18.3.2011 | 09:34
Hamingjan sanna
Fyrir stuttu var ég með komment á færslu hjá bloggvini sem hefur verið giftur heila eilífð og virðist afar ánægður með sinn lífsförunaut.
Ég hef mikið hugsað um þessi mál að undanförnu. Ég hef sennilega haft of mikinn tíma til að hugsa eftir að ég hætti að vinna.
Nú er rétt að nefna að ég er mjög hamingjusöm kona og afar þakklát fyrir mína stöðu og vegferð gegnum lífið til þessa. Mér finnst ég hafa þroskast nokkuð vel.
Það skiptir miklu máli að búa þannig í haginn fyrir sig, alla lífsleiðina, að maður sé tilbúinn að taka því sem að höndum ber og gera eins gott úr því og mögulegt er. Ávallt reiðubúinn eins og skátar segja.
Eitt af því sem skiptir miklu máli er hvernig samferðarfólk manns er. Góðir vinir og ættingjar, góð og skemmtileg börn, ástrík og þæg barnabörn er það sem flestir óska sér. Ekki má heldur gleyma að nefna það sem mörgum finnst mikilvægast af þessu öllu og það er elskhuginn, sambúðar- eða eiginmaðurinn sem maður deilir öllu með, sorg og gleði, hughrifum öllum og skynjun á líðandi stundu.
Sumt af þessu skapar maður og mótar með sínu framlagi eins og börn og barnabörn. Ættingja velur maður ekki en sumir hafa notið þess að eiga stóran og góðan frændgarð. Maka og vini velur maður.
Það er þó ekki alltaf sem fólk lætur skynsemina ráða og því enda sumir í misgóðum samböndum.
Ég læt hér fylgja ráðleggingu sem ég fékk senda í tölvupósti frá vinkonu minni og fannst ansi góð fyrir þær sem eru enn á lausu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
-
solir
-
gmaria
-
fannarh
-
thoragud
-
meistarinn
-
sigurjonth
-
skulablogg
-
gudruntora
-
svavaralfred
-
rheidur
-
gudrunmagnea
-
helgigunnars
-
georg
-
marinogn
-
kallimatt
-
zumann
-
gudbjornj
-
eirikurgudmundsson
-
gretar-petur
-
johanneshlatur
-
franseis
-
altice
-
palmig
-
lydurarnason
-
omarbjarki
-
gretarogoskar
-
tilveran-i-esb
-
paul
-
ksh
-
thjodarsalin
-
framtid
-
kop
-
jon-o-vilhjalmsson
-
sunna2
-
neytendatalsmadur
-
duna54
-
jonsnae
-
sjonsson
-
duddi9
-
olofdebont
-
magnusjonasson
-
helgatho
-
fullvalda
-
kokkurinn
-
olafiaherborg
-
nimbus
-
jakobk
-
stebbifr
-
ranka
-
heimssyn
-
rs1600
-
maggij
-
bjarnihardar
-
bookiceland
-
frjalslyndir
-
gauisig
-
zeriaph
-
gthg
-
gustaf
-
hannesgi
-
diva73
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
prakkarinn
-
ragnar73
-
ziggi
-
visur7
-
tryggvigislason
-
ursula
-
valdimarjohannesson
-
postdoc
-
icekeiko
Athugasemdir
Sem betur fer á ég einn svona Kolbrún mín. Gott að lesa þessar hugleiðingar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2011 kl. 10:59
Góður pistill og þarna er mikill sannleikur en það má ekki gleyma því að þetta virkar í báðar áttir. Ég er búinn að vera á "markaðnum" síðan 1998 og ekkert uppskorið nema vonbrigði og hverja lygina á fætur annarri og nú er svo komið að ég er alveg búinn að gefast upp á þessum "markaði" hérna, því það virðist vera afskaplega lítið um góða "drætti" ef svo má að orði komast.............
Jóhann Elíasson, 18.3.2011 kl. 11:34
Góð vel skrifuð grein Kolla mín. Einnig ráðleggingarnar frá vinkonu þinni til þeirra ,,'á lausu,, Ég er oft með fyrirlestur sem barnabörnin brosa stundum að. Þótt ótrúlegt sé, hafa sum þeirra gaman að heyra glefsur úr rómantískum,gömlum sveitasögum í bundnu máli. Bestu kveðjur.
Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2011 kl. 12:40
Ásthildur ekki efa ég það að þú hefur vandað valið
. Njóttu bara áfram . Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.3.2011 kl. 22:08
Jóhann hvað er að heyra þetta. Í kringum mig er allt löðrandi í gyðjum og valkyrjum sem ganga lausar og maður skilur ekki hvað íslenskir karlmenn eru að hugsa. Stundum dettur mér í hug að þeir séu með hausinn upp í ...you know...Bara síðast í gærkvöld kynntist ég einni 57 ára konu frá Ukraínu sem er að leita að manni
og hún er stórglæsileg og hæfileikaríkur listamaður...Það er ekki hægt að gefast upp. Ég er allavega alveg ákveðin í því að vera aldrei framar ein
. Kaupi mér frekar karl í Ameríku ef íslenskir verða svo blindir að sjá mig ekki.
Það er hinsvegar mikill vandi að láta ellimannasambönd ganga þegar stór saga fylgir og ýmsir komnir með vandamannavandamál og jafnvel fortíðarvanda eða fjárhagsvanda
. Það er ekkert nema vinna í svoleiðis málum saman.
Stundum finnst mér konur vera með rosa ranghugmyndir um sig og sitt ágæti og það kann að auka á vandann.... en allavega... ég er t.d. frekar erfið af hverju sem það nú er
.. óskiljanlegt alveg. Ertu nokkuð búsettur í Vestmannaeyjum eða á hálendi Íslands
eða annarri einangrun. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.3.2011 kl. 22:25
Kolbrún- þú ert svo bjartsyn og eðlileg ! Mer finnst oft að fólkið sem eg hef mætt vegna vinnu minnar - utan af landi hafi svo retta skoðun á eðlilegri lífshamingju- þ.e. fjölsk. er aðal málið- börnin og barnabörn.
kv. EA
Erla Magna Alexandersdóttir, 18.3.2011 kl. 22:25
Helga.... hver hefur á móti rómantískri sveitasögu í bundnu máli
. Komdu nú með smá sýnishorn hér handa okkur í umræðuna. Takk fyrir kommentið kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.3.2011 kl. 22:27
Ekki er ég nú með hausinn... you know where.. Annars er ég mjög ánægður með lífið í dag og vil helst engu breyta.... Það er alveg ágætt að fara bara á "Players" öðru hverju
en eftir þetta verð ég sennilega að fara útfyrir landsteinana......... Ertu með einhver tengsli við Raufarhöfn núna?????
Jóhann Elíasson, 18.3.2011 kl. 22:34
Takk fyrir það, Erla listamaður hahaha, ( ekki frá Úkraínu samt ) Kannski höfum við dreifbýlisfólkið meiri innsýn í það sem skiptir máli út af því að fátt glepur hugann í fámenninu, án þess að ég þori nú að dæma um það. Hinsvegar finnst alltaf munur á því fólki og svo borgarfólkinu á hversu fljótt það kynnist öðru fólki. Viðmótið er allt öðruvísi.
Í gær hitti ég fyrrverandi yfirmann minn hjá Starfsafli, í 10 ára afmælinu sjóðsins, og þegar ég hafði knúsað hann í kveðjuskyni sagði hann" þú ert alltaf sama sveita-og síldarstúlkan, breytist ekkert " Það fannst mér góð ummæli ... kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.3.2011 kl. 22:43
Hæ Kolla, ég sé að þú ert lifandi á fleiri stöðum en golfvellinum, skemmtilegur pistill og umræða. Hlakka til að sjá þig með réttu kylfurnar í sumar
Ólöf Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 00:10
Sæl Ólöf... ó já mikið hlakka ég til að fara að spila og ekki síst með ykkur, drottningunum. Það verður gaman að keppa um þátttöku í sveitakeppninni og svo auðvitað meistarakeppninni.
Ég er búin að vera arfaslök á pöllunum ( Básum eða Hraunkot) og varla slegið úr fötu í allan vetur en var á Tenerife nýlega þar sem ég spilaði golf í fimm daga.
Nú er stefnan tekin á Flórída yfir páskana og þar verður hörkukeppni við mássa minn sem er að keppa við mig í forgjöf
.
Vona að það fari að koma áætlun um hvenær keppnismótin okkar verða og að við förum að hittast. Kveðja til þín og takk fyrir innlitið. Alltaf gaman að hafa samskipti á blogginu.
Kolbrún Stefánsdóttir, 19.3.2011 kl. 12:00
Hi Jóhann. Já já ég er með tengsl við Raufarhöfn og fullt af Raufarhafnarbúum. Við erum eins og ein stór fjölskylda og allir þekkjast og flestir eru skyldir -Skinnalónsættin. Nokkur hundruð manns eru facebookvinir mínir og örugglega helmingurinn á ræturnar á Raufinni.
Ef þú ert dansari ættirðu að koma í Drafnarfellið. "Komið og dansið". Þar hittist fólk sem hefur gaman af að dansa án þess að vera fullt. Stundum leiðir það til nánari kynna eins og t.d. hjá mér.
Auðvitað er ágætt að kíkja á Players og Kringlukrána af og til en uppskeran af því hlýtur að vera oftar en ekki vonbrigði. Ef þarf að leita lengra þá gerir maður það bara og ekkert að því. Kveðja til þín Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 19.3.2011 kl. 12:11
Komdu sæl Kolbrún. Þegar ég vann í Sjómannaskólanum var einn besti vinur minn Bragi (man því miður ekki hvers son hann er) en systir hans er kölluð Ragna og býr á Þórshöfn, gift Sæmundi Einarssyni. Svo er nú eitt skemmtilegasta sem ég hef gert en það er að veiða í vötnunum á Melrakkasléttu en það hefur heillað mig mikið þar að það þarf töluverða lagni og þolinmæði ef maður ætlar að veiða þokkalega. Eina góða sögu þarf ég að segja þér, en hún segir hversu "neyðarlegar" margar tilviljanir geta verið. Þannig er mál með vexti að ég bjó í Hafnarfirði og var ég með símanúmer sem hófst á 565-....... Dag einn hringdi síminn og eins og lög gera ráð fyrir svaraði ég og ég var spurður að því hvort Biggi væri heima, ég sagði manninum að hér væri enginn Biggi og þá var svarað: "Fyrirgefðu FÉLAGI ég hef hringt í skakkt númer". Þá vissi ég strax hvaðan hafði verið hringt.
Jóhann Elíasson, 19.3.2011 kl. 21:13
Kolbrún Stefánsdóttir, 19.3.2011 kl. 22:50
Elsku Kolla mín .
Þú ert svo mikill " hugsuður " og gott að vera nálægt þér . Maður lifnar allur við ,að sjá " pælingarnar " þínar .Fólk hefur misjafnlega góða nærveru .En TAKK . Kveðja , Kristín .
P.s. Finn ekki bloggfærsluna sem þú nefnir .Eða er kannski ekki hægt að sjá hana . Ég meina , hver sem er ?
Kristín Tryggva (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 11:29
Sæl Kolla mín. Mikið er gaman að lesa pislana frá þér þó svo að ég hafi ekki skorist í leikin fyrr. En þegar svona mikið er talað um Ríben þá er meira gaman að lesa. Þarf endilega að hitta þig næst þegar ég verð á ferð í bænum eða þú á Raufarhöfn. Kveðja Sigga.
Sigríður Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 12:03
Takk fyrir hlý orð Kristín mín. Ég hef nú aldrei notið eins góðrar nærveru sjálf og hjá ykkur Steina í Ameríku
en það er besta komment sem nokkur getur fengið að vera sagður "nærverugóður."
Bloggfærslan var hjá Birni nýja bloggvini mínum sem er bæði skemmtilegur og vel giftur
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.3.2011 kl. 13:01
Sæl Sigga. Endilega slá á þráðinn til mín þegar þú ert í bænum. Ég reikna ekki með að fara alla leið á Raufarhöfn alveg á næstunni en mun auðvitað banka upp hjá þér þegar þangað er komin næst. Endilega haltu áfram að kíkja á síðuna mína sem og annað blogg. Það er svo skemmtilegt að hafa samskipti á netinu. Stundum er maður sammála en stundum ekki og það er bara fínt mál. Kveðja Kolla
ps þú sérð símann í höfundaupplýsingunum
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.3.2011 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.