Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Setjum ekki hagfræðimælistiku á mannlífið.

Mikið hefur verið rætt um vegamál og vegagerð á undanförnum árum . Við hjá Frjálslynda flokknum viljum beita okkur fyrir því að meira fé verði lagt í vegagerð því við viljum sjá landið allt í byggð. Forsenda fyrir því að svo verði er að vegamál og samgöngumál séu í sem allra bestu lagi svo að þjónusta við landsbyggðina fari fram á sem bestan máta.Auðvitað veit ég að til þess að fólk vilji og geti búið úti á landi er nauðsynlegt að þar sé næg atvinna og góðir tekjumöguleikar án þess að fólk sé að vinna myrkranna á milli.

Stefna okkar í sjávarútvegsmálum er þungt lóð á vogarskálarnar þegar horft er til landsbyggðamála.

Mér finnst ég hafa orðið vör við það að undanförnu að ungt fólk hefur sýnt því áhuga að flyta burt úr hraða og mengun stórborgarinnar. Það finnst mér góð þróun og vona að okkur takist að halda landinu öllu í byggð því það er það sem gerir okkur að sterkri þjóð í stóru og fallegu landi.Ungt og duglegt fólk sem er að koma sér upp heimili og fjölskyldu ætti að eiga þess kost að flytja á landsbyggðina  þar sem allt mannlíf er persónulegra og litríkara að mörgu leyti og auðveldara að ala upp börn.

Að sama skapi ætti fólki sem búið hefur um lengri tíma á landsbyggðinni og vill flytja þaðan að gefast kostur á því að losna við fasteignir sinar fyrir viðunandi verð. Við vitum að mörg sveitarfélög eru ekki í stakk  búin til að veita alla þá þjónustu sem þeim ber t.d. í öldrunarmálum eða málefnum fatlaða. Oft er það þannig að aldraðir þyrftu að flytja sig um set er líður á ævina og sækja suður á bóginn þar sem betri þjónusta er í boði en eru bundnir í átthagafjötra vegna húsa sinna.

Ég minnist þess að  hafa lesið pistil eftir bæjarsjóra í Bolungavík fyrr í vetur og við lesturinn langaði mig að flytja þangað. Það er nú kannski ekki spennandi fyrir einhleypa ömmu að flytja út á land en þarna var lýst  því andrúmslofti sem ég þekkti svo vel sem ung kona á Raufarhöfn og seinna á Hellissandi  þegar ég var að ala upp mínar yndislegu dætur. Að búa úti á landi er eitthvað sem mér finnst að sem flestir eigi að kynnast . Ég vil sjá kröftuga uppbyggingu með ungu fólki á landsbyggðinni með fleiri valkostum en þegar ég var að flytja þaðan fyrir 10 árum síðan. Eldra fólkið getur svo verið í Reykjavík innan um listamenn og yfirstressað fólk sem þráir friðsæld fjallanna og fuglasönginn sem íbúar minni byggða á landsbyggðinni njóta allt árið um kring.Hvers virði væri allt þetta land ef við værum öll komin á Stór – Reykjavíkursvæðið.Ég er ekki að sjá þá landssýn fyrir mér.Ýmsar leiðir eru til að hvetja fólk til að helga landsbyggðinni krafta sína t.d. skattahlutfall eða skattaafsláttur (eins og í Noregi) en meira um það síðar. Höldum öllu landinu í byggð. Ef þú ert sama sinnis og ég ...kjóstu þá X-F í kosningum í vor.  

Lífið er frábært

 

Ég er Kópavogsbúi og amma þriggja yndislegra drengja sem eru 14 ára,9 ára og einn sem er 3ja mánaða. Ég á tvær dætur Birgittu og Brimrúnu. Birgitta býr í Reykjavík en Brimrún í Hafnarfirði. Sjálf er ég frá Raufarhöfn. Faðir minn er af Melrakkasléttu en móðir mín er Hafnfirðingur.

Ég starfa sem framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra en áður var ég forstöðumaður Starfsafls sem er fræðslustjóður Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins. Þaðan kom ég úr bankaumhverfinu þar sem ég starfaði sem útibússtjóri hjá Landsbanka Íslands í 25 ár. Auk þess hef ég starfað við fiskverkun, verslun, síldarsöltun, beitningu, á leikskóla, rekið félagsheimili, sem læknaritari, barnaskólakennari, fréttaritari RÚV og í flugafgreiðslu.

Ég lauk rekstrar- og viðskiptaprófi frá Endurmenntu Háskóla Íslands og starfsmannastjórnun frá EHÍ . Gagnfræðaprófi frá Lundi í Öxarfirði, auk fjölda námskeiða um ýmis málefni.

Ég hef gaman af því að kynnast nýju fólki og læra nýja hluti. Ég er golfari og er með 14,3 í forgjöf. Auk þess hef ég mjög gaman af blaki, göngutúrum,ferðalögum innanlands og utan. Dans er í miklu uppáhaldi hjá mér og þessa dagana er það aðallega swing sem ég er að læra.

Ég er mjög veik fyrir áskorunum og þegar skorað var á mig að bjóða mig fram til Alþingis þá  stóðst ég það ekki. Ég mun leggja mig fram við að ná þeim árangri sem þarf til að komast á þing og þegar það næst þá er hægt að fara að vinna í markmiðunum fyrir kjósendur.



Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband