23.12.2009 | 23:58
Meyfæðing, matur og gjafir
Nú er allt að verða tilbúið fyrir jólin. Ég er búin að vera á útopnu, eins og hálf þjóðin, við að uppfylla þessar hefðir sem búið er að innræta okkur í gegnum árin. Hver ætli hafi fundið upp á þessu? Af hverju þurfti endilega að hafa jólin á dimmasta og kaldasta tíma ársins? Tókum við kannski þessa trú af því það var svo hentugt að brjóta upp skammdegisdrungann með ljósum og gjöfum? Það er stórundarlegt að við skulum gagnrýnilaust taka þátt í þessari verslunarhátíð ár eftir ár. Sama má segja um það að við skulum hlusta klökk á "jólaguðspjallið" ár eftir ár eins og meyfæðingin sé það sem mestu máli skiptir í trúnni. Mér finnst ekkert sérstakt við þá sögu hvorki áður né nú. Það held ég að konur á slóðum Jesú séu enn að fæða börn í útihúsum og hreysum. Ekki er óalgengt að þeim sé mörgum úthýst af hótelum og gistihúsum vegna peningaleysis. Algengt er að þær þurfi að taka saman við eldri menn til að sjá sér farborða. Ekki skrýtið að þær vilji ekki gefa upp barnsföður sinn og vita kannski ekki hver hann er. Furðulegt að Guð skuli ekki leggja meiri blessun yfir sögustaði Biblíunnar.Hvað ætli hann sé að pæla. Ég stóla á að hann fyrirgefi mér þessar pælingar þar sem hann er sagður bæði vitur, góður og fyrirgefandi. Ég er samt ekki ein um þessar hugleiðingar svo mikið er víst og ekki allir heilaþvegnir þó þeir sinni trúmálum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Sæl Kolla. Varðandi það hversvegna jólin eru haldin á þessum kaldasta og dimmasta tíma ársins finnst mér þú svara þessu sjálf, bæði í "Hringekju tímans" og í þessari færslu að það se til að brjóta upp skammdegisdrungann með ljósum og gjöfum. Er það ekki bara gott mál? Ég er hinsvegar sammála að margt gengur út í öfga varðandi verslun og eyðsla og það nú ekki alveg gagnrýnislaust.
Ég verð ekki klökkur á innihald jólaguðsspjallsins og veit ekki hvort fólk verður það almennt en ég held að það sé meira það að þetta er eitthvað sem kom kannski við mann þegar maður var barn, öll þessi saga og maður gékkst upp í þetta. Svo hefur maður hlustað á þetta í gegnum öll þessi ár og fundist þetta bara tilheyra jólunum.
Að Guð skulir ekki leggja meiri blessun yfir sögustaði bíblíunnar er bara eitt af því sem maður skilur ekki. Það er svo margt sem maður skilur ekki að Guð lætur gerast ef hann er almáttugur. Eins og þú segir, "Hvað er hann að pæla"? En ég er viss um að hann fyrirgefur þér . Hvað sem þessu öllu líður þá held ég samt að þú hlakkir til jólanna og ferðin þín sem framundan er líka tilhlökkunarefni.
Bestu kveðjur og takk fyrir góða færslu sem vakti mig til umhugsunar um margt. Atli
Atli Agustsson (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 11:07
Já Atli auðvita hlakka ég til jólanna og nýt þeirra í botn. Samvistir við börn og barnabörn alltaf ánægjuefni og svo heimilið skreytt og hlýtt. Maður dettur í einhvern letigír og dandalast á náttfötunum hálfu og heilu dagana. Þá les maður meira og allt er eitthvað svo kósý. Ég reyni að missa mig ekki í sælgætisát og hafa á öllu gát í þeim málum. Ferðin fyrirhugaða til að klára sumarfrísdaga og hita sig upp fyrir vorönnina í golfi verður smá riskí þar sem svo virðist sem ísöld sé að ná tökum á Evrópu en ég vona að guð láti ljós sitt skína og sendi mér sól og grænar grundir á Spán. Allavega verð ég í ró til að setja mér ný áramótaheit og tékka á árangri frá síðasta heiti. Annars er gamlárskvöld opinber fýludagur hjá mér og búin að vera til nokkurra ára. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.12.2009 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.