Leita í fréttum mbl.is

Kveðja til Benna

BENEDIKT VALTÝSSON
Benedikt Valtýsson fæddist í Reykjavík 8. október 1957. Hann lést af slysförum 14. janúar 2001 og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 19. janúar 2001.
...............................................................................................................................................

Þegar sorgar titra tárin,

tregamistur byrgir sýn.

Huggar, græðir hjartasárin

hlý og fögur minning þín.

  

Kær vinur minn og mágur, Benedikt Valtýsson,  kvaddi þetta jarðlíf fyrir tíu árum síðan með sviplegum hætti. Það var gríðarlegt áfall og mikil sorg sem fylgdi, eins og gerist þegar slys og mannskaðar verða. Þetta á ekki síst við þegar mannkostamenn eru  hrifsaðir burt í blóma lífsins.

 

Þegar þetta gerðist fannst mér alveg dagljóst að ég myndi aldrei jafna mig. Það fór þó ekki svo og það sem meira er, að sú reynsla sem fólst í sorginni og sorgarferlinu varð mér mikill lærdómur um lífið. Ég var alveg niðurbrotin í tvö ár. Ég upplifði oft nærveru Benedikts í gegnum árin, eða þar til mig dreymdi draum sem ég hef túlkað sem skilaboð frá honum úr öðru lífi. Eftir þann draum, á einni nóttu, hvarf treginn og góðu minningarnar tóku yfir. Það var eins og allt í einu væri ég tilbúin að leyfa honum að fara og halda áfram í sínu lífi hinu megin við móðuna miklu. Auðvitað kemur enn fyrir að ég græt þennan atburð og harma hann en það er  meira vegna sjálfrar mín og annarra heldur en hans. Ég hef sannfærst um framhaldslíf eftir dauðann úr þessu lífi. Það er ákveðið þroskaferli sem tekur við fyrir handan og enginn ætti að kvíða því.

 

Ég veit að hann er nærri og fylgist með framvindu lífs barna sinna og annarra vandamanna. Ég veit líka að hann er ánægður með það líf sem hann lifir nú.

Þó ég eignist aldrei aftur vin eins og hann, þá eru minningarnar margar og góðar. Þær verða ekki frá mér teknar.

Því segi ég eins og skáldið sem sagði:

 

Ég þakka þau ár sem ég átti,

þá auðnu að hafa þig hér.

Og það er svo margt að minnast

svo margt sem um hug minn fer.

Þó þú sért nú horfinn úr heimi,

ég hitti þig ekki um hríð.

Þín minning er ljós sem lifir

og lýsir um ókomna tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband