Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Golfsumarið 2009

Hola í höggi 2009Þá er þessu yndislega sumri lokið og þar með golfspilamennsku að mestu þar til vorar á ný. Ég er afar ánægð með hvað ég náði að bæta mig og spila mikið. Ég náði markmiðum mínum og rúmlega það. Nýja sveiflan virðist ætla að gera sig. Ég keppti í meistaramótinu og náði því að verða öldungameistari kvenna í GKG, en ég gekk í þann klúbb í sumar, og auk þess spilað ég nokkuð mikið bara ein á Mýrinni sem er afar skemmtilegur en frekar erfiður völlur. Tvær golfferðir til Spánar, önnur um páskana, sem frægt varð, til Real de Faula og svo núna í október til Ballena. Ég náði því að fara holu í höggi í nýafstaðinni golfferð. Það var reyndar skilyrði fyrir fararleyfi frá yfirmanninum, en ferðin kom upp á með stuttum fyrirvara. Ég er þá komin í einherjaklúbbinn. Það er þá fjórði klúbburinn sem ég tilheyri þetta árið. Ég er í GKG, GR, LEK og þessum svokallaða Einherjaklúbbi. Í sumar keppti ég með liði og náði þar bronsverðlaunum með kvennasveit GKG í sveitakeppni öldunga á Flúðum. Ég er ákveðin í að æfa sveifluna betur í vetur og koma sterkari til leiks í vor.


Nýja útrásin

Nú virðist viðskiptaráðherra vera lagstur í víking til að vinna landinu velvildar og nýrra tækifæra. Allir vita að brýna þörf ber til að bæta ímynd okkar Íslendinga erlendis og hver er nú bestur til þess nema sá sem hefur með viðskiptamálin að gera. Gylfi Magnússon hæstvirtur viðskiptaráðherra hefur nú lýst því yfir í heimspressunni að eftir nána skoðun á bankamönnum heimsins þá séu þeir íslensku allra verstir.

Væntanlega mun þetta auka tiltrú lánastofnana erlendis og opna þær lánalínur sem hafa verið lokaðar.

http://www.dv.is/frettir/2009/10/25/gylfi-islenskir-bankamenn-their-verstu-i-heimi/

Ef þetta, einhverra hluta vegna, virkar ekki alveg þá getum við  væntanlega gengið í ESB


Máttlaus stjórnarandstaða

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með frammistöðu Sjálfstæðisflokksins í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra. Ef einhvertíma er lag fyrir þann flokk að ná árangri þá er þetta tímapunkturinn. Nú er allt á suðupunkti út af afleitri frammistöðu stjórnarinnar og allt logar í illindum í Vinstri grænum. Þjóðin hefur misst trú á ríkisstjórninni og æ fleiri átta sig á þvingunum sem hún  beitir til að koma þjóðinni í ESB.

Það kom því á óvart að Sjálfstæðismenn skyldu flagga holdgervingi bankakrísunnar, varaformanni sínum, sem er eins og fleinn í holdi flokksins. Hún stóð sig vel að vanda en þó auðmjúk væri þá var það engan vegin nóg til að leiða hugann frá ímynd hennar og ábyrgð flokksins á krísunni. 

Verra var að Ragnheiður Elín sem hefur oft átt góða spretti var alveg afleit. Afgerandi úr takti við tilveruna mætti hún með ræðu sem hefði getað gengið 2006 og lét eins og hún hefði ekki heyrt um kreppuna hvað þá breytt hugarfar hjá þjóðinni í kjölfar hennar. Ekki hafði hún mikið fram að færa utan fréttar eða kannski frekar skilaboða frá sægreifa í Þorlákshöfn sem vildi halda áfram að eiga kvótann sinn og önnur skilaboð frá vinkonu á Suðurnesjum sem vildi að þingmenn héldu áfram að sofa á verðinum og þvældust ekki fyrir hugmyndaríkum eiginhagsmunafrömuðum sem ætla að byggja upp samfélagið. 

Ég get ekki túlkað það öðruvísi en að þessi unga og menntaða kona vilji að þingmenn haldi sig við Austurvöll sem götuskraut og að allt verði óbreitt frá því fyrir kreppu. Þessi frammistaða dregur vissulega athygli frá drambi Þorgerðar og e.t.v. til þess gert að aflétta ímyndarvandamálinu af varaformanni. Sif æfði sína ræðu fram að flutningi og var framúrskarandi góð ,gagnrýnin og málefnaleg. Birgitta ýfði upp í mér viðkvæmnina fyrir því fagra í lífinu en óþarfi að hafa þingmann til þess.

Allt eru þetta mætar konur en mér finnst nú meira þurfa til að réttlæta lögbindingu kynjakvóta en svona frammistöðu.


Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband