Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Kosningabaráttan.

Grand hotel1Þá má segja að kosningabaráttan sé hafin fyrir komandi Alþingiskosningar. 25. febrúar var haldinn fyrsti fundur í fundaröð um velferðarmál, að frumkvæði ÖBÍ og Þroskahjálpar, að Grand Hótel í Reykjavík. Frummælendur voru Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Matthías Halldórsson landlæknir.

Í panel voru fulltrúar allra framboða og notenda. Gerður A. Árnadóttir formaður Þroskahjálpar, Helga Sigrún Harðardóttir alþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn, Helgi Hjörvar alþingismaður fyrir Samfylkinguna, Sigríður Jóhannsdóttir formaður Samtaka sykursjúkra og síðast ,en ekki síst, undirrituð fyrir Frjálslynda flokkinn.

Þokkaleg mæting var á fundinn og honum stjórnað af festu, en sanngirni , af Þresti Emilssyni, fjölmiðlamanni.

Fundurinn var mjög fróðlegur og var mörgum spurningum beint til panelsins. Fundartími var til kl. 22:00 og þá var fundi slitið, en okkur uppálagt að svara óafgreiðum spurningum síðar í emaili.

Svörin og upptaka af fundinum verður síðar birt á heimasíðu ÖBÍ. 

 Kjósið nú rétt. 

 

 

 


Dómharka.

Gerrard bottomEinn bloggvinur minn var að tjá sig um útlits- og fegurðardýrkun og dóma þar að lútandi. Hann var  nokkuð sammála mér og fleiri kvenrembum um að það ætti ekki að eiga sér stað neitt slíkt. Líta ber á hæfileika og kosti fólks miklu fremur. Flestir eru sammála því hvað er kostur og hvað löstur á fólki. Flestir hafa líka ákveðna hugmynd um hvað sé rétt og hvað rangt. Samt er það pínu teygjanlegt og óljóst hvar línan er akkúrat dregin. Sjálf hef ég orðið vitni að því, nú nýlega, að fólk dæmir kannski eftir einni setningu sem aðili sendir frá sér í rituðu máli. Það var ekki verið að grafast fyrir um það hvað viðkomandi meinti eða var að hugsa akkúrat þá. Þetta er verra en rörsýn að mínu áliti, verra en þröngsýni, verra en dómharka. Ég held að nú þegar pólitískur slagur er framundan og alls kyns prófkjör og metingur í gangi þá ættum við að huga að þessum málum sérstaklega. Ég verð samt að viðurkenna að sumt gleður augað meira en annað....eðlilega.

Frjálslyndar konur.

IMG_0760Það mætti halda þegar hlustað er á fréttaflutning um Frjálslynda flokkinn að allt sé neikvætt og leiðinlegt sem gerist hjá þeim. Það er þó ekki þannig, þó vissulega hafi ekki skort á leiðindin heldur. Á þessu þingi sem staðið hefur í tæp  tvö ár hafa þrjár sómakonur, hver annarri hressari, tekið sæti á Alþingi Íslendinga. Fyrst Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir síðan Hanna Birna Jóhannsdóttir og nú síðast kjarnakonan Ragnheiður Ólafsdóttir. Ragnheiður hefur vissulega vakið athygli með skeleggri framkomu sinni og öryggi í ræðustól. Málefnaleg og jarðtengd veitti hún þingheimi tiltal fyrir óábyrga framkomu í þinginu á örlagatímum þjóðarinnar. Ragnheiður er margreynd í félagsmálum, málefnum öryrkja og gerþekkir málefni sjómanna enda sjómannskona til margra ára. Auk þessa hefur hún líka hæfileika á andlega sviðinu, les til dæmis í áru fólks. Ég óska henni velfarnaðar í vandasömu starfi.

Að vaða.

Í fjöruborðinuÍ dag hringdi í mig íslenskur karlmaður frá Svíþjóð. Hann hafði leitað til Tryggingarstofnunar ríkisins en verið vísað frá. Hann hringdi þá í Sjálfsbjörg lsf og var að falast eftir upplýsingum. Dóttir hans er að skrifa ritgerð sem á að fjalla um mismunandi kjör hreyfihamlaðra í Svíþjóð og á Íslandi. Ég bauðst til að kanna þetta fyrir hann og bað hann að senda mér spurningarnar. Hann las þær fyrir mig og þá komst ég að því að hann var að tala um fólk sem þarf sólarhringsumönnun. Þegar ég sagði honum að í flestum tilfellum væru þeir aðilar vistaðir á stofnunum, stundi hann "ertu ekki að grínast". Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég heyrði hve hissa hann varð og sagði honum að við værum að vinna í því að koma á notendastýrðri persónulegri aðstoð, eins og ég vissi vel að væri í Svíþjóð, Noregi, Bretlandi, Bandaríkjunum og nú nýlega innleidd í Danmörk. "En eruð þið þá fimmtíu árum á eftir eða hvað" sagði hann. Nei við erum tuttugu og fimm árum á eftir Svíþjóð því þeir tóku þetta upp þá en við erum tuttugu árum á eftir því sem gæti talist eðlilegt. Auðvitað á viðkomandi aðili að fá þjónustuna heim til sín. Af hverju skyldi hreyfihamlaður drengur ekki geta farið að vaða með vinum sínum. Getur einhver svarað því?

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband