Leita í fréttum mbl.is

Að vaða.

Í fjöruborðinuÍ dag hringdi í mig íslenskur karlmaður frá Svíþjóð. Hann hafði leitað til Tryggingarstofnunar ríkisins en verið vísað frá. Hann hringdi þá í Sjálfsbjörg lsf og var að falast eftir upplýsingum. Dóttir hans er að skrifa ritgerð sem á að fjalla um mismunandi kjör hreyfihamlaðra í Svíþjóð og á Íslandi. Ég bauðst til að kanna þetta fyrir hann og bað hann að senda mér spurningarnar. Hann las þær fyrir mig og þá komst ég að því að hann var að tala um fólk sem þarf sólarhringsumönnun. Þegar ég sagði honum að í flestum tilfellum væru þeir aðilar vistaðir á stofnunum, stundi hann "ertu ekki að grínast". Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég heyrði hve hissa hann varð og sagði honum að við værum að vinna í því að koma á notendastýrðri persónulegri aðstoð, eins og ég vissi vel að væri í Svíþjóð, Noregi, Bretlandi, Bandaríkjunum og nú nýlega innleidd í Danmörk. "En eruð þið þá fimmtíu árum á eftir eða hvað" sagði hann. Nei við erum tuttugu og fimm árum á eftir Svíþjóð því þeir tóku þetta upp þá en við erum tuttugu árum á eftir því sem gæti talist eðlilegt. Auðvitað á viðkomandi aðili að fá þjónustuna heim til sín. Af hverju skyldi hreyfihamlaður drengur ekki geta farið að vaða með vinum sínum. Getur einhver svarað því?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar sért þú.Já það er ótrúlegt að við skulum ekki standa okkur betur í sjálfsagðri samfélagslegri þjónustu í samfélagi okkar.Það er með ólíkindum forgangsröðun hjá þeim embættum sem ábyrgð bera á málum hreyfihamlaðra einstaklinga,og einstaklinga sem aðstoð þurfa í okkar heilbrigðiskerfi.Alltaf virðast vera til nógir peningar í Utanríkishítina og einkasukk hjá misvitrum pólítíkusum,það er alltaf ráðist á garðin þar  sem hann er lægstur,ef má orða það svo.Kolbrún það var fallegt veðrið í Mývatnssveitinni um helgina síðustu.En ansi var kalt ja svona á köflum.Það er vonandi að algjör umbylting verði á hugarfari stjórnmálamanna nú þessa dagana,og þá einnig hjá almenningi.Stöndum þétt saman og byggjum nýtt lýðveldi á jöfnuði og sanngirni.amen eftir því.

NN (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll NN. Jæja svo þú ert í Mývatnssveitinni. Það er nú alltaf fallegt þar og ekki síst í kyrru og köldu vetrarveðri. Yndislegur staður. Já það er undarlegt hvernig menn afgreiða þessi mál seint og snemma. Ég var á málþingi í gær í Laugarneskirkju um réttlæti. Þar var Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir ( ættuð úr Mývatnssveitinni ) að fjalla um mannréttindi og Þar var hún með áhugaverðar kenningar John Rolls og fleiri. Ein umræðan var að menn ættu að dæma í málum eins og þeir væru ófædd börn og vissu ekki hvaða númer þeir fengju þegar þeir fæddust. Hvort þeir fæddust með gullskeið í munni eða hvort þeir drægju númer öryrkjans eða fátæka mannsins. Ef við gætum hugsað svona þá myndum við flest vilja að í öllum flokkum væri nokkuð réttlátt fyrirkomulag.  Þetta var afar lofsvert framtak hjá ÖBÍ og Laugarneskirkju. Ásta Jóhannesdóttir ráðherra félagsmála var mætt og er það von mín að hún hlutist til um að málefni þeirra sem minnst hafa fái einhvern framgang. kveðja norður Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.2.2009 kl. 16:21

3 identicon

Sælar,NN kallinn var bara á ferðalagi um þingeyjarsýslur,en er samt ættaður þarna úr nágrenninu.Athyglisvert sem þú segir frá hér að ofan.Við lesturinn varð maður hálf slegin og vöknaði um augun.Óska þér alls hins besta í þínum störfum,og veit ég að þú stendur þig líkt og óhaggandi klettur,hafðu þökk,,,Ísafjörður á morgun,og fegurð vestfjarða bíða mín.(ps:NN er fyrir löngu orðin höfuðborgarrotta,en hjartað slær í þingeyjarsýslum.)

NN (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll aftur NN. Þekki þetta að elska landið sitt og jafnvel starfið sitt. Það gefur manni góða tilfinningu ekki satt, að finna að hjartað slær fögrum stað eða góðu málefni. Þú ert einhver ferðagarpur sem hoppar landshornanna á milli. frábært að geta gert það. Þakka þér hlý orð og góðar óskir. Ps. Ég er ennþá argasta dreifbýlistútta þó ég hafi búið á höfuðborgarsvæðinu í 12 ár. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:37

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Einkennilegt að við hér á íslandi skulum ekki reyna að elta betur td Svia - las grein eftir Hlédísi Guðmundsdóttur hér á blogginu þar sem hún eins og þú Kolbrún telur okkur langt langt á eftir í félaglegri sem og læknislegri umgjörð - því getum við ekki einfaldlega nýtt okkur það góða sem kemur frá reynsluríkara fólki / þjóðum

Jón Snæbjörnsson, 11.2.2009 kl. 09:33

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón. Já það er rétt við erum langt á eftir á Íslandi. Við ,hjá Sjálfsbjörg, erum einmitt að taka nágrannana okkur til fyrirmyndar. Við höfum dregist verulega aftur úr og ég finn það mjög í samstarfi við systursamtök okkar á Norðurlöndunum, þegar við hittum þau  tvisvar á ári. Í Svíþjóð og Noregi eru þessi mál í nokkuð góðum farvegi og alveg til eftirbreytni. Við erum að feta okkur í þessa átt núna og vonandi verður komin hér "notendastýrð persónuleg aðstoð" (eins og við höfum ákveðið að kalla þessa þjónustu) áður en langt um líður. Það verður stökkbreyting frá því sem nú er. Ég las þessa grein Hlédísar líka. Hún var mjög áhrifarík. Takk fyrir að hafa áhuga á þessum málaflokki. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.2.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 121875

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband