Leita í fréttum mbl.is

Laugardagsgangan

íslensk fegurðEnn er kominn laugardagur. Einhvernvegin finnst mér vikan svo fljót að líða að það vekur mig til umhugsunar í hvað ég hef verið að verja tíma mínum.

Ljóst er að tíminn hefur dreifst á vinnu, verkefni og áhugamál. Vinnan er fjölbreitt og skemmtileg í góðu andrúmslofti og náungakærleika. Það fann ég vel þegar ég þurfti að leita á gamlar slóðir í gær. Þó við séum ekki alltaf sammála eru þó heilindi í hávegum höfð og komið jafnt fram við alla og af réttsýni.

Verkefni mín eru fjölbreitt en um þessar mundir er ég að vinna að endurbótum á heimili mínu bæði utan húss og innan. Ekkert viðhaldið síðan 2000 þegar ég flutti inn og kominn tími á flesta hluti. Mörg heimilistæki eru að syngja sitt síðasta og ýmislegt sem þarf að lagafæra. Mér finnst ekki skemmtilegt að leita til íslenskra iðnaðarmanna, satt best að segja.

Annað verkefni er að grisja fataskápinn, flokka, henda og endurnýja.  Það er rosalega erfitt því mér finnst svo leiðinlegt að kaupa mér föt. Gömlu fötin eru líka hlaðin minningum og ég tími varla að henda þeim þó þau passi ekki lengur og muni aldrei gera.  

Þriðja verkefnið, sem jafnframt er áhugamál, er svo að njóta samvista við dætur og barnabörn og byggja upp náið samband við fólkið sitt. Það er verkefni sem ég er til í að eyða meiri tíma í en hef verið að setja allt of mikið í aðra hluti. Það mun breytast á næstunni.

Önnur áhugamál eru líka æðisleg og má þar nefna dans, golf og svo gönguferðir sem ég stunda með hópnum mínum á laugardögum. Við höfum farið á marga ægifagra staði og notið fegurðar íslenskrar náttúru og samvistanna hvert við annað.

Allavega óhætt að segja að þessari konu leiðist ekki lífið ;) .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mundu að kjósa í dag

Sigurður Þorsteinsson, 20.2.2010 kl. 09:29

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já sæll !! Hvað viljum við ? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.2.2010 kl. 13:23

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alveg að farast úr spauggirni hann Siggi hérna!En þú hefur kannski samúð með "Boxaranum" GIB ef hann hefur tapað fyrir Manna stráknum, mínum annars gamla skólabróður héðan að norðan?

En..

Á laugardögum labbar vífið,

leiðist ei að skeiða bratt.

Henni víst þá líkar lífið,

þó líði tíminn allt of hratt!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2010 kl. 20:58

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já góður Magnús. Æ Sigurður heldur endilega að ég eiga heima í Sjálfstæðisflokknum og hefur alltaf sagt það. Hann þekkir mig úr viðskiptalífinu og við erum með líkar skoðanir á mjög mörgu. Hann er eldhugi.

Ekki hefði ég haft á móti því að Gunnar leiddi Sjálfstæðismenn, ekki síst ef við bjóðum fram FF  en þekki norðanmanninn ekkert. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.2.2010 kl. 21:09

5 identicon

Ja hér ,þú ritar hér ofar Kolbrún ,,Mér finnst ekki skemmtilegt að leita til Islenskra iðnaðarmanna satt best að segja.,,Nú er ég aldeilis mikið hissa á þér.Hvað er frúin að meina og segðu okkur frá þeim hörmungum sem þú virðist hafa lent í hjá íslenskum iðnaðarmönnum.Áfram Íslenskt.

NN (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 22:15

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll NN. Því er fyrst til að svara að ég fer ekki að tíunda einstaka iðnaðarmenn hér á mínu bloggi. Ég er nú þarna að skírskota til 20-30 ára reynslu úr vinnunni þar sem kalla hefur þurft á iðnaðarmenn í eitt og annað. Ég get þó sagt að mér finnst þeir yfirleitt dýrir og óáreiðanlegir með tímasetningar. Þeir sem ég hef verið ánægð með eru aðilar sem ég þekki persónulega og þeir hafa unnið vel fyrir mig. 

Þetta er nú skýringin á af hverju allt er að drabbast hér hjá mér.

en já já , veljum íslenskt ef það er sambærilegt verð og gæði.

Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.2.2010 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 122263

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband