Leita í fréttum mbl.is

Golfkveðja

golfpilsiðEins og sjá má á meðfylgjandi mynd og þessu kvæði sem ég fékk sent í dag frá góðum vini, sem er hörkugolfari, gerist margt skemmtilegt og óvænt í golfi. Allavega er ég farin að hlakka til golfferðarinnar sem framundan er, en það er hin hefðbundna æfingarferð eldri kylfinga til Flórída. Í síðustu ferð var ég vöruð við kreppunni og sagt hvernig ég ætti að forðast hana. Ég hef stundum sagt að þetta sé sambúðaræfing, því það er enginn leikur fyrir þá sem búa einir að vera allt í einu komnir í sambúð með átta manns í húsi og það í hálfan mánuð. Þetta hefur þó gengið slysalaust til þessa og bara verið gaman að kynnast fólkinu. Ekki hefur verið verra að golfvellirnir sem við spilum eru alveg frábærir, ólíkir en allir flottir. Veðrið hefur verið frábært en það er spurning hvernig þetta veltist núna þegar veðurfarið er allt úr lagi gengið. Nú frýs í  helvíti en hiti á Íslandi. Auðvitað vonar maður bara það besta. 

Hér kemur bragurinn frá Tomma

Á völlinn við golfarar skundum

Við höggin og púttin við dundum

En erfið er þrautin

Og vandhitt er brautin

Við sveifluna vonir við bundum.

Á teignum teinrétt við stöndum

þar tengjumst við vináttuböndum

en undir niðri

í sveiflunni miðri

við týnumst í draumanna löndum.

Kolbrún hún kúluna lemur

Kraftinn og mýktina hemur

Þó útaf hann fari

Hún endar á pari

Er kát hún af flötinni kemur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, aldeilis skemmtilegur hann Tommi vinur þinn, að "tromma upp" með þessar golflimrur!

Hringina einn og einn,

arka vildi ég beinn

J'a, góður og glaður,

gæfumaður

Sem Kolbrúnar kylfusveinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.2.2010 kl. 23:17

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Magnús. Takk fyrir fallega vísu. Það er nú lítið út úr því að hafa að vera kylfusveinn hjá mér, ekki er verðlaunafé í þeim klassa að menn verði glaðir af þeim prósentum sem kylfusveinar venjulega fá.

Tommi vinur minn er algert gersemi hvað varðar hjartahlýju, rausnarskap og skemmtilegheit. Það á ekki bara við gagnvart mér heldur alla sem hann umgengst. Það eru ekki mörg eintök til sem hann. Sjálfur ert þú nú öðlingur og fjörkálfur hinn mesti og hefur glatt mig og mína bloggvini með vísum hér á blogginu frá upphafi okkar kynna.

Kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.2.2010 kl. 08:52

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Loksins rann upp fyrir mér ljós, þegar ég sá þessa mynd. Fyrst nú skil ég hvers vegna karlmenn streyma í golf þegar grái fiðringurinn byrjar að herja á þá!

Ágúst Ásgeirsson, 15.2.2010 kl. 21:40

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gústi. Já ég var nú í síðustu færslu að hvetja einn bloggfélagann til að fara að stunda golfið og hafði það líka í huga að áður hafa nokkrir bloggvinir líst miklum áhuga á pilsum og kvenlíkamanum. Reyndar hef ég ekki séð margar svona skvísur á G-streng og ekki vildi ég fá bit á slíkan álagsstað. En myndin er flott því er ekki að neita . Kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.2.2010 kl. 22:34

5 identicon

Hvenær litaðir þú á þer hárið?

Pétur (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 15:41

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahahah hárkolla, á hverju þekktirðu mig hahahha

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.2.2010 kl. 18:07

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kolbrún mín góð, ei krefðist ég neins fyrir fylgdina, þvert á móti myndi ég borga fyrir samvist við þig haha!

Í golfinu er gjarnan kátt,

gleðjast þar er Kollu tamt.

Hrukkóttri með hárið grátt,

henni vildi fylgja samt!

(engu skiptir nú litur dagsins eða "Kollan á Kollu" haha!)

Magnús Geir Guðmundsson, 19.2.2010 kl. 17:30

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Now we ´r  talking. Bara borga með sér. Auðvitað er þetta ekki ég bara joke. Come on. Vísan er snilld. Takk fyrir hana. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.2.2010 kl. 00:15

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sem jafnan fyrr mín er ánægjan og heiðurinn af vinsemd yðar, náðuga frú!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2010 kl. 00:35

10 identicon

  Það er greinilega ekki nóg að lita hárið.

Pétur (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 12:40

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Nei ég þekkist alltaf á kálfunum hahaha.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.2.2010 kl. 13:22

12 identicon

Hér hefur þú þetta.

Rotið er flest á Raufarhöfn

rammaukin grútarfýla.

Ólgar við kletta úfin Dröfn

ekkert má vindum skýla.

Utan við hvers manns auman rann

andskotans drullubríla.

Enginn ræktar sinn innri mann

allir vömbina kýla.

Pétur (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 10:28

13 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ja hérna Pétur. Þú ert ekki að skafa af því. Er þetta eftir Egil níðskáld okkar Raufarhafnarbúa. Raufarhöfn var lengi gullhæna okkar Íslendinga og því var þar allt í grút, gufu og slori. Auk þess varð plássið eins og villta vestrið í den og fylltist af vitlausu fólki "að sunnan"

Þó Raufarhöfn skorti allan andlegan auð

og eigi sé fegurðar staður

Að lasta þitt eigið lifibrauð

er ljótt af þér aðkomumaður.   kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 121898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband