Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
25.1.2008 | 23:09
Ævintýri Dolomitanna
Ég brá mér með annarri dóttur minni og hennar fjölskyldu á skíði til Ítalíu á dögunum.
Þetta var alveg frábært og ný reynsla fyrir mig.
Ég kann ekkert á skíði og því var ákveðið að ég myndi bara læra það á nokkrum dögum. Farið var í það á fysta degi að leigja skíði ásamt tilheyrandi og koma sér fyrir á hótelherberginu. Það gekk mjög vel og með tilhlökkun fór ég í háttinn ásamt tveimur dóttursonum en við deildum herbergi. Daginn eftir var farið af stað og ég komst að því að það er alveg hryllilegt að ganga á skíðaklossum og var því bara fegin þegar ég komst í að setja skíðin undir og merkilegt nokk ég gat alveg staðið á þeim.
Ekki fann ég kennarana fyrsta daginn þannig að þá var bara að æfa sig og því fór ég með fólkinu upp í brekkur til að reyna mig. Eftir ferðalag í kláf sem tók 100 manns og fór lengst upp í fjallið var lagt af stað niður og fór þá að fara um mig. Snarbratt var fram af brúninni og eitthvað um að fólk kútveltist þar enda mun færið hafa verið alveg ómögulegt í rauninni þó ég vissi svo sem ekki mikið um það. Það þarf ekki að orðlengja það að þessi niðurferð var afar erfið og til þess fallin að ég leitaði með opnum augum að kennara næsta morgun. Ég var síðan i kennslu það sem eftir var og fannst mjög gaman bæði að kynnast fólkinu sem var með mér í hóp og að bæta stöðugt skíðafærnina. Toppurinn var svo að stíma niður á fullri ferð og enda við lyftuganginn og fara beint upp aftur. Hótelið okkar, Hótel Armin, var fínt og bæði góður matur og þjónusta í fyrsta flokki. Einnig var þar gufa og spa sem var vel nýtt eftir að brekkurnar tæmdust á daginn, um 5 leytið. Ítalir voru alveg frábærir eins og alltaf :) :) :)
Eina sem var til ama voru fjandans þjóðverjarnir sem heimtuðu að við værum nakin í gufunni, sem við harðneituðum, en þeir eru nú allsstaðar til leiðinda bæði frekir og yfirgangssamir. Það þekkja þeir sem hafa verið í sólarferðum og vaknað á hverjum morgni við að þjóðverjar eru búnir að taka frá allan garðinn með sínum handklæðum. Ég er samt búin að fá nóg af snjó í bili og bíð eftir að það hláni og taki upp hér heima. J
Fer örugglega aftur í skíðaferð J
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2008 kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko