Leita í fréttum mbl.is

Kópavogurinn

Kolla_11Í dag fór ég í hjólatúr og naut þess að skoða Kópavoginn hér vestanmegin. Það er alltaf gaman að fara um göngustígana meðfram sjónum og fylgjast með fuglalífinu. Sá meira að segja sel hér í Kópavoginum. Höfnin er líka sjarmerandi. Það var bara eins og maður væri komin heim á fornar slóðir. Oftast er það þannig að þegar maður fer af stað er einhver á röltinu sem maður þekkir og þá þarf að stoppa til að spjalla. Sumir þurfa líka að vita hvar maður er og því eins gott að hafa símann með í för :)  Allavega var ég mjög ánægð með að hafa drifið mig af stað á hjóli í þetta skiptið. Við erum sannarlega heppin Íslendingar með veður meðan kyngir niður snjó bæði í Evrópu og Ameríku eins og við höfum séð í fréttum undanfarið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Fínt að það skuli viðra nógu vel til hjólreiða a klakanum! Þær eru bæði  hollar og skemmtilegar hjólreiðarnar. Hér angraði snjór mann í fyrri hluta janúar en reiðskjóti minn hefur notið sín undanfarið, eins og hér má sjá

Ágúst Ásgeirsson, 8.2.2010 kl. 06:43

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

flott að hjóla Kolbrún og hvað þá í færi eins og hefur verið undanfarið - sími er "must"  - vantar "hjólabrú" yfir voginn Skerjafjörður > Kópavog (vestur)

Jón Snæbjörnsson, 8.2.2010 kl. 09:16

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gústi. Já það er búið að vera ótrúlega milt veður hér á suðvesturlandi ef undan eru skildir örfáir dagar sem voru ögn kaldari og hvassari en hinir. Samt eflaust léttasti janúar í langan tíma. Flottur calander hjá þér með commentum og alles. Þú ert nú alvöru hjólari en ég alger byrjandi. Það er viss passi að ef mér dettur í hug að fara að hjóla þá eru vindlaus dekkin. Lét það ekki stoppa mig núna. Hef ásett mér það að vera duglegri að skreppa um nágrennið en kosturinn við að hjóla er hvað maður kemst yfir stórt svæði á stuttum tíma. Vona að það viðri vel á þig í febrúar, kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.2.2010 kl. 20:55

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón já maður fer ekki langt frá síma nú orðið. Þetta var nú svona smáskot á yngri dóttur mína sem heimtar alltaf að vita hvar ég er og hvað að gera. Hún er svo lík móður sinni ( nú verður  hún alveg óð ef hún sér þetta  ) Ert þú hjólandi ? Ég vil nú ekki vera dónaleg en brú yfir sundið mitt  æ geturðu ekki bara farið landleiðina eins og hún er núna, annars spillist útsýnið hjá mér. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.2.2010 kl. 20:59

5 identicon

Já það er einstakt að geta hjólað á þessum árstíma, hvað þá í Kópavoginum, en er ekki ástæðan bara sú að yfirgangurinn hafi brenglast svona hjá útrásarvíkingunum að þeir tóku sér það    bessa(staða)leyfi og fluttu íslenska vetrarveðrið út til meiginlands evropu þar sem það gerir mikinn usla núna, það er ekki einusinni hægt að hjóla niður í móti í Danmörku..... kveðja Gúndi Glans

Gúndi Glans (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 10:44

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Já ég hjóla talsvert - er hjólastígur inn voginn og út á nesið hjá ykkur ?

Skulum ekkert vera að skemma útsýnið hjá þér með hjólbrú, nebb

Jón Snæbjörnsson, 9.2.2010 kl. 16:22

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já kannski bara Gúndi. Það er þá eitthvað jákvætt við blessaða útrásarvíkingana því önnur eins blíða hefur ekki verið í boði í töluverðan tíma. Einhver sagði að þetta væri hin hliðin á Global Warming fyrirbærinu. Kæmi bara hressilega til baka þegar hin hliðin væri í boði. En den tid den sorg eins og einhver sagði. Kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.2.2010 kl. 18:04

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón Það er þessi fíni göngu og hjólastígur allan hringinn hér við Foss- og Kópavoginn. Þú ættir endilega að koma yfir þetta er svo yndislegt.   Takk fyrir tillitsemina. Hvernig gengur með golfið? Varstu ekki búin að fá þér sett og alles ? kv.Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.2.2010 kl. 18:06

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ha já golfið - settið er í geymslunni - viðurkenni þó að ég strýk kassanum öðru hvoru - páskar rétt bráðum og svo kemur vorið ljúfa og þá birjar "golfið"   

Jón Snæbjörnsson, 10.2.2010 kl. 14:54

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Nú er tíminn til að fara til kennara og slá nokkrar fötur á viku til að undirbúa vorið . Gangi þér vel í sumar. Ekki tapa af þeirri æðislegu ánægju sem golfið er. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.2.2010 kl. 21:16

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Takk fyrir Kolbrún - idet mindste þá máta ég græjurnar

Jón Snæbjörnsson, 12.2.2010 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband