central Park og skoðuðum húsið þar sem John Lennon og Yoko bjuggu þegar hann var veginn. Hún býr þar enn.

 Heima hjá Yoko Ono  Hún var einmitt að koma heim, sú gamla í morgunsárið, þar sem við stóðum og störðum á húsið.        

Hluti af garðinum er tileinkaður minningu Johns og að því máli komu 161 þjóð með styrkjum þar á meðal sú íslenska.  

Þaðan var farið í Greenwich Villages þar sem ríka fólkið  býr. Þar er íbúða verð óheyrilega hátt og hleypur á hundruðum milljóna isk. 

Síðan haldið til Soho sem er aðal verslunarhverfið og þar eru tískubúðir í haugum.

Litla Ítalia er ekki svipur hjá sjón og hefur orðið að víkja fyrir Kínverjunum. Sögur af blóðugu hverfastríði og örlögum gengja voru nokkuð skrautlegar.       

Chinatown ,eins og nafnið gefur til kynna, er afar kínverskt og ekki arða af öðru þar innan um. Vörur og viðskipti á kínverska vísu og iðaði allt af austurlensku mannlífi.  China town

Finacial District hverfið - var svo syðst en lítið spennandi og við enduðum svo í World Trade Center. Þá upplifði maður hve það hefur verið hrikalegt að sjá turnana falla. Við skoðuðum kirkjuna sem stóð andspænis þeim og varð ekki fyrir tjóni. Hún var svo notuð sem miðstöð björgunaraðgerðanna. Þar er nú nokkuð minjasafn um þessa atburði.

Við ferðuðumst þetta allt í Subway og tókum aldrei leigubíla nema að og frá flugvellinum. Það er auðvelt að nota það kerfi en líka hægt að villast og það gerðum við fyrir kæruleysi og lentum seint um kvöld út í úthverfi Brooklynar, sem er austur af Kínahverfinu, en þar búa heldur lægra settir í borginni. Við vorum vel útsettar fyrir árás þar sem við vorum einu hvítu manneskjurnar í lestinni og með stóra innkaupapoka úr dýrustu búðum í Soho en sluppum með skrekkinn :)

Harlem létum við alveg eiga sig, þar sem við fórum ekki svo norðarlega.   

Systur á toppnumÍ lok ferðar var farið í Rockafeller Center og horft yfir Manhattan sem margir segja að sé hjarta borgarinnar og landsins þess vegna, jafnvel heimsins. Hvernig sem það nú er var þessi borg ekki að heilla mig né þjóðin. Mér fannst fólkið tilgerðarlegt í kurteisi sinni og allt útlöðrað í sölumennskusmjaðri.

 

Trúlega er lífið hvergi eins "töff" eins og á Manhattan og það er víst að fólk safnar ekki holdum þar eins og virðist vera með önnur svæði sem ég hef heimsótt í USA. Öfgar í báðar áttir yfirgengilegar hvað það varðar. 

Fólkið þarf að berjast fyrir tilveru sinni á svo augljósan hátt og virðist ekki glatt eða hamingjusamt.  Á Manhattan fannst mér vera mest af ungu, fallegu, lituðu og örþreyttu fólki sem er kannski ekkert skrýtið ef það sefur aldrei ;) götulífið

Það var hinsvegar himneskt að sjá íslensku náttúruna í öllum sínum mikilfengleik við heimkomuna og auðvelt að skilja Gunnar á Hlíðarenda sem fór hvergi hennar vegna. litadýrð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Velkomin heim,skemmtileg frásögn og tilvísan í Íslendingasögurnar. Stórborgir heimsins bjóða upp á svo margt forvitnilegt að sjá,til New york hef ég ekki komið,en eitt allra fallegasta dægurlag er tileinkað henni.  Frank Sinatra söng New York,New York,svo yndislega,  þeir Raggi Bjarna og Geir Ólafs,gefa honum lítið eftir. Heima er best. M.b.K.v.

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2011 kl. 01:51

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Helga. Já Geir er nú okkar Sinatra í dag og Raggi var það meðan hann var og hét . En ég ráðlegg þér að skoða allar aðrar borgir áður en þú eyðir tíma og peningum í þessa borg.

Heima er best ég er sammála því en það er svo skrýtið með mig að ég er ekki fyrr komin heim þá er ég farin að huga að næstu ferð. Það eru þó venjulega golfferðir en ekki svona borgarferðir þó ég hafi farið til Helsingi og Þórshafnar í fyrra þá var það allt öðruvísi og ekki búðarferðir.

Helsingi er yndisleg borg og gaman að fylgjast með þættinum hennar Ylmar Kristjáns þegar hún heimsótti þá borg.  Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.10.2011 kl. 10:55

3 identicon

Gaman að lesa bloggið þitt Kolla mín og ég er viss um að það hefur verið gaman að vera með þér í þessari hræðilegu borg rétt eins og í Vestmannaeyjum

Ólöf (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 23:08

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það Ólöf en það voru nú þú og Jónína sem hélduð uppi stemmingunni í Eyjum sællar minningar. En í hógværð minni get ég svo sem tekið undir að ég hafi verið með því skásta sem var í boði. Nei nei ég bara vorkenndi unga fólkinu því það virtist svo útpískað og svo þessi rosalega steinsteypa hvert sem litið var. Annars fannst mér þetta ekkert svo stórt svæði eins og var búið að tala um og auðratað, meira að segja fyrri ratfatlað fólk eins og mig  það var sko hinum að kenna að við villtumst. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.10.2011 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband