Leita í fréttum mbl.is

Golfsumarið 2009

Hola í höggi 2009Þá er þessu yndislega sumri lokið og þar með golfspilamennsku að mestu þar til vorar á ný. Ég er afar ánægð með hvað ég náði að bæta mig og spila mikið. Ég náði markmiðum mínum og rúmlega það. Nýja sveiflan virðist ætla að gera sig. Ég keppti í meistaramótinu og náði því að verða öldungameistari kvenna í GKG, en ég gekk í þann klúbb í sumar, og auk þess spilað ég nokkuð mikið bara ein á Mýrinni sem er afar skemmtilegur en frekar erfiður völlur. Tvær golfferðir til Spánar, önnur um páskana, sem frægt varð, til Real de Faula og svo núna í október til Ballena. Ég náði því að fara holu í höggi í nýafstaðinni golfferð. Það var reyndar skilyrði fyrir fararleyfi frá yfirmanninum, en ferðin kom upp á með stuttum fyrirvara. Ég er þá komin í einherjaklúbbinn. Það er þá fjórði klúbburinn sem ég tilheyri þetta árið. Ég er í GKG, GR, LEK og þessum svokallaða Einherjaklúbbi. Í sumar keppti ég með liði og náði þar bronsverðlaunum með kvennasveit GKG í sveitakeppni öldunga á Flúðum. Ég er ákveðin í að æfa sveifluna betur í vetur og koma sterkari til leiks í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ekkert smá kraftur í þér og stórglæsilegur árangur hjá þér, til hamingju með alla sigrana, sigrana sem og þá persónulegu líka allt frá sveiflu og niðurúr, gaman að lesa þessi sjálf-fréttaskot þín

Nú.. er golftímabilinu lokið ? ég nebbilega keypti mér sett fyrir stuttu úr Byko - heljarmikill pakki sem ég fékk sent norðan frá Akureyri - fullt af kylfum í þessari líka flottu "leðurlíkispoka" með ól og alles - sett fyrir "örvhenta" held ég sé örvhentur þar sem ég skrifa með vinstri og sparka bolta með vintri líka,  en það kemur í ljós með hækkandi sól 2010

Ég hugsa að vísu mest til hægri - gæti ráðið úrslitum

Jón Snæbjörnsson, 29.10.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha góður. Ég fagna því að þú ert að fara í golfið og líka að þú hugsar til hægri. Það er upplagt að æfa sig í að slá og pútta en lítið verður spilað nema stöku karlaræksni á Korpunni sem spila allt árið af mikilli hörku. Alvörukarlar þar. Ertu að byrja alveg eða bara fá nýtt sett. Skrýtið að sjá örvhenta spila. Ég er örveyg komst að því þegar ég fór í leiseraðgerð á augunum. Já ég er svolítið sjálfhverf það er rétt en mér finnst nóg af einlitum bloggfærslum og er alveg til í að spjalla um daglegt líf venjulegs fólks. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.10.2009 kl. 22:10

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ha... örveyg er það til  Þú skrifar skemmtilega Kolbrún og það í allar áttir - léttir manni oft um hjartaræturnar. Heyrðu júbb fyrsta settið og aldrei spilað golf áður tja nema þá kanski ´73 á Mallorca svona mini golf  fylgist stundum með golf-mótum en það telur væntanlega ekki með  Já hef einmitt hugsað mér að æfa mig í púttinu og fara kanski út á tún og prufa að slá eitt eða fleiri högg - svona þjófstarta aðeins fyrir "vertíðina" nú og kanna þetta með vinstri eða hægri - annars var ég að greinast með brjósklos svo ég verð aðeins rólegur á meðan það gengur yfir, þetta er víst að há þeim nokkrum sem spila þessa íþrótt las ég á mbl í dag  ég er kanski sá fyrsti sem fæ brjósklos svona fyrirfram . kv js

Jón Snæbjörnsson, 30.10.2009 kl. 08:47

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það Jón, en ég er ekki að grínast. Hvort augað notar þú til að horfa í gegnum myndavél þegar þú tekur mynd? Þá er sú greining komin . Það er margt sem plagar golfara sem komnir eru af léttasta skeiði því þeir eru oft með slit og svo er voða vinsælt að vera með gömul íþróttameiðsl t.d. hnéð eða bara brjósklos eins og Birgir Leifur núna. Flestir byrjendur stífa sig upp þannig að átök verða í vöðvamassanum þegar þeir fara að "lemja" en svo hefst baráttan um að stífa ekki vöðvana og láta sig fljóta átakalaust í gegnum sveifluna, svona eins og krakkarnir gera. Það er bara gott ef þú klárar þetta brjósklos þitt áður en fer að vora  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.10.2009 kl. 14:31

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hæ, heyrðu ég nota vinstra augað - þá er ég væntanlega "öreygður"  - ég fer varlega í þessa íþrótt - verst að komast ekki á rjúpuna eða á fjöll, en svona er þetta - verð klár fyrir páska, jafnvel löngu áður agw wp

Jón Snæbjörnsson, 30.10.2009 kl. 16:04

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Innilega til hamingju með DRAUMAHÖGGIÐ, kemur kannski með frekari útlistingu á því fyrir "lengra komna" en JS karlinn, kylfuna, braut o.s.frv.En þetta hefur kannski komið í fréttum á kylfingi? Hef verið latur að lesa golfsíður undanfarið svo ég veit ekki.Menn komnir á vetrargrínin hérna, norðurholurnar aðeins opnar nú, en menn spila þar enn á fullu í þessari dæmalausu veðurblíðu sem ríkt hefur og ríkir enn!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.10.2009 kl. 16:14

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já þetta grunaði mig Jón. Ég fullyrti við augnlækninn að "auðvitað" notuðu allir vinstra augað á myndavél . Magnús takk fyrir hamingjuóskir. Þetta var par 3 braut 140 metra högg með brautarsjöu og aðeins mótvindur. Nei þetta hefur ekki verið útlistað neins staðar svo ég viti. Ég var með Röggu Sigurðar golfara í holli ásamt tveimur öðrum og ég sagði eftir á að þetta hefði verið eina leiðin til að ná af henni teignum.. Þetta var skemmtilegt það er ekki spurning. Gott að tíðin er góð fyrir norðan.kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 31.10.2009 kl. 15:01

8 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Tek undir með öðrum og óska þér til hamingju með árangurinn. Hrikalegar framfarir, myndu unglingarnir segja. Nú er flott að pútta á lóðinni hjá mér, var að slá garðinn! Hér sprettur því miður nefnilega ennþá, enda 17-19 stiga hiti upp á dag hvern. Indjánasumar.  Ítreka aftur, til hamingju með árangurinn.

Ágúst Ásgeirsson, 31.10.2009 kl. 17:25

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þakka þér fyrir Gústi. Hrikalegar framfarir já og nú er bara að halda haus. Ég vildi að það væri svona heitt hjá okkur en reyndar er veðurfar ágætt og í dag var yndislegt að keyra meðfram Þingvallavatni í mildu veðri og kyrrð. Vona bara að það verði þokkalegt veður þegar ég kem til Frakklands í næsta mánuði, þó ég geri nú ekki ráð fyrir þessum hita. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.11.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 121921

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband