Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Að loknum kosningum.

amma fær atkvæði Það var spennandi að fylgjast með kosningasjónvarpinu og sérstök upplifun að vera inni alla nóttina og detta svo út í morgunsárið. Ég er samt þokkalega ánægð með gengi flokksins í mínu kjördæmi þegar litið er til þess að ég er óþekkt nafn og ekki búin að vera lengi í Frjálslynda flokknum.Þetta var þungur róður vegna þess rekin var heiftarlegur áróður gegn okkur af andstæðingum flokksins bæði gegn stefnu okkar í innflytjendamálum og gegn ýmsum einstaklingum. Það var líka eins og menn væru lengi að sjá í gegnum leikfléttu Margrétar Sverrisdóttur á flokksþinginu stuttu fyrir kosningar. Ég er stolt af sterku fylgi Guðjóns Arnars í sínu kjördæmi og var þess fullviss allan tímann að þar fór sterkur listi, enda sýndi það sig á lokasprettinum. Ég er þakklát fyrir hlýtt viðmót fólks, bæði flokksbundnu í Frjálslynda flokknum og eins þeim sem við vorum að keppa við. Ég hef upplifað gott viðmót hjá öðrum frambjóðendum annarra flokka sérstaklega  vinstri grænum og er ekki kát yfir að Guðfríður Lilja sú litríka persóna og skáksnillingur hafi ekki náð inn á þing.  Mitt fólk hefur unnið vel og á heiður skilið fyrir það og mínar bestu þakkir. Við munum stilla saman strengina á næstu dögum og halda áfram að berjast fyrir þeim málstað sem við erum sannfærð um að sé sá besti fyrir þjóðina í heild.Ég held að þó þeir félagar Magnús Þór og Sigurjón Þórðar hafi ekki náð inn á þing þá séu þeir ekki hættir að láta til sín taka á hinum póitíska vettvangi. En að lokum þá verð ég að viðurkenna að það er léttir að þetta er búið í bili og maður getur farið að huga að sjálfum sér og  litlu krúttunum sínum.

Viðtal á Rás 2

 

Frjálslyndi flokkurinn vill að vaxtaokri verði aflétt af heimilunum í landinu.


Ég starfaði sem útibússtjóri Landsbankans í 25 ár víða um land og hef mikla reynslu úr viðskiptalífinu. Um langt árabil hef ég sem útibússtjóri banka reynt að finna leiðir til að hjálpa fólki að halda fjármálum sínum á réttum kili. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir alla að fóta sig í því fjármálaumhverfi sem við búum við. Þótt flestir geti fengið lán og keypt sér íbúð þá reynist sumum erfitt að halda lánum í skilum þegar verðbólgan fer á fulla ferð. Verðbólgumarkmið Seðlabankans hefur verið 2.5 % á ársgrundvelli. Í dag er verðbólgan yfir 7 %. Þetta þýðir að verðbólgustigið hefur hækkað lánin sem þessu nemur, umfram það sem áætlað var þegar íbúðin var keypt og lánið tekið.

dæmi

Víst er að venjulegt launafólk losnar aldrei við sín lán meðan þensla og verðbólga heldur áfram að vaxa og hækkar lánin, sama hvernig borgað er af þeim. Fáir geta gert eins og sýnt er í auglýsingum sparisjóðanna þessa dagana þ,e, gefið þjónustufulltrúanum sínum langt nef, staðið upp og farið. Getur þú það áheyrandi góður?

Athugaðu málin skoðaðu hvaða kosti þú átt.

Skuldir íslenskra heimila verða að lækka.


Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að bæta aðgengi að framhaldsnámi og símenntun með aukinni áherslu á fjarnam.

Ég var forstöðumaður Starfsafls sem er fræðslusjóðs Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins og þekki vel fræðslumál ófaglærðs verkafólks. Í því starfi varð mér ljóst hversu mikilvægt er að fólk bæti við sig þekkingu þó þar sé ekki um hefðbundið nám að ræða þá er öll þekking lykill að farsælum árangir í lífi og starfi.

Það gerir fólki kleyft að endurnýja og aðlaga þekkingu sína að nýjum aðstæðum, flytja sig milli starfa og skapa ný störf.

 



Frjálslyndi flokkurinn leggur mikla áherslu á að tryggja fötluðum fullan aðgang að þjónustu, vinnu og menntun.


Ég er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar Landssambands fatlaðra og hef mikinn áhuga á þeirra málefnum. Þar vil ég sjá miklar breytingar.

Við í Frjálslynda flokknum ætlum að berjast fyrir því að skattleysismörk hækki í 150 þús á mánuði og að öryrkjar og aldraðir geti unnið fyrir 1. milljón króna á ári, án þess að bæturnar skerðist. Einnig verður tekjutenging maka afnumin strax.


Skatttaka á laun sem varla nægja til framfærslu er óhæfa og hefur sett fólk í fjötra fátæktar sem erfitt er að komast út úr. Það er takmarkað hvað fólk þolir af álagi á líkama og sál og þar kemur að fólk bognar undan því. Líklegt er að mikið vinnuálag valdi fjölgun öryrkja sem er staðreynd

Þessu þarf að breyta og það viljum við gera í Frjálslynda flokknum.


Frjálslyndi flokkurinn er lykillinn að breytingum í vor.

X F er fyrir þig.



Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband