Leita í fréttum mbl.is

Hamingjan verður ekki hertekin Eyjólfur

Kossinn eftir Gustav Klimt. Olía á striga (1907-1908).Nýlega fór ég á frumsýningu hjá Halaleikhópnum. Þar var sýnd tilfinningarík og stórbrotin ástarsaga þeirra Steinunnar og Bjarna á Sjöundá eftir Svartfugli Gunnars Gunnarssonar. Bæði áttu maka þegar þau hittust fyrst er Bjarni og Guðrún flytjast að Sjöundá, sem var kotbær á Barðaströndinni. Það var ást við fyrstu sýn. Ástir þeirra kostuðu bæði þau og maka þeirra miklar hörmungar og voru þau ásökuð fyrir morð á mökum sínum. Börn Bjarna og Guðrúnar fórust á flótta á leið heim að Sjöundá meðan hann sat í varðhaldi. Leikgerðin var afar skemmtileg og sagan sögð á myndrænan hátt. Tónlistin hélt manni föngnum í þessum gamla og ömurlega tíma sem sagan gerist á og sviðsmyndin flottur rammi utan um söguna.

Margir áttu þarna stórleik en í huga mínum sitja tvær senur sem eru þegar Steinunn og Bjarni eiga einkasamtal við Eyjólf kapellán sem Daníel Þórhallsson lék mjög sannfærandi. Sóley Björk, kom hinni sterku og fögru konu, Steinunni, vel til skila og fór á kostum þegar Steinunn bognaði í lokin undan sársaukanum og sektarkenndinni og áttaði sig á að hamingjan yrði ekki höndluð þrátt allt. Þröstur Jónsson sem lék Bjarna var sömuleiðis fanta góður sérstaklega þegar Bjarni opnar sig fyrir prestinum. Þá skein í mikla örvæntingu og sorg. Ekki út af dauða barnanna og yfirvofandi eigin dauðadómi, heldur miklu frekar því hvort fjötrar ömurlegs hjónabands munu líka halda í himnaríki.

Svar kapelláns féll mér vel í geð.

Þessi saga er gott dæmi um það hvað ástin er ofmetin.

Sjáið endilega leikritið. Það er ekki bara tveggja stunda skemmtun heldur eitthvað miklu meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Takk fyrir þetta Kolbrún má ég vísa í þetta á vefnum okkar ?

og Þröstur er Jónsson...

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 7.2.2010 kl. 11:21

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Ása. Auðvitað máttu gera við þetta hvað sem þér sýnist. Þetta er mín upplifun á verkinu og við hana stend ég hvar sem er. Takk fyrir frábæra sýningu. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.2.2010 kl. 12:25

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Umhugsunarverð orð sem þú lætur falla í niðurlaginu um fyrirbæri sem margir telja þó megingangvirki mannlífsins.

Magnús Geir Guðmundsson, 7.2.2010 kl. 21:34

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Magnús. Já ertu að tala um ástina eða trúna ?. Þessi sýning er bara þannig að maður veltir því fyrir sér hvort ástin eigi yfirhöfuð rétt á sér. Þá er ég auðvitað að tala um svokallaða ást milli manns og konu (Eros).  Það er vitað að sú ást sviptir þau heilbrigðri skynsemi, tekur burt sanngirni og tillitsemi og veldur síðan angri og eyðir sálarró.   Eigum við að ræða það eitthvað frekar  eins og maðurinn sagði. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.2.2010 kl. 21:58

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, ræðum það og upp í rúm haha!

En ást er nú víðtækt og ekki sama ást og ást hygg ég nú, þar með talin milli manns og konu.Fyrirbærið sem við köllum svo, er bara einhverra hluta vegna þarna, í mismunandi mæli i brjóstum hvers og eins, alveg burtséð svo frá því hvort það eigi rétt á sér eður ei. Meginþorri mannkyns stendur í þessari meiningu, en kannski er þetta bara blekking, ættum að láta bara kynkvötina eina ráða og þá væri kannski sum vandamál ekki fyrir hendi?!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.2.2010 kl. 10:35

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já Magnús, nú líst mér á þig . Ertu að detta inn í hippatempóið þarna. Sleppa því að binda sig, elska alla, og "hoppa upp í rúm" með þeim sem manni hugnast hverju sinni. Ekki vitlaust, allavega hafa fjötrar trúarinnar og hennar kreddur þjakað viðkomandi aðila, í þessu umrædda leikriti, svo varla hefur verið hægt um vik þar sem heyra hefur mátt hummm og ha í gegnum þunna veggi kotsins. Þessi ást sem yfirtekur alveg hausinn á manni er oftast hormónahlaðin í meira lagi, meðan hún varir, og því er erfitt að hugsa sér þessa stöðu sem þau hafa verið í þarna blessað fólkið. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.2.2010 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband