Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Teikn og fyrirboðar

Á þessum undarlegu tímum sem við lifum í dag er algengt að fólk láti samsæriskenningar ná tökum á sér. Menn sjá teikn á lofti, ýmist sem fyrirboða eða afleiðingar einhverra annarra atvika. Stórbrunar eru gjarnan tengdir við stórviðburði. Til dæmis brann til grunna hið sögufræga hús, Valhöll á Þingvöllum, þar sem hinn sögufrægi koss Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks átti sér stað. Við myndun þeirrar ríkisstjórnar er óhætt er að segja að ástareldurinn hafi verið mikill og jafnframt að menn hafi gleymt að setja öryggið á oddinn og því er þjóðin nú varnalaus í þeirri vá sem nú brennur á henni.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, barðist við eldinn, berum höndum, til að bjarga Höfða, hinu sögufræga húsi í Reykjavík, undan eldtungunum daginn eftir að Davíð Oddson tók við ritstjórn Moggans. Vonandi táknar það að hún og hennar fólk muni, með handafli ef þarf,  viðhalda því velferðarkerfi sem þó hefur verið til staðar í borginni. Vonandi áttar fólk sig á því að verðmæti eru ekki bara í húsum, listmunum og málverkum. Gott kerfi sem heldur utan um fólk sem ekki er fært um að bjarga sér, er verðmæti sem allir verða að leggjast í að bjarga. Þjóðin sendi Gresnásdeild Landspítalans hlýjar kveðjur á föstudaginn var. Vonandi er það tákn um að fólk skilji að það þarf að vinna vel í velferðargeiranum og ætti að vera hafið yfir pólitískt argaþras. 

Ríkisstjórnin hefur ekki verið að slökkva elda þrátt fyrir það sem sagt var fyrir kosningar. Þráhyggjan um að þvinga þjóðina inn í ESB, með Icesave reikninginn í kokinu, gerir ekki annað en að tefja endurbætur og uppbyggingu samfélagsins. Vonandi verða ritstjóraskipti á Morgunblaðinu til þess að opna augu og eyru fólks fyrir því að margar aðrar leiðir eru færar til að byggja upp okkar ágæta samfélag á ný. Ég held að nú fari fólki að iðrast þess að hafa viljað kanna hvað væri í boði í ESB. Nú vita menn líklega að það sem er í boði er Icesave skuldin, sem menn nenna ekki lengur að tala um frekar en fiskikvótann, okurvextir, sem haldið er uppi af Seðlabanka sem ríkisstjórnin stýrir og atvinnuleysi að evrópskum hætti. Ég brenn í skinninu eftir því að ríkisstjórnin fari að taka til kostanna, dragi umsókn um aðild til baka um óákveðinn tíma og semji við aðra um fyrirgreiðslu og samvinnu. 

 


Ömmudrengur

Hvað ætli sé í þessuÞað er einhver takki þarna

 

Merkilegt hvað strákar eru skrýtnir. Alltaf að skoða og kanna alla hluti. Ég fór með krúttið mitt í göngutúr og það var gaman að sjá hvað hann þurfti að skoða það sem fyrir augu bar. Ég taldi mig heppna að ná honum af brunahananum áður en hann færi í gang með tilheyrandi vatnsgusum en það slapp með því að vekja athygli hans á næsta fyrirbæri. Hann er svo mikill fjörkálfur að þessi mikla athyglisgáfa kom mér á óvart. Ég sagði honum " að það væri ekkert að sjá, allt jafn augljóst og kjörin í ESB.

Áfram Íslands -ekkert ESB

Sýnum ábyrgð

Oft er talað um að fólk eigi að axla ábyrgð í opinberum störfum. Yfirleitt er þá til þess ætlast að viðkomandi taki pokann sinn. Minna hefur verið talað um að fólk eigi að taka ábyrgð á sínu daglega lífi. Margir vilja treysta á að eitthvað eða einhver komi þeim til bjargar þegar þeir hafa sjálfir klúðrað sínu lífi. Sumir eru líka þannig að þeir vilja alls ekki taka ákvörðun og leggja því allt sitt traust á ráðgjafa eða einhverja guðstrú.

Flestir geta lent í að gera ranga hluti og telja þá oft að einhver eða einhverjir hefðu átt að benda á að þeir væru komnir á ranga eða hættulega braut. Aðrir festast í ásökunum um að uppeldið hafi ekki verið nógu gott, hjónabandið misheppnað eða í versta falli bankinn þeirra eða ríkisstjórnin verið ómöguleg. Svo er til fólk sem er þannig stemmt í pólitík að það vill reglur um alla hluti. Boð og bönn út um allt. Sjálfri finnst mér að forræðishyggjan sé óþolandi, ali á aumingjaskap og dragi alla döngun úr fólki. Það var mikið vegna þessarar skoðunar minnar að ég gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn. Mér finnst fólk eigi að bera meiri ábyrgð á eigin lífi og nota dómgreind sína sjálfum sér og sínum til farsældar, annars sitji menn uppi með afleiðingarnar sjálfir. Til þess að þetta gangi verður að ríkja traust og réttlæti í umgjörðinni sem við lifum í, samfélaginu sjálfu og réttarkerfinu. 

Ég er á móti því að viljaleysi fólks verði til þess að aðrir verði að búa við ofríki frá hinu opinbera. Mér finnst við vera á góðri leið með að verða reglugerðarríki, eins og sagt er að sé í Svíþjóð og ef við förum inn í ESB þá verður staðall um alla hluti. Það mun væntanlega drepa niður þá framtakssemi og þann heilbrigða metnað sem hefur komið þjóðinni til þess sjálfstæðis sem hún hefur í dag. Þjóðin býr við erfiðleika um þessar mundir eftir nokkuð langt góðæristímabil. Það er þannig í lífinu að það skiptast á skin og skúrir og ég tel að við, ef við sýnum ábyrgð, munum komast í gegnum þetta tímabil mun fljótar og betur ef við höfnum aðild að ESB.


Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband