Leita í fréttum mbl.is

Nýja útrásin

Nú virðist viðskiptaráðherra vera lagstur í víking til að vinna landinu velvildar og nýrra tækifæra. Allir vita að brýna þörf ber til að bæta ímynd okkar Íslendinga erlendis og hver er nú bestur til þess nema sá sem hefur með viðskiptamálin að gera. Gylfi Magnússon hæstvirtur viðskiptaráðherra hefur nú lýst því yfir í heimspressunni að eftir nána skoðun á bankamönnum heimsins þá séu þeir íslensku allra verstir.

Væntanlega mun þetta auka tiltrú lánastofnana erlendis og opna þær lánalínur sem hafa verið lokaðar.

http://www.dv.is/frettir/2009/10/25/gylfi-islenskir-bankamenn-their-verstu-i-heimi/

Ef þetta, einhverra hluta vegna, virkar ekki alveg þá getum við  væntanlega gengið í ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Kolbrún: já það verður að segjast eins og er að ráðherrar, eru nær óþreytandi að rífa niður það litla traust sem eftir er, Gylfi, Steingrímur,Svandís, Jóhanna að ógleymdum Össur, sem eins og hin virðist ekki skilja að stundum er betra að þegja, þegar men hafa ekkert gott að segja.

Magnús Jónsson, 27.10.2009 kl. 18:09

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Gylfi kemur þarna til dyranna eins og hann er "klæddur"  -  sjáfur held ég að ég mundi ekki skrifa upp á neitt frá þeim, en hvað með þig ?

Jón Snæbjörnsson, 28.10.2009 kl. 16:29

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Magnús og takk fyrir kommentið. Afsakaðu hvað ég svara seint en ég skrapp til Þórshafnar í tvo daga án tölvunnar Já ég er ekki að skilja hvað fólkið er að hugsa. Nóg hefur nú verið af neikvæðum fréttum frá Íslandi þó menn toppi ekki ruglið með svona yfirlýsingum. Auðvitað er ég sárreið sem fyrrum bankastarfsmaður yfir alhæfingum mannsins og lýsi megnri óánægju minni með hann sem viðskiptaráðherra í staðinn. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.10.2009 kl. 17:46

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón. Ég held ég svari  bara með tilvísnun í þessa bloggfærslu. Ég skrifa ekki uppá ágirnd af neinu tæki ef þú sættir þig við það svar en ég er málsvari sannra bankamanna. http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/970140/

Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.10.2009 kl. 19:15

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Bankar og bankakerfið eins og það leggur sig er vont.  Framleiða skuldir til að einhver græði er ógeðfeld hugsun.  Alveg sérstaklega ef um einkabanka er að ræða.  Ríkið á að stjórna peningum en ekki Björgólfar eða einhverjir Jónar.

Björn Heiðdal, 29.10.2009 kl. 08:21

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Björn. Þetta er eitt sjónarmiðið og á auðvitað rétt á sér en ég hef lengst af verið hlynnt blönduðu hagkerfi. Ég er samt á móti því að einkavæða eigi gróðann en ríkisvæða tapið. Það er í raun það sem er að gerast hjá okkur núna þegar við, almenningur, erum í ábyrgð fyrir innistæðum erlendis. Ég hef verið talsmaður þess frá upphafi að við séum ekki ábyrg og eigum ekki að borga. Ríkisstjórnin er á öðru máli og vonandi tekur það ekki allan framkvæmdadug úr okkur. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.10.2009 kl. 19:48

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín kæra Kolbrún, komdu blessuð!

Komin tími á línur frá mér. Flestir sem eitthvað hafa pælt í hagfræði eða stjórnmálum, eru nú hlyntir því sem kallað hefur verið blandað hagkerfi, nema einna síst eða minnst, frjálshyggjumen. Hér er og hefur líka í stórum dráttum verið blandað hagkerfi í reynd, NEMA einmitt ekki hvað fjármálakerfið varðar, þar hefur frelsið, sem svo breyttist í helsi fyrir ári, ráðið algjörlega ríkjum í raun með þessum voðalegu afleiðingum já.Það er því ekki hægt með góðum rökum að segja nú, að verið sé að "einkavæða gróðan, en ríkisvæða tapið", því fyrri helmingurinn var löngu orðin gjörð, staðreynd með hinni örlagaríku og vafasömu einkavæðingu allra bankana á skömmum tíma.Þvert á móti heyrist mér svo ekki betur, en núverandi valdhafar hafi vilja til að losa bankana aftur sem fyrst úr opinberri eigu og það m.a. virðist meira að segja vera að gerast nú srax með Íslandsbanka. Sú ríkisvæðing sem orðið hefur, er því ekkert annað en neyðarbragð, afleiðing einkavæðingar gróðans og því alls ekki nein gjörð sem á sér stað nú til framtíðar. En hefði ei verið farið svo geyst sem raun ber vitni, Lands- eða Búnaðarbankanum haldið eftir allavega að hluta áfram í ríkiseigu, hefði skaðin orðið mun minni og landslagið allt öðruvísi. En í þeim efnum sem fleirum, þá er vissulega auðvelt að vera vitur eftir á, sem þó allir verða ekki sakaðir um, en voru hrópaðir niður á sínum tíma fyrir að vara við hættunni. Sá sem þar fór einna fremst í flokki heitir víst Steingrímur J. Sigfússon, sem ýmislegt má nú segja um, en var sannarlega málssvari hins grandvara hvað þetta varðar! Svo varðandi þetta hjá GM, þá hefur þetta nú ekki hingað til haft nein neikvæð áhrif og þú tekur þetta kannski helst til alvarlega í hinni pólitísku orrahríð sem ríkir?

Magnús Geir Guðmundsson, 30.10.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband