Leita í fréttum mbl.is

Bara brons

kátar kúra á prikiSveitakeppni eldri kylfinga í golfi er nú lokið. Ég hafði miklar væntingar til þessa móts og var nokkuð ákveðin í að við myndum koma með gull í hús í GKG. Ekki fór það nú svo og við máttum sætta okkur við þriðja sæti.

Ekki tel ég að um ofurefli hafi verið að ræða og við áttum alveg góða möguleika, eða eins og þeir segja í fótboltanum," við áttum mikið inni".

Ég verð trúlega nokkra daga að ná þessari fýlu úr mér því GR-ingarnir náðu sigri. Þeir eru með eðalkylfinga í hverju plássi hjá sér enda stærsti og ríkasti klúbburinn. Við unnum þá í fyrra og náðum þá silfrinu. Ljósi punkturinn núna var að við unnum Keiliskonur sem hafa verið ósigrandi síðurstu 10-15 árin.

Vestmannaeyjar voru í sparifötunum í þessa þrjá daga, bæði sól og nánast logn. Völlurinn góður yfirferðar þó grínin væru erfið. Fegurðin bæði á daginn og kvöldin er ólýsanleg þegar svona viðrar.

Það sem gefur þessu þó mesta gildið fyrir mig er að hitta gamla kunningja. Bæði úr viðskiptalífinu, héðan og þaðan af landinu, félaga úr öðrum íþróttum, s.s. blakinu, og æskufélaga frá Raufarhöfn. Þá er vel fagnað og maður finnur hlýju og velvild frá fólki.

Ég náði þó ekki að hitta og heimsækja góða kunningja eins og ég hefði viljað, því liðsstjórinn var harður á því að allir ættu að halda hópinn allan tímann. Auðvitað hlýðir maður bara þegar maður er ekki sjálfur að stjórna.

Hópurinn samanstóð af eiturhressum ofurspilurum og var mikið hlegið, frá morgni til kvölds. Vonandi verður sterkari hópur frá okkur næst sem nær betri árangri en þessi. 

Ég er samt glöð að hafa komist í sveitina því það eru forréttindi að spila fyrir klúbbinn sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Flottar,þetta er svona, stundum gengur allt upp.Þó ekki núna,þá bara næst. félagsskapurinn bætir það allt. M,b.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2011 kl. 18:58

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já satt er það Helga, þetta er bara leikur og fæstir muna úrslitin frá ári til árs. Frábær félagskapur , hvar sem hann birtist , er gulls í gildi. Að kynnast nýju fólki er að finna fjársjóði. Það er svo toppurinn þegar maður hittir marga gullmola saman komna á einu svona móti. <3 just love it  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.9.2011 kl. 00:33

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þú ert með keppnisskap í lagi, að vera fúl yfir bronsi. En það er með þetta eins og margt í lífinu að maður verður að sætta sig við örlögin. Bara reyna gera betur næst, sem sagt að einhverju að stefna!

Ég sá það annars að tveir gamlir félagar mínír úr frjálsum eru í karlasveit klúbbsins þíns sem keppti í Eyjum, Kjartan Guðjóns og Sighvatur Dýri. 

Ágúst Ásgeirsson, 2.9.2011 kl. 13:06

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll já það er minn ókostur , keppnisskapið, , reyndar bara skapið yfirleitt, en hef nú lært að láta það bara gossa og gleyma því svo. Verst er að byrja það inni kannski árum saman.

Nú hef ég reyndar sett mér nýtt markmið og það er að hætta að bölva í golfi. Nú ætla ég bara að segja "ohhh, sankta" eða "ansans" í mesta lagi.

Já ég kynntist þeim aðeins, þeir karlarnir buðu okkur kerlunum í dýrindis kvöldmat annað kvöldið og svo sátum við öll saman til borðs á lokahófinu. Þeir eru báðir fínir en annar talar fyrir báða og það er bara fínt enda skemmtilegir með afbrigðum  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.9.2011 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband