Leita í fréttum mbl.is

Manstu ekki eftir mér

BjarniÉg fór í bíltúr í blíðunni um daginn, austur í Kirkjubæjarklaustur, til fundar við 99 ára gamlan mann. Hann býr að vistheimilinu þar í 30 m2 herbergi og hefur ákveðið, að eigin sögn, að vera ánægður með það. Þegar þangað var komið vildi sá gamli ólmur sýna mér Lómagnúp og Skaftafell. Það var auðvitað stórkostlegt allt saman eins og menn vita. Það sem mér þótti þó bæði skemmtilegt, fallegt og stórmerkilegt var að hann vildi að við færum eftir einkavegi að húsi þar í grennd. Hann mundi eftir ábúendum enda bæði ern og minnugur þessi maður. "Geturðu farið og spurt hvað hún hét sú sem bjó hér áður"sagði hann þegar við vorum stoppuð í hlaðinu beint fyrir framan bæjardyrnar. Ég gerði það og kom með þessar upplýsingar auk þess sem ég sagði hvað hún héti sú sem varð fyrir svörum. " Það er hún " sagði hann "er hún hér enn? " Ég sótti konuna og sagði hvernig kyns væri. Hún kom með mér að bílnum þar sem karlinn sat. "Manstu ekki eftir mér, Bjarni" sagð'ann og rétti henni höndina. Nei það gerði hún ekki. Hann var aldeilis hlessa yfir þessum ósköpum. Á leiðinni til baka spurði ég hversu langt væri síðan fundum þeirra bar saman síðast. Það voru þá ca 56 ár. Konan rekur gistiheimili og er enn í fullu fjöri og ekki farin að lifa í fortíðinni. Ég hugsaði mitt á leiðinni heim og held að karlmenn séu alveg ótrúlega uppteknir af sjálfum sér og sinni upplifun á hlutunum. Konur eru meira að keyra á nútíðina og leggja fortíðina til hliðar enda hefur hún engan tilgang fyrr en í dauðanum. Leiðin heim var lengri en venjulega þar sem ég þurfti að taka aukakrók, 90 km, þar sem verið var að laga brúna yfir Rangá. Þetta var því nokkuð þokkalegur skreppur á einni dagstund. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl vinkona!  Og velkominn aftur á Hólmann. Eða ertu kannske farinn aftur út í lönd. Þú hefur sennilega lög að mæla hvað varðar minni okkar kallana. En mér finnst nú sumar konur kannske fullmikið í nútímanum og þá niður á jörðinni. Ég var að tala við "gamla" skólasystir og hún spurði hvernig ég eyddi deginum. "Ég fer alltaf á"Vigtina" eftir hádegi" svaraði ég. "Já fylgistu svona vel með þyngdinni " sagði hún þá. "Nei" svaraði ég  "ég meina hafnarvigtina" "Guð Óli ertu orðin svona þungur" varð henni þá að orði. Svona er oft hægt að misskilja hlutina. Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 27.6.2010 kl. 22:06

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já sæll félagi Óli. Ég er komin heim en var reyndar í heimsókn á Húsavík og naut norðlenskrar sumarblíðu þar. Allt er hægt að misskilja eins og við vitum en ég verð að segja að hún er ansi skemmtileg þessi vinkona þín. Bestu kveðjur til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.6.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband