Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt sumar

IMG_1438Nú er sumarið komið samkvæmt hefðbundinni dagskrá almanaksins. Þó enn sé frekar grátt um að litast hér suðvestanlands og allt í ösku og leir sunnan til á landinu þá er sálin að taka við sér og ekki laust við að fiðringur fari um brjóstið. Víst eru plöntur aðeins að taka við sér og svo vorboðinn óvefengjanlegi, hreinsunardeild Kópavogsbæjar, farin að minna á sig. Það kallar á vorverk í garðinum og undirbúning ýmiskonar. Ef guð lofar mun ég fá handrið á tröppurnar sem búin eru að vera í smíðum hjá ákveðnu fyrirtæki og áttu að vera til afhendingar fyrir mörgum vikum síðan. Þegar það er komið verður hægt að hefja málningarvinnu utanhúss. Það fer óskaplega í mig að geta ekki klárað verk sem ég er byrjuð á. Golfið er líka um það bil að byrja og er reiknað með að minn heimavöllur opni 8. maí samkvæmt síðustu fréttum. Ég mun nýta mér það strax og vera dugleg að spila í allt sumar. Ný markmið varðandi forgjöfina í smíðum og miklar væntingar. 

Óska öllum gleðilegs sumars og góðs árangurs í markmiðum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Það er ekki hægt annað en  nota tækifærið og óska þér gleðilegs sumars. Hér hjá mér er vorið komið og kvikasilfurssúlan á mælum hefur farið upp fyrir 20 gráðurnar í býsna marga daga. Úr þessu verður ekki aftur snúið.

Gallinn við þetta er að garðverkin verða álteinari, er búinn að slá nokkrum sinnum og tími kominn á næsta slátt, aðeins viku eftir þann síðasta! Páskablómin löngu úr sér vaxin og tími til að gera eitthvað í því. Rósir og þess háttar sumarblóm að byrja að springa út og maður verður að gera eitthvað í þessu öllu saman ef einhver mynd á að vera á garðinum. Þess vegna öfunda ég þig hálfvegis að gróður láti enn á sér standa þarna efra.

Það er það leiðinlegasta sem ég geri, þessi næstum vikulegi ritúall að snyrta til á lóðinni kringum húsið. En ég geri það með glöðu geði vegna þeirrar miklu ánægju sem brýst út þegar því leiðindaverki er lokið! Næst held ég kaupi mér íbúð í blokk mörgum hæðum ofar jörðu! 





Ágúst Ásgeirsson, 28.4.2010 kl. 18:44

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ágúst. Já það er nokkuð mikill munur á gróðri hjá þér í Frans og svo hér upp á öskuspúandi kuldaskeri. Það er varla nógu vorlegt ennþá einhverra hluta vegna. Skarðsheiðin hvít og Esjan flekkótt. Það er eins með mig að mér finnst frekar leiðinlegt að slá en þegar ég er byrjuð, ég tala nú ekki um búin, þá er ég voða sæl með sláttinn og breytt umhverfi eins og þú nefnir. Í gærkvöld var þvílík fegurð í sólarlagi og nóttin hér við voginn svo fögur að það er nánast dauðasynd að hafa farið að sofa. Tók samt áður ótal myndir sem ég nota síðar. Ég fer til Ítalíu í næstu viku og vona að ég fái gott veður þar. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.4.2010 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 122262

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband