24.8.2011 | 15:53
Allt að smella
Nú er allt að verða klárt fyrir Eyjaferðina á morgun. Ég er búin að vera að snúast í allan dag með hugann við næstu daga.
Ég fór æfingahring á Mýrinni og skaust yfir á Leirdalinn síðustu þrjár holurna þar. Allt gekk vel og vippin góð en púttin ekki alveg að detta.
Kíkti á nýju golfbúðina í Mörkinni sem er smekkfull af æðislegu dóti og forgjafarlækkandi hjálpartækjum.
Nú er ég búin að fjárfesta fyrir rúm fimmtíu þúsund til að vera boðleg í sveitina hjá GKG. Keypti mér flotta golfskó og meira að segja hvíta sem er ekki alveg minn stíll en FootJoy klassi. Daily golfbuxur svartar í Hole in One og nýtt grip á pútterinn sem er í sverara lagi.
Fékk lánaðan fjarlægðamæli og síma til að vera með allt á hreinu. Síðast en ekki síst fjárfesti ég í eyrnatöppum en þeir eru nauðsynlegir þegar margir sofa í litlu húsi og mega ekki við að missa nætursvefn. Mikið rosalega hlakka ég til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Það er ekki svo ýkja langt síðan,að þú skrifaðir um byrjun þína í greininni. Nú leika heiti golfáhalda lipurlega (held ég), í færslum þínum. Ég var að hugsa um muninn,á að fara til Eyja eftir að Landeyjar-höfn,komst í gagnið. Ég fór þangað í sumar í dagsferð,í kaffi til systur minnar sem býr þar. Oft hef ég farið sem farastjóri með unga stráka á knattspyrnumót. Það er ólíkt að vera 1/2 tím á sjó en hvað ?? 3 tima rúma.Eitt sinn var það hræðilegt,þeir lágu út um allt skip,ælandi og emjandi. En ég vona að, vandamálið með sandinn þarna sé úr sögunni.Það er svo fallegt þarna að þú kemst í form um leið og þú,berð völlinn augum. Kanski verðirðu í aldurstengdu landsliði,áður en langt um líður. Njóttu þessa og gangi þér ,æðislega.
Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2011 kl. 23:33
Takk Helga fyrir góðar óskir. Ég spilaði í dag í yndislegu veðri, sól og björtu veðri. Ég var þokkalega ánægð með mig, og völlinn, og vona að vel gangi á morgun. Stórmunur finnst mér á sjóferðinni nú eða úr Þorlákshöfn og heyrist að það sé sama hjá öðrum golfurum hér. Mjög yndisaukandi að keyra þessa fallegu leið og skreppa yfir í eyjarnar fögru sem nú baða sig í sólarlaginu. Kær kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 25.8.2011 kl. 22:18
Fyrsti dagur í keppninni að kveldi kominn. GKG sveitin vann alla þrjá leiki sína í dag og mun spila við GR- kanónurnar á morgun. Þar er valinn maður í hverju sæti og verður örugglega erfitt að sigra þá. Við munum þó verma þeim undir uggum eins og sagt er. Veðrið í dag var yndislegt og stafalogn. Aldrei séð Eyjar eins fallegar og núna og völlurinn var meira en flottur. Við stefnum ótrauðar á að ná gullinu það skýrist á morgun um hvaða sæti við spilum. Vona bara að við verðum í góðu stuði og naum að spila um fyrsta og annað.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.8.2011 kl. 18:49
Hlýjar kveðjur til ykkar í Eyjum og bestu óskir um gott gengi á morgun
Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.