Leita í fréttum mbl.is

Ný staða

go_sta_a.jpgÞað er óhætt að segja að það sé ný staða sem blasir við okkur frjálslynda fólkinu. Nú stendur til að halda landsþing Frjálslynda flokksins þrátt fyrir að það sé ekki samkvæmt ritualinu. Núverandi stjórn er búin að sitja í u.þ.b. eitt ár. Miðstjórn mat það svo, nú nýverið, að það væri bráðnauðsynlegt að kjósa nýja forystu og það sem allra fyrst. Ég játa að mitt pólitíska nef náði ekki að átta sig á þessari brýnu þörf nú. Margir höfðu þá skoðun fyrir síðustu kosningar að tímabært væri að skipta um forystu. Það var vissulega gert þótt formaður héldi sínu sæti. Á landsþinginu í Stykkishólmi var Guðjón Arnar kosinn formaður með nokkrum yfirburðum en Magnús Þór Hafsteinsson hlaut þó nokkur atkvæði. Nýr varaformaður, Ásgerður Jóna Flosadóttir, var kjörin og Hanna Birna Jóhannsdóttir kosin ritari. Ásgerður gekk úr vistinni eftir eina viku eða svo sem er líklega heimsmet. Undirrituð var af miðstjórn, samkvæmt lögum flokksins, sett sem varaformaður í staðinn. Hanna Birna gaf svo sínu embætti líf á síðasta miðstjórnarfundi af persónulegum ástæðum. Afar ólíklegt er að Guðjón Arnar gefi kost á sér í formanninn, þó hann muni eflaust starfa í flokknum áfram. Engir starfsmenn eru nú á launaskrá hjá flokknum.  Það má því segja að það er farinn að þynnast ísinn undir forystunni. Nýverið varð ljóst að Reykjavíkurborg muni greiða "styrkinn til  flokkanna" til Frjálslynda flokksins sem framkvæmdastjórn hefur látlaust reynt að innheimta. Það þýðir að flokkurinn fer ekki í gjaldþrot og getur haldið áfram starfsemi sinni.

Allt bendir til þessa að nýr maður verði í brúnni eftir landsþingið sem verður 19.  og 20. mars og gera má ráð fyrir að margir verði nú til kallaðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú ert boðberi tíðinda þykir mér, sem þó hafa ekki náð víða svo ég viti?!

Ætli glæsikvinna á óræðum aldri taki við stjórninni í brúnni, eða..??

Magnús Geir Guðmundsson, 19.2.2010 kl. 17:36

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Magnús. Ég er nú bara að spá i spilin í kjölfar þess að við vorum að pæla hvað við þyrftum stóran sal undir þingið . Ég er nú líka frekar óánægð með félaga mína að vera með þessa atlögu, sem mér finnst vera, á sitjandi formann og framkvæmdastjórn sem væntanlega er þá ekki að gefa kost á sér áfram fyrst það er vilji miðstjórnar að setja hana af. Á hvaða aldri og hvers kyns er aukaatriði. Hitt er annað að það gefur fólki gott tækifæri til að taka við stjórninni og byggja flokkinn upp eins og það vill hafa hann. Flokkurinn er eftirsóknarverður fyrir margra hluta sakir þó það hafi ekki þótt par fínt í góssentíðinni að tilheyra honum. Málefnaskrá, flokksskrá og reynsla er eitthvað sem menn hljóta að líta til. Kvenmann í brúnni ,,,góður Magnús" það var reynt í fyrra og gafst ekki vel . Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.2.2010 kl. 21:31

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Allt hefur nú sinn tíma Kolla, meira að segja Guðjón Arnar!

Ekki sama hver kvinnan er, sú sem nú gæti tekið við ekki eins sækin í athygli, en er alveg örugglega fjölhæfari í það minnsta!

En þetta er já spurningin að hrökkva eða stökkva, eins og alltaf þegar taka þarf afdrifaríkar ákvarðanir!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2010 kl. 21:03

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það Magnús en er það ekki það sem er nauðsynlegt í pólitík,að elska sviðsljósið. Ég er nú hrædd um að feimnin yrði mér til trafala í þessu umrædda embætti. Já það er nú mjög inn í dag að óttast ákvarðanatöku sýnist mér. Allavega hjá borg og ríki. Ég er sammála því að menn verða að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim.  En takk fyrir að hafa trú á mér Magnús. Það er alltaf gott að finna að maður er einhvers metinn. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.2.2010 kl. 09:48

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Tek undir með Magnúsi Geir. Víst er að fríðleiki í hópi flokksformanna myndi aukast verulega. Og fallþungi minnka!

Ágúst Ásgeirsson, 22.2.2010 kl. 08:03

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gústi. Takk fyrir það en ég viðurkenni þetta með fallþungann. Svo er hitt að menn verða kannski fastari fyrir eftir því sem þeir eru þyngri allavega í vörninni og leifturárásum ýmis konar. :) Nú fer maður að hjóla í vinnuna. Bensín liter kominn í 200 kr og tankurinn hjá mér 10 þúsund. Þetta er magnað. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2010 kl. 18:15

7 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Gott hjá þér að draga fram hjólið, það er allra meina bót. En ég botna aldrei í einu, og það er hvers vegna bensínið er mun ódýrara á Íslandi en á meginlandi Evrópu? Skýringin hlýtur að vera að það er skattlagt mun hærra hér en á Íslandi.

Það skekkir reyndar þennan samanburð, að ég reikna krónuna á um 180 krónur, en ekki 80 eins og var fyrir tveimur árum eða svo. Á þessu tímabili hefur bensínverðið hér ekki breyst svo ýkja mikið, í evrum talið.

Ódýrara bensín en á Íslandi finnst ekki fyrr en á Spáni - þangað held ég í fyrramálið, ef flugumferðarstjórarnir frönsku aumka sér yfir okkur sem þurfum að skreppa bæjarleið og hleypa vélunum í loftið. Þeir stræka þessa dagana gegn nútímavæðingu flugumferðarþjónustunnar í Evrópu. 

Ágúst Ásgeirsson, 23.2.2010 kl. 18:57

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll  Já eru þeir á móti tækninni flugumferðastjórar í Frans. Það er margt skrýtið í kýrhausnum eins og sagt er. Mér er sagt að helmingur af bensínverðinu fari beint í skatta og tolla hjá ríkinu. Forsvarsmaður FIB gat ekki gagnrýnt síðustu hækkun einmitt vegna þess að þetta er bara gengið en ekki hækkun á álagningunni í % talið. Ég er rétt búin að hóta því að draga fram hjólið þegar allt er orðið hvítt af snjó. Eins gott að drífa sig bara í golfferð til að halda geðheilsunni, ef það dugar þá  þó ég elski golfið. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.2.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 121919

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband