Leita í fréttum mbl.is

Norðlensk fegurð

Katlavöllur við Húsavík sem er í baksýnSíðastliðinn föstudag fór ég í ferðalag norður í land. Ég fæ alltaf sérstaka tilfinningu í sálina þegar ég keyri yfir Holtavörðuheiðina og við blastir Norðurland. Ég var með rólegra móti og ákvað að sinna því markmiði mínu sem er að ná að spila alla golfvelli landsins. Ég spilaði Vatnahverfisvöll við Blönduós og þá á ég eftir fjóra velli sem ég veit um ,en það er Háagerðisvöllur við Skagaströnd, Geysir við Gullfoss, Hólmavíkurvöllur og völlur sem er nýr við Grenivík. Vatnahverfisvöllur er afar skemmtilegur völlur og ráðlegg ég öllum golfurum að kíkja þarna fyrir hornið og eyða ca. tveimur tímum í að spila hann. Eftir 43 högg og 19 punkta sem er ágætt skor á 9 holur hjá mér var brunað í Reynihlíð. Þar gisti ég í einbýlishúsi upp á 170 m2 sem Landsvirkjun á og leigir út til starfsmanna sinna.  Á laugardagsmorgun var ég í letikasti fram að hádegi og hafði bara gott af því eftir mikið annríki að undanförnu.

Eftir hádegið fórum við til Húsavíkur, skoðuðum mannlífið, höfnina, Reðasafnið og Húsavíkurkirkju. Þaðan var stefnt á Katlavöll rétt utan við plássið  og spilaðar níu holur. Sá völlur er einstakur að því leyti að ein brautin , sú þriðja, heitir "Kolbrún". Það er par 3 braut en ég fór hana á 7 höggum. Maður er náttúrulega ekki alveg í lagi.

 Það er stórkostlega fallegt að horfa yfir völlinn og mér er sagt að yfir berjatímann lengist spilatíminn heilmikið þar sem menn fara að tína upp í sig berin.  

Ekki spillir nú fyrir ef maður er í góðum félagskap við þessa yndislegu iðju :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

hEFURÐU FARIÐ Á VÖLLINN Á nORÐFIRÐI ?  SKEMTILEGUR - DÁSAMLEGUR Í GÓÐU VEÐRI !

 kV. ERLA

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.6.2010 kl. 23:31

2 identicon

 Gólfbrautin Kolbrún.... veistu hver er munurinn á brautinni Kolbrúnu og Kolbrúnu....... það eru ekki allir sem spila á Kolbrúnu... en annars, þá eru þrír afskektir gólfvellir í nágrenni við mig sem ég efast um að þú hafir spilað á ennþá,, það eru vellirnir á Þórisstöðum í svínadal, Indriðastöðum í Skorradal og svo er einn upp í Reykholti, að vísu minnir mig að þú hafir spilað þar, gangi þér vel Kolla mín.. kv GHÓ

Gúndi Glans (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 08:53

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Erla.

Já ég hef spilað á Norðfirði fyrir nokkuð mörgum árum og tók þá Eskifjörð og Egilstaðavöllinn (Ekknavöll ? ) Mér fannst nú óttalegt flatlendi á Norðfirði en svo fór hann allur á kaf í vatn einhverntíma og var endurbyggður að einhverju leyti held ég. Ég hef ekki spilað hann eftir það. Ert þú í golfi? klúbbi? forgjöf?   kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.7.2010 kl. 21:21

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hæ Gúndi glans. Það var svo merkilegt með þessa þriðju braut. Ég átti flott högg í drivinu og fór að gantast með að hún hlyti að vera erfið fyrst hún væri nefnd Kolbrún í staðinn fyrir eitt vipp og eitt til tvö pútt fór ég í bönker og þaðan yfir grínið í bönker hinu megin tvö högg þar og tvö pútt. Alveg ótrúlegt. Ég hlýt því að standa við það að þær eru erfiðar með þessu nafni og ekki gott að spila þær með eða á.

Ég er búin að spila Reykholt og til stendur að spila annan hvorn hinna um helgina. Mig minnir þó að ég hafi spilað Illugastaði allavega en er ekki viss með þessa litlu sveitavelli. Nokkrum sinnum spilað í Húsafelli. En nú er það Mýrin kl 7 í fyrramálið . Þar er það 6, brautin sem er höfuðverkurinn. Besta kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.7.2010 kl. 21:35

5 identicon

Fyrirsögn þessa pislils gæti nú verið lýsing á þér Kolla mín

Atli (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 14:08

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er kominn golfvöllur á Raufarhöfn?????????????

Jóhann Elíasson, 11.7.2010 kl. 10:06

7 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl mín kæra blogvinkona. Hvenær fær golfvöllurinn í Eyjum að "þola" höggin þín. Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 12.7.2010 kl. 18:50

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Æ elskulegur. Það er hálfgerð harmsaga með Eyjaferðina mín. Ég var búin að panta far og gistingu um hvítasunnuhelgina og skrá mig í tvö mót. Henni varð ég að aflýsa vegna flensuskratta sem batnaði bara eiginlega um leið og ég var búin að gefast upp og aflýsa. Ég vona þó að ég komist á þessu ári. Ég hef hinsvegar fáa velli spilað við eins ólíkar aðstæður og í Eyjum. Fyrra skiptið í þvílíkri blíðu að ég heillaðist alveg " for livetime" og í annað skipti var svo hvasst að ég hélt að ég fyki fyrir borð ( útaf Eyjunni  ) Það þurfti að leggja kerrurnar því ef þær voru á hjólunum ruku þær til hafs. Kærast kvaddur alltaf Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.7.2010 kl. 22:11

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jóhann. Ég er alveg viss um að það er enginn golfvöllur á Raufarhöfn. Næsti völlur þaðan er líklega Gljúfri sem er í Ásbyrgi. Ég fór í fyrra til Raufarhafnar og þurfti til Vopnafjarðar til að spila golf. Sá völlur var ekki langt kominn en lofaði góðu. Spilar þú ? Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.7.2010 kl. 22:23

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei Kolla ég spila ekki ástæðan fyrir því er frekar einföld ég hef heyrt að þeir sem fari í þetta sport fái flestir "dellu" og þar sem ég er með "veiðidellu", þá hef ég ekki þorað að fara í golfið því mér finnst alveg nóg að vera með veiðidelluna.  Ég spurði nú aðallega um golfvöll á Raufarhöfn því mér skilst að þú eigir ættir að rekja þangað en ég aftur á móti bjó á Þórshöfn í nokkuð mörg ár.

Jóhann Elíasson, 14.7.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband