Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti leikur okkar manna

Óli í stuðiÞá er handboltaveislan að byrja. Mikið er ég búin að hlakka til að fylgjast með henni.  Svíar, mínir menn, unnu sannfærandi í kvöld enda á heimavelli þar sem mótið er haldið í Svíþjóð. Mikil umræða hefur verið í sjónvarpinu, ekki bara allra landsmanna heldur líka Jóns Ásgeirs, um hvað og hvernig þetta muni nú fara. Hver spekingurinn eftir annan hefur verið að útmála skoðanir sínar og visku í blabla þætti Þorsteins J eins og við er að búast. Allir virðast hafa svooooo mikið vit á þessu. Allir þekkja einhvern os.frv.

Ég vona auðvitað að íslensku strákarnir eigi góða leiki og nái að halda sér á jákvæðu nótunum. Þeir virðast hafa náð langt í jákvæðri hugsun og sjá leikinn fyrir sér í huganum. Trúlega einhvers konar dáleiðsla. Það er nú eitthvað fyrir mig að taka til eftirbreytni í golfinu en þar á ég það til að vera full skapmikil og oftar en ekki er hugurinn kominn langt í burtu ef illa gengur. Stundum eins og ég sé bara alls ekki á staðnum. Það er víst kallað að missa einbeitinguna.

Ég, ólíkt mörgum, hef hálfgerða ónotatilfinningu fyrir leiknum á morgun en vona að það sé bara stress í mér. Allavega óska ég strákunum okkar alls hins besta en ég ætlast ekki til þess að þeir vinni sinn fyrsta leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ísland - Ungverjaland 29-27. Farðu ekki með þetta lengra.

Björn Birgisson, 13.1.2011 kl. 23:01

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Lofarðu því Björn?

Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2011 kl. 11:11

3 Smámynd: Björn Birgisson

Lofa? Þetta er alla vega mjög nákvæm spá!

Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 11:17

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Mikið vildi ég að þú yrðir sannspár með þetta Björn. Þetta verður allavega mjög spennandi. Ég get varla beðið  kveðja á ykkur Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.1.2011 kl. 13:19

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Björn, þetta hefur verið varfærnisspá hjá þér en rétt útkoma.

Til hamingju með sigurinn Íslendingar. Hjúkkk  hvað mér er létt eftir þennan fyrsta leik. Hefði ekki kviðið meira fyrir þó ég væri að keppa sjálf  hahah ég er nú alveg ferleg. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.1.2011 kl. 17:50

6 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta var mjög gaman, en ég verð að segja að Ungverjarnir voru slakari en ég reiknaði með og því óvarlegt að draga miklar ályktanir af þessum leik. Við eigum eftir að mæta mun sterkari þjóðum.

Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 17:57

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Eftir á þankar,, fer afslappaðri í næsta leik,nú þykist ég vera eitthvað! Það er svo gaman!  Það er betra að vera með gleðina í hjartanu,eftir góðan leik,heldur en svekkelsið yfir óskyljanlegum mistökum úr fyrri leik,sem leiddi til taps. Sumir eru seinir að fyrirgefa sér. Áfram Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2011 kl. 16:27

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jæja nú hafa Ungarnir tekið Noreg og gott fyrir okkur að hafa það í bakhöndinni að Noregur tapaði fyrir liði sem tapaði fyrir okkur. Það er svo mikil sálfræði í þessu og því kveið ég fyrsta leiknum.

Nú er bara að krossa fingur og sjá hvað gerist með Brasilíu í kvöld. Góða skemmtun bæði tvö. Áfram Ísland.

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.1.2011 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband