25.12.2009 | 11:14
Allir eins klæddir
Ég fór í jólamessuna með litlu fjölskyldunni minni í gær, aðfangadag. Við fórum í Kópavogskirkju að þessu sinni þar sem hún er mitt á milli heimila dætra minna. Ég var send á undan til að taka frá sæti og mætti kl 17,30 og reyndi að verja bekkinn með kjafti og klóm, sálmabókum og veski, með sjálfa mig fyrir miðju. Rétt fyrir kl. 18:00, þegar hátíðin var að detta á, birtist mín fríða fjölskylda í gættinni, allir skælbrosandi, vitandi það að ég væri u.þ.b. að sleppa mér úr stressi. Þeir voru allir eins klæddir strákarnir bæði sá 17 ára , 12 ára, 3ja ára og 1,5 árs. Svört jakkaföt, hvít skyrta og svart bindi. Ég brosti á móti og var afar ánægð að þau skyldu ná í tæka tíð. Við kyrjuðum messusvör og sálma með kórnum en presturinn var ekki að slá í gegn hjá mér allavega. Á eftir var farið í jólarjúpur hjá eldri dótturinni en seinna um kvöldið í kaffiboð og heimalagaðan ís hjá þeirri yngri. Það er alltaf fullt út úr dyrum hjá yngra fólkinu enda vilja allar ömmur og afar sjá kútana sína í gjafahamnum. Þeir voru enn á fullu spani þegar ég fór kl. 23:00 um kvöldið. En þetta er hátíð barnanna þannig að það er vonandi að þau njóti þess sem best. Þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem ekki er eldaður matur á aðfangadag á mínu heimili. Svona breytist allt hjá manni, líka jólahefðirnar. Ekki að ég sakni þess að elda mat. Veit margt skemmtilegra en tilhugsunin svolítið spes.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Já, þeir eru misjafnir prestarnir eins og mannfólkið yfirleitt. Sem betur fer, annars væri nú lítið varið í þetta allt saman. Ég var að skoða veðurspá fyrir Alicante á mánudag-Þríðjudag og sé að það eru bjartir dagar framundan hjá þér Kolbrún og upp í 20°C. Ekki slæmt golfveður það. Þú átt það bara skilið á svona tímamótum í lífi þínu. Vonandi verður þú hress á gamárskvöld :) Abraham Lincoln sagði: "Allir eru eins ánægðir og þeir ásetja sig að vera". nokkuð mikið til í þessu hjá karli, em auðvitað getur verið erfitt að vera ánægður undir öllum kringumstæðum.
Kveðja, Atli
Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 23:49
Sæll Atli. Nú spáir bara vel. Ég er nú búin að búa mig undir að það rigni smá á mig og það er allt í lagi. Eins getur verið að ég taki bara lest eða rútu frá Benedorm til Madrid og heimsæki frænda minn sem býr í Valladolid ef ekki verður hægt að spila golf. Ég hef ekki hitt hann í mörg ár. Já sammála þessu með hugarfarið og því hef ég kosið að hafa bara einn fýludag á ári og þá var eðlilegast að það yrði síðasti dagur ársins. Ekki fer maður að fara inn í nýtt ár með neikvætt hugarfar. Prestarnir eru ekki nógu ólíkir í stólnum finnst mér. Allir bundnir á klafa með hvað eigi að tala um. Alltaf eins og þeir séu hræddir við að tala hreint út. Hinsvegar hef ég rekist á nokkra sem eru miklir predikarar en það er eins og þeir eigi ekki upp á pallborðið í kirkjubatteríinu. Þetta er nú bara tilfinning hjá mér og sennilega ímyndun. Bestu kveðjur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.12.2009 kl. 12:39
Sæl aftur Kolla. Ég gæti alveg hugsað mér að fara til Spánar á morgun og þá til Tarifa í spænskunám hjá frænku minni, Örnu Árnadóttur, sem rekur málaskóla þar. Datt í hug hvort þú þekki ekki foreldra hennar síðan þú varst að stýra útibúinu fyrir vestan. Pabbi hennar er Árni Emilsson og var held ég útibússtjóri í Búnaðarbankanum í Grundarfirði. Þórunn konan hans og ég erum systrabörn. Ég var í 4 vikur hjá Örnu í vor að læra spænsku og fannst það alveg meiriháttar. Verst að hafa ekki haldið þessu við.
Ég dvaldi í Danmörku um síðustu jól og fór í Dómkirkjuna i Hróarskeldu á aðfangadagskvöld. Það var mjög hátíðlegt og presturinn mikill predikari og talaði tæpitungulaust um lífið og tilveruna. Kannski eru danskir prestar FRJÁLSLYNDARI en þeir íslensku, ég er ekki frá því.
Eigðu góða stundir. Bestu kveðjur, Atli
Atli Ágústsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 00:17
Sæll Atli. Nú er maður bara í jólafíling, búin að snúa sólahringnum við og bloggar á nóttunni. Ég sem hef það fyrir reglu að hætta kl 24:00. Það fór svo illa í mína fyrrum félaga í Frjálslynda flokknum ef maður var bloggandi fram yfir miðnættið . Well þeir eru ekki félagar mínir lengur
Auðvitað kannast ég við Árna Emils án þess að þekkja fólkið hans. Kona útibússtjóra KB í Stykkishólmi er hinsvegar frænka mín. Já eru þeir frjálslyndir í Danmörku. Rosa væri gaman að komast þangað í messu. Þetta eru óttalegar kerlingar hér heima. Engir eldprestar til lengur. Kveðja Kolla.
Hvar á Spáni er Tarifa ?
Auðvitað á maður að læra tungumál og halda þeirri þekkingu við ef mögulegt er. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.12.2009 kl. 02:02
Sæl Kolla. Já, það fylgir jólafílingnum að snúa sólarhringnum við en nú þarf ég að fara að rétta þessu við aftur, vinna á morgun, en aðrir geta jú notið þess að eiga frí og skeppa í golf til útlanda og er það líka frábært. Já, eru þeir ekki félagar þínir lengur?
Tarifa er fremur lítill, en yndislegur bær sem stendur á syðsta odda Spánar, 50 km fyrir vestan Gibraltar og aðeins 14 km eða 35 mín. í ferju til Tangier í Marokko. Þetta er skóli frænku minnar:
http://www.alandalustarifa.com/isl/home_es.php
Þarna er mikið stundað surfing og kitesurfing.
Góða ferð á morgun Kolla og njóttu þess að vera í fríi og spila golf.
Bestu kveðjur, Atli
Frambjóðandinn (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 10:10
Takk fyrir þessar upplýsingar. Það væri ekki amalegt að vera nemandi þarna eins og einn tvo mánuði yfir sumartímann. Ég vista þessa slóð allavega hjá mér. Nei þeir eru ekki félagar mínir lengur. Þeir sem voru óánægðastir með bloggið mitt eftir miðnættið eru flestir hættir í flokknum og ég tek venjulega tillit til hinna sem eftir eru og hætti um miðnættið, nema í gær. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.12.2009 kl. 12:36
Mín ágæta Kolla kjarnamamma og amma, gleðilega hátíð hér eftir sem hingað til!
Sýnist annars á öllu að þú sért á góðri leið með að setja met í utanferðum í kreppu, spurning hvort hinar kellurnar muni eiga nokkurn sjéns í þig næsta sumar í golfinu, verður langbest undirbúin!
Spurning annars að hann Atli hérna tæki sér ekki bara frí úr vinnunni, færi með sem sérlegur túlkur, greinilegt að hann er mjög áhugasamur um ferðalög og líst vel á síðuhaldara!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.12.2009 kl. 15:30
Já gleðilega hátíð Magnús minn og velkominn í bloggheiminn aftur. Vona að þú sért jafn hress og venja er til. Sé að þú ert enn dómgreindarlaus þegar kemur að mér. Ég er ekki kjarna neitt. Ég er að fara í golfferð núna og fór í golfferð um páskana. Það var ferð sem búið var að kaupa áður en kreppan var uppgötvuð þó maður sé alltaf að segjast hafa séð þessar hörmungar fyrir. Þessi ferð er vegna þess að ég er búin að borga Flórídaferðina og fékk hana á punktum sem ég hef safnað upp í gegnum árin. Smá bruðl í kreppunni eins og þú segir. Atli umræddur er meira fyrir hjólareiðar en golf eins og Ágúst vinur okkar í Frans og ég er seig að bjarga mér þó ég kunni sáralítið í spænsku. Þú ert nú meiri hrekkjalómurinn að stríða honum svona. Ég er alveg ákveðin í að koma vel undirbúin til leiks í vor.Þetta er nú að verða meira metnaðarmálið hjá mér. Eins gott að standa sig þegar maður er með bloggvini sem fylgjast eins vel með og þú. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.12.2009 kl. 19:07
Nja, ekki svo dómgreindarlaus inn við beinið, hef bara uppi fagurgala heillandi fljóðum til handa, þegar og ef þau eiga það skilið! En jújú, bæði hrekkjalómur og prakkari af verstu sort, en það ætti nú ekki N-þingeyskri snótinni að koma á óvart, S-þingeyskt blóð svellandi að stórum hluta í strákskömminni!
Fór nú ekkert langt heillin, gaf þessu bara frí vegna m.a. leti!
Og nei, ert hvergi óhult fyrir mér hvað golfið nsnertir og set pressu á þig að landa allavega tveimur titlum næsta sumar!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2009 kl. 10:28
Þú ert líka krútt . Já Þingeyska blóðið svellur í æðum mér líka eins og þú veist. Nú kyngir niður snjó hér á mölinni. Vona að einhverjir hafi ánægju af þessum svokallaða og mjög svo ákallaða ´"jólasnjó "en hann er alveg ekta núna. Eins gott að hvessi ekki áður en ég fer í flugið í kvöld , þá yrði blindbylur.
Ég hef sett miðið á öldungameistaratitil hjá GKG í lágforgjafarflokknum, til að halda honum.
Hvaða annar titill gæti verið álitlegur m.v. getu mína. Kannski að halda einu af þremur efstu sætum í sveitakeppni öldunga. Við í GKG náðum þriðja sætinu síðast og það þótti bara ágætt þó ég hafi sett markið hærra.
Gaman væri að fá tillögu frá þér, þú fróði íþróttafíkill.
" Letin er móðir syndanna ".
Þú gefur svo mikið af þér Magnús að þú mátt ekki liggja of lengi í leti . kveðja til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.12.2009 kl. 14:40
Fyrst þú ert flogin til Spánar í golf þá verður eflaust hlé hér á blogginu þínu á meðan. En Magnús virtist á öðrum stað spyrða okkur Atla saman, sem er alveg sárasaklaust. Þann ágæta mann þekki ég hins vegar ekki, að ég held. En góða ferð til Benidorm. Það kemur svo að mér að skreppa til Barcelona seint í febrúar! Þangað er ætíð gaman að koma.
Ágúst Ásgeirsson, 29.12.2009 kl. 09:26
Hi Gústi komin í gang með mína tölvu hér úti. Ég óska þér og þínum gleðilegra áramóta og nýs árs. Þú þekkir kannski hlauparann sem var að hjálpa mér með tölvuna. Hann heitir Sighvatur Dýri. Hann á franska konu sem er ofsalega góð í íslenskunni. Barcelona er mín uppáhaldsborg ennþá. Það er ekkert eins og að rölta á Römlunni og svo er alltaf extra ánægja ef maður verður ekki rændur í leiðinni. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 31.12.2009 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.