15.4.2010 | 17:39
Ný nálgun
Afar fróðlegt var að fylgjast með Silfri Egils síðasta laugardag og heyra Hönnu Birnu fara með gömlu rulluna sem ég og við sem stóðum að óháðu framboði heima á Raufarhöfn í sveitarstjórnarkosningunum 1982 og aftur 1986 fórum með á þeim tíma. Á Raufarhöfn, þar sem allir þekktu alla, fannst okkur unga fólkinu ekki ástæða til að vera að mynda meirihluta og minnihluta. Fyrir okkar litla samfélag töldum við best að allir ynnu saman. Þetta þótti alveg óframkvæmanlegt á þeim tíma. Þetta er það sama og Hanna Birna borgarstjóri er að tala um núna. Ég verð að taka ofan fyrir henni og segja að mér finnst hún afar skynsöm í þessum málflutningi. Hún hraunaði alveg yfir aðra frambjóðendur og hafði alveg augljóslega gaman af framboði Besta flokksins. Einhvern vegin fannst mér hún hafa minna gaman af oddamanni heiðarlega framboðsins enda búin að vinna með þeim manni allt of lengi. Borgin þarf nú, sem aldrei fyrr, á heilsteyptum og heilbrigðum borgarstjóra að halda. Hanna Birna kann til verka þegar kemur að fjölmiðlaframkomu og kosningabaráttu. Hún skar sig úr hópnum bæði í leikrænum tilburðum, klæðaburði og klókum málflutningi. Hún var tilgerðarlaus og trúverðug. Ekki er heldur á allra færi að hleypa brúnum eins og hún gerir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 122263
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Allt er gott sem frá Raufarhöfn kemur! Og enn betra þegar íhaldið tekur það upp. Miðað við færsluna þína "stöðugleikinn og getuleysið" fer ég að halda að þú eigir kannski frekar samleið með því en Frjálslynda flokknum, eða hvað?
Því er ég til dæmis gjörsamlega andsnúinn, að frambjóðendur verði múlbundnir í nafni flokka eins og samþykkt var á landsþingi x-f. Er það ekki einmitt sú gamla alræðishugsun um alvald flokksins sem talið er eitt af meinunum er skóp þær aðstæður er á endanum leiddu til hrunsins? Það finnst mér blasa við, eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Ágúst Ásgeirsson, 18.4.2010 kl. 19:10
Sæll Ágúst. Það má segja að það sé erfitt fyrir lítinn flokk að halda úti fólki í kosningabaráttu sem er svo ekki sterkara á svellinu en verið hefur hjá okkur. Tveir af þingmönnum flokksins hafa fallið fyrir fagurgala Sjálfstæðisflokksins og gengið til liðs við hann á miðju kjörtímabili. Ég er alfarið á móti því að þingmenn fari eftir flokkslínum umfram sína betri vitund og því neita ég gefa eiðstafi sem skarast við þann eið sem fylgir þingmannstarfinu. Hitt kann að vera rétt að ég fari að eiga meiri samleið með XD þegar búið er að skafa af honum spillinguna og hann skánar nú með hverjum degi sem líður Kveðja Kolla.
ps. við erum ágætt dæmi um gæði Raufarhafnar Gústi ekki satt.
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.4.2010 kl. 09:46
Sæll aftur Gústi. Ég var að hlusta á þingheim með öðru eyranu í dag og heyrði ekki betur en Pétur Blöndal væri farinn að tala eins og ég um hvernig kenna má íslenskuna. Kannski Sjálfsstæðisflokkurinn sé að koma til mín eftir allt saman . Birti hér linkinn http://kolbrunerin.blog.is/blog/kolbrunerin/month/2007/10/
Síðan var ég að fá úr smiðju Kristins H Gunnarssonar nýjasta pistilinn hans. Hann er greinilega nokkuð sammála okkur um vinnubrögð þingmanna eins og þau ættu að vera.
http://www.kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1364
Bestu kveðjur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.4.2010 kl. 18:42
Varðandi síðustu setninguna í fyrra svari þínu, þá get ég alveg verið sammála ræðumanni . . .
Ágúst Ásgeirsson, 20.4.2010 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.