Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
30.1.2009 | 11:44
Ræðan sem aldrei var flutt.
Velferðarveislan.
Mikið hefur gengið á í þjóðfélaginu undanfarna mánuði eins og allir vita og margir hafa tapað fé bæði einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök sem höfðu fjármuni sína í fjárvörslu hjá bönkunum. Þetta ástand er ólíðandi staða fyrir alla og nú skiptir miklu máli að rétt sé haldið á spilum til að bjarga því sem bjargað verður. Mín skoðun er sú að baráttusamtök fatlaðra og aldraðra eigi ekki að veita afslátt á réttmætum kröfum sínum þó bissnessmenn hafi lagt fjárhag þjóðarinnar í rúst með stuðningi ráðamanna, bæði beint og óbeint.Það er mjög brýnt að menn sameinist um að styrkja þá hópa sem mest þurfa á stuðningi að halda.Hverjir skyldu það vera?Jú fatlaðir, aldraðir og barnafólk eru þar fremst í flokki.Viðbúið er að áhyggjur af framtíðinni leggjast þungt á þá sem hafa minnsta möguleika á að bjarga sér af eigin rammleik í kreppuástandi. Fatlað og aldrað fólk á erfitt með að sækja vinnu milli staða eða flytjast á milli landa. Hreyfihamlaðir eiga jafnvel erfitt með að fara á milli vinnustaða þar sem aðgengi er oft takmarkað.Að vanrækja þennan hluta samfélagsins, auk þess að vera afar ómannúðlegt, bitnar hart á þjóðfélaginu í heild þegar fram í sækir.Þetta var ekki þeirra veisla.
Sálrænar afleiðingar kreppu.
Afleiðingar kreppu koma fram á ýmsan hátt en auðvitað er kvíði og þunglyndi algengast og það er alkunna að það er dýrt fyrir þjóðfélagið.Finnar gerðu þau miklu mistök að skera niður í heilbrigðismálum hjá sér þegar þeir fóru í gegnum sína kreppu. Afleiðingar þess niðurskurðar eru gríðarlegur vöxtur í greiðslu sjúkradagpeninga, veikindadaga og vaxandi örorka, vegna geðrænna vandamála og áfengissýki, hefur aukist um 120 % . Aukningin varð mest hjá ungu fólki. Viljum við þurfa að horfast í augu við þann óbætanlega skaða sem slík vanræksla í heilbrigðismálum leiðir yfir þjóðir? Ég segi nei. Þá er betra að missa þá einstaklinga úr landi, því þeir gætu þá komið heilbrigðir heim síðar, þó það sé einmitt slík staða sem menn óttast að upp komi ef lausn verður ekki fundin, fyrr en síðar, á atvinnumálum þjóðarinnar. Við verðum að sjá til þess að framfærslutrygging til aldraðra og öryrkja sé nægileg.Við þurfum að gera almannatryggingakerfið einfaldara og opnara þannig að það mismuni ekki fólki. Ég sit í nefnd á vegum Alþingis um þátttökukostnað neytenda í lyfjakostnaði. Það á að færa það flókna mismunandi kerfi í átt að því sem notað er á hinum Norðurlöndum og er verið að skoða kerfin í Danmörk og Svíþjóð. Ég bind vonir við að það verði réttlátt kerfi og létti á þeim sem þurfa að nota mikið lyf og læknaþjónustu en eru á lægstu laununum. Auk þess sem þetta á að leiða til aukinnar hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu með betri kostnaðarvitund og ábyrgð bæði neytenda og heilbrigðisstarfsfólks.
Húsnæðismál öryrkja og aldraðra.
Við í Frjálslynda flokknum viljum bjóða upp á meira val hjá öldruðum og fötluðum um hvar þeir búa. Ég vil sjá Íbúðalánasjóð koma meira inn í að fjármagna íbúðir fyrir fatlaða t.d. með því að greiða nauðsynlegar endurbætur á íbúðum og til að gera þær aðgengilegar hreyfihömluðum. Slíkt er gert í Noregi. Þar greiða fatlaðir sama og aðrir en ekki meira eins og hér. Þar er bannað með lögum að mismuna á grundvelli fötlunar.Fjármagnið á að fylgja einstaklingnum. Ef fatlaður einstaklingur vill búa, í Vestmannaeyjum, Raufarhöfn, eða Húsavík, á sveitarfélagið að fá greitt frá ríkinu til að annast hann eins og hann á rétt á. Það er hinsvegar þannig að fólk þarf að flytja nær stofnunum eða inn á þær ef það fatlast.
Við viljum sjá notendastýrða þjónustu ná fótfestu hér á landi.
Slíkt kerfi er búið að vera lengi í Svíþjóð, Noregi og Bandaríkjunum, og byggist á því að einstaklingurinn sem þarf þjónustuna ræður því sjálfur hver annast hann og hvenær. Sjálfur ræður hann þjónustuaðilana í vinnu til sín og segir hvað á að gera og hvernig. Þetta má útfæra með ýmsum hætti. Þessi leið í heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvæg upp á sjálfstraust og sjálfsvirðingu þess sem þarf á þjónustunni að halda.
Stofnanahugsunin er að hverfa smátt og smátt.
Auknar kröfur fólks breyta viðhorfum og er stofnanahugsunin víkjandi enda veldur hún þvi að fólk ber óttablanda virðingu fyrir kerfi sem þjónar því eftir sínum ákvörðunum og sinni hentistefnu.Það er vissulega nauðsynlegt að hafa góða heilsugæslu en þær breytingar sem verið er að gera á sjúkrahúsum bæði í Hafnarfirði, Húsavík, Akureyri og sjálfsagt víðar eru ógnvekjandi fyrir þá sem þurfa mikið á læknaþjónustu að halda. Það eru þó margir fletir á þessum málum eins og dæmin sýna. Ekki er langt síðan elliheimili í Hafnarfirði, Sólvangur, komst í fréttir vegna ömurlegs aðbúnaðar fólks sem deildu herbergjum og bjuggu við afar erfiðan aðbúnað. Ekki vil ég gera lítið úr því að hagræðingar í heilbrigðiskerfinu eru vandasamar og erfitt að meta hvað er best þegar maður hefur ekki allar staðreyndir fyrir framan sig en ég veit að það er nauðsynlegt að nýta tiltekið fjármagn sem allra best í þágu neytenda. Það eru vissulega margar leiðir sem hægt er að fara. Hver er best? Í hverju liggur sparnaðurinn? Maður spyr sig eins og maðurinn sagði.
Aðgengi fyrir fatlaða og aldraða.
Sjálfsögð krafa í nútíma þjóðfélagi er að allir sitji við sama borð hvað varðar aðgengi. Aðeins brot af þeim sem eru hreyfihamlaðir eru það frá fæðingu. Slys, sjúkdómar og öldrun eru mun algengari ástæður og enginn veit hvort eða hvenær það áfall dynur á. Það á að vera sómi þjóðar sem vill láta taka sig alvarlega að huga að þessum þáttum og hafa þá í forgangi.
Heilsugæsla eins nærri heimabyggð og hægt er. Það er málið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.1.2009 | 13:27
Golfkreppa-kreppugolf.
9.1.2009 | 17:33
Forsetataktar.
6.1.2009 | 10:46
Óheilindi.
1.1.2009 | 18:30
Gamlárskvöldið.
Gamlárskvöldsmessan hjá mér var, að þessu sinni, í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Þar starfaði afi minn,Kristinn Jóel Magnússon, í fjölda mörg ár sem meðhjálpari. Ég hef nú trú á því að amma mín, María Albertsdóttir, hafi verið nokkuð áberandi í safnaðarstarfinu. Hún var þannig kona. Hjálpfús, skyldurækin, trúrækin og heilsteypt. Það var sagt að hennar fólk væri trygglynt, traust, duglegt og seinþreytt til vandræða en óhrætt að svara fyrir sig ef á það var ráðist og með sterka réttlætiskennd. Sem ég sat þarna ein á bekknum, í mínu fínasta pússi, var mér hugsað sterklega til hennar. Klukkan sex hófst guðsþjónustan er presturinn tiplaði inn kirkjugólfið á hælaskónum sínum. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir bað fólk að taka undir í söngnum og reyndi ég mitt besta þó ég væri nefmælt vegna kvefs. Það var unun að heyra hana tóna. Í predikuninni ræddi hún um Mammon sem var guð peninganna, efnishyggjunnar. Hún taldi þó að Mammon væri ekki af hinu illa heldur hafi, í tilbeiðslunni á hann, gleymst að huga að og þjóna hinum eina sanna guði og hans gildum. Tökumst á við nýja árið með gleði þá verður allt auðveldara. Leggjum okkar af mörkum og þá verður allt léttara. Vinnum saman og hjálpumst að. Þetta var minn skilningur á predikuninni og undir hann vil ég taka. Mér leið vel þegar ég ók heim á leið í einstaklega góðu veðri sem mér fannst gefa fögur fyrirheit um gott ár. Kæru bloggfélagar ég óska ykkur alls góðs á nýju ári, friðar og kærleika til manna. Að lokum langar mig að birta ljóð eftir Árna Grétar Finnsson sem ég fann á heimasíðu umræddrar kirkju.
Þú ert það, sem þú öðrum miðlað getur
og allar þínar gjafir lýsa þér
og ekkert sýnir innri mann þinn betur,
en andblær hugans, sem þitt viðmót ber.
Því líkt og sólin ljós og yl þér gefur
og lífið daprast, ef hún ekki skín,
svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur
og undir því er komin gæfa þín.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko