27.9.2009 | 23:47
Teikn og fyrirboðar
Á þessum undarlegu tímum sem við lifum í dag er algengt að fólk láti samsæriskenningar ná tökum á sér. Menn sjá teikn á lofti, ýmist sem fyrirboða eða afleiðingar einhverra annarra atvika. Stórbrunar eru gjarnan tengdir við stórviðburði. Til dæmis brann til grunna hið sögufræga hús, Valhöll á Þingvöllum, þar sem hinn sögufrægi koss Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks átti sér stað. Við myndun þeirrar ríkisstjórnar er óhætt er að segja að ástareldurinn hafi verið mikill og jafnframt að menn hafi gleymt að setja öryggið á oddinn og því er þjóðin nú varnalaus í þeirri vá sem nú brennur á henni.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, barðist við eldinn, berum höndum, til að bjarga Höfða, hinu sögufræga húsi í Reykjavík, undan eldtungunum daginn eftir að Davíð Oddson tók við ritstjórn Moggans. Vonandi táknar það að hún og hennar fólk muni, með handafli ef þarf, viðhalda því velferðarkerfi sem þó hefur verið til staðar í borginni. Vonandi áttar fólk sig á því að verðmæti eru ekki bara í húsum, listmunum og málverkum. Gott kerfi sem heldur utan um fólk sem ekki er fært um að bjarga sér, er verðmæti sem allir verða að leggjast í að bjarga. Þjóðin sendi Gresnásdeild Landspítalans hlýjar kveðjur á föstudaginn var. Vonandi er það tákn um að fólk skilji að það þarf að vinna vel í velferðargeiranum og ætti að vera hafið yfir pólitískt argaþras.
Ríkisstjórnin hefur ekki verið að slökkva elda þrátt fyrir það sem sagt var fyrir kosningar. Þráhyggjan um að þvinga þjóðina inn í ESB, með Icesave reikninginn í kokinu, gerir ekki annað en að tefja endurbætur og uppbyggingu samfélagsins. Vonandi verða ritstjóraskipti á Morgunblaðinu til þess að opna augu og eyru fólks fyrir því að margar aðrar leiðir eru færar til að byggja upp okkar ágæta samfélag á ný. Ég held að nú fari fólki að iðrast þess að hafa viljað kanna hvað væri í boði í ESB. Nú vita menn líklega að það sem er í boði er Icesave skuldin, sem menn nenna ekki lengur að tala um frekar en fiskikvótann, okurvextir, sem haldið er uppi af Seðlabanka sem ríkisstjórnin stýrir og atvinnuleysi að evrópskum hætti. Ég brenn í skinninu eftir því að ríkisstjórnin fari að taka til kostanna, dragi umsókn um aðild til baka um óákveðinn tíma og semji við aðra um fyrirgreiðslu og samvinnu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.9.2009 kl. 23:13 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Kobrún orð í tíma töluð - stend vaktina með þér og vona það besta hjá okkur öllum
Jón Snæbjörnsson, 28.9.2009 kl. 08:34
Sammála fyrstu 18.5 línunum og reyndar bloggaði svipað. Bloggaðu frekar um boð Íslandsbanka en þar hefurðu meira vit en ég! Skoplegt að þetta var á forsíðu Mbl. sem stórundur. Þú kaupir Moggann ekki satt?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:53
Mín kæra Kolla, bara að láta þig vita að jarðvist er enn á dagskrá hjá þínum einlæga, ekki dauður enn, sem sungið var um árið!
Hef nú ekkert nema gott um þetta spjall þitt að segja þ´vi ég veit að þú elskuleg ert á vissum bás og ekkert við það athuga. Skil hins vegar ómögulega eitt, að ritstjóraskipti á Mogganum eigi að opna augu fólks fyrir einhverju sérstöku nema kannski því sem mér sjálfum datt í hug er ég heyrði hver annar ritstjóranna yrði, þ.e. að nú væri Ofurraunsæið dautt!
Líður þér annars ekki bærilega og ertu ekki sæmilega sátt í sinni við guð og menn?
Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2009 kl. 16:37
Jón sæll vertu já standa vaktina segirðu. Það var til siðs hér fyrir svona hálfu ári eða svo að tala um að þetta og hitt gerðist ,eða gerðist ekki, á "minni" vakt T.d. var Ingibjörg Sólrún á vaktinni þegar ljóst varð að viðskiptalífið logaði stafnanna á milli í svindli og svínaríi. Hún fór eins og kunnugt er. Ekki þýðir að tala um ábyrgð við Geir Haarde því hann sver allt af sér á erlendum fréttarásum úti í heimi. Hann fór líka. Hver ber svo ábyrgð á þessari vakt sem nú stendur yfir? Af hverju eru menn fyrst núna að fara að taka á málum með aðferðum sem duga. Aðferðunum sem við Frjálslynd buðum upp á fyrir kosningar. Nú á samt að tefja það með því að stokka upp "en gang til" og við bíðum meðan menn raða sér í nýja stóla með nýjum nöfnum til að útþynna ábyrgð þeirra sem eiga að svara til saka. Bara eins og útrásarvíkingarnir földu sína slóð. Nú þarf ég að stökkva í golf en kem aftur Kveðja til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.9.2009 kl. 17:34
Það er gaman að því hvernig þér tekst að vefja ESB-málunum inn í öll umræðuefni sem þú bryddar upp á. Og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Kannski tekst þér að mýkja Magnús með tímanum?
Annars hef ég tilhneigingu nú orðið til að láta ESB liggja milli hluta. Veit eiginlega í hvorn fótinn ég á að stíga gagnvart því. Og hef þó búið í ESB-landi um árabil.
Í þessu ágæta ESB-landi hefur ríkt efnahagslegur óstöðugleiki lengi. Liklega allt frá því Mitterrand varð forseti, ef ekki lengra afturábak. [Sarkozy rekur upphaf allrar franskrar eymdar til Danna rauða og atburðanna vorið 1968]
Já og ríkisfjármálin hafa verið í algjörri steik, líklega svo lengi sem elstu menn muna. Og verða svo áfram um einhver ókomin ár. Atvinnuleysi er óheyrilegt og verið lengi. Nú eru að koma í hóp bótaþega börn fjölmennrar bótakynslóðar. Og næstum annar hver 25 ára og yngri er án atvinnu.
Í þessu samhengi fatta ég fremur illa þær staðhæfingar á Íslandi, að hún Frón öðlist fyrst efnahagslegan stöðugleika þegar hún verður komin í ESB. Mér er næst að halda, að eini stöðugleikinn sé óstöðugleikinn!
Fyrir Frakklands hönd vona ég vitaskuld að Mærin sú braggist sem fyrst og rétt er að taka fram, að Sarkozy vinnur hörðum höndum að því. Hér gætir anda og áhrifa Napoleons ennþá og tímabært þykir að hrista upp í mörgu og stokka upp.
p.s. Vil nota tækifærið nú og þakka Magnúsi vinsamleg ummæli um formúluvef mbl.is í fyrri færslu Kollu. Mér þykir vænt um þessi ummæli en gat ekki þakkað á réttum stað því lokað hafði verið fyrir athugasemdir.
Ágúst Ásgeirsson, 28.9.2009 kl. 20:35
Kolbrún ertu ekki að grínast,þegar þú ritar í þennan pistil ´´að ritstjóra skipti á Morgunblaðinu verði til þess að opna augu fólks,,Nei Nei og aftur Nei,þú ert að grínast,ég þykist vita að þú ert þarna að skrifa um Davíð Hermdarverkamann Oddsson.Kolla, var þetta ekki bara grín hjá þér.?
nn (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 22:00
Sæll Gísli. Það er ekki skrýtið að Mogginn fjalli um þetta og spurning hvort þetta er undur eða ekki. Það er allavega þannig að þó bankarnir séu allir í ríkiseigu þá virðist vera samkeppni milli þeirra um hver þeirra lifi af. Kannski það eina sem er eðlilegt í dag. Sem skuldari í Íslandsbanka mun ég vissulega huga að þessu boði en sem fyrrverandi bankamaður þá mun ég lesa vel smáa letrið áður en ég stekk á 25 % gjöfina. Ég er með helgaráskrift af Mogganum og hætti við að segja henni upp til að sjá hvernig Davíð tækist til.
Ég held að ég fjalli ekki um tilboð Íslandsbanka sérstaklega eða beri það saman við tillögur Árna Páls enda voru þær jarðaðar í beinni í Kastljósinu áðan. Alltaf of seinir,, og ég hef augljóslega víða meira vit en þú " kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.9.2009 kl. 22:15
Sæll Magnús gott að sjá þig á lífi minn kæri bloggvinur. Jú ég er eiturhress, barasta alveg til skammar hvað ég hef gaman af lífinu á þessum erfiðu tímum. Ég hitti svo margt skemmtilegt fólk alla daga og við erum margbúin að leysa öll þessi flóknu pólitísku mál í matartímanum á mínum vinnustað. Meira slugsið á þessari verklausu ríkisstjórn. Ég er ánægð með árangurinn í golfinu í sumar og ég, eins og þú og fleiri, var lengi að trúa því að Davíð væri að fara aftur út á vinnumarkaðinn. Ánægjulegt að búið er að kasta æsku-og fegurðardýrkuninni fyrir róða og nú vilja menn bara gamalt fólk eins og í Kína eða Japan eða einhversstaðar þarna austur frá. Þú ert nú á vissum bás líka þó það sé ekki minn bás. Jú jú við Guð erum mestu mátar og mannelsk er ég. Bestu kveðjur til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.9.2009 kl. 22:30
Ágúst takk fyrir mjög svo málefnalegt framlag. Það er bara þannig að nú er að duga eða drepast í því að reyna að fá fólk til að líta á stöðuna eins og hún er í stað þess að láta mata sig á einhverju óljósu moði og frösum. Þeir sem kusu Samfylkinguna hafa margt á samviskunni. Síðan verður maður bara að sætta sig við það ef meirihluti þjóðarinnar vill fara inn í ESB. Ekkert sem kemur á óvart í þinni tölu s.s. skuldir og atvinnuleysi mann fram af manni. Við Íslendingar getum ekki velst með skuldaklafa eins og milljónaþjóðir, það segir sig sjálft, þó við höfum nú séð það hér á árum áður. Þá björguðu Rússar okkur og ég held svei mér þá að við ættum bara að fara að líta á roðann í austri. Ég verð á fundi í París um miðjan des. Hlakka til að sjá borgina en ég hef aldrei komið þangað. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.9.2009 kl. 22:44
NN sæll. Augu og eyru segi ég og skrifa. Auðvitað er mér skemmt ég neita því ekki . kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.9.2009 kl. 23:05
Ég ætlaði nú ekki að svar hér inni en vegna orða þinna um að "hugmyndir ÁPÁ hafi verið jarðaðar", en náttúrulega ekki annað hægt. Ingólfur Ingólfsson hefur aldrei haft jarðafararéttindi og fær þau varla úr þessu. Eins og Sigmundur benti á, þá hefur útfærslan ekki komið fram, svo þetta voru bara spekulasjónir. II fannst auðvitað leiðir Islandsbanka góðar, og marg endurtók það. Annars hefur hann ekki alltaf sagt gáfulega hluti, svo ég jarði hann, hér í lokin.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 11:06
GLEYMDI!
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 11:12
fenguð þið í Frjálslynda ekki tækifæri til að hafa áhrif ég hef frá upphafi verið á móti þessu AGS og ESB sem og hvað þá að borga skuldir þessa "útrásarkatta" NEI takk.
ég er með mitt á tæru tja nema kanski að detta á þá skoðun að ESB innganga að fullu leiti sé kanski það eina rétta - ekki viss en velti því mikið fyrir mér þessa dagana þar sem við ráðum ekki við að breita neinu hér heima eða gerum ekkert í því, sami ansk rassinn undir öllu þessu liði sama hvar í flokki fólk er
Jón Snæbjörnsson, 29.9.2009 kl. 12:52
Sæll Gísli. Ég er eins og þú veist ekki öfgamanneskja sem trúi á einstaka menn en hef nokkuð mikið álit á Ingólfi og hans boðskap. Ingólfur hefur gengið á móti straumnum undanfarin ár við litlar vinsældir bankaræningjanna. Hann er ekki óskeikull frekar en við og stundum tala menn inn í aðstæðurnar og það síðan tekið úr samhengi. Ég var auðvitað að æsa þig til andsvara. Mér heyrist Árni Páll vera að taka upp stefnu FF frá því fyrir kosningar og verð að segja að ég styð það en veit ekki hvaða tíma þeir miða við fyrir hrun. Við töluðum um 1.jan 2008 áfram Samfó...kv. Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 29.9.2009 kl. 22:08
Sæll Jón. Þetta heitir uppgjöf. Ekki smuga að fara að loka augunum aftur og halda að allt sé gott í útlandinu. Ekki vantar nú spillingu hjá embættisbatteríinu í Brussel.
Frjálslyndir fengu ekki þann stuðning sem tillögur hans gáfu tilefni til. Það má segja að fólk hafi ekki skilið þær fyrr en þörfin fór að sverfa að og þörf fyrir þær tók að brenna á því sjálfu. Sumir hafa bara enga fyrirhyggju og stóla á forsjárhyggju og helst einhverra sem þeir þekkja ekki. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 29.9.2009 kl. 22:20
neinei ekkert að gefast upp né að loka augunum enn með bæði opinn, passa meira að segja að loka þeim ekki sitt og hvað "ljúft er að láta sig dreyma"
Ljúft er að láta sig dreyma liðna sælu tíð, sólríku sveitina kæru, svipmikla birkihlíð, fjarlægu fjöllin bláu, frjósama blómskreytta grund, baðandi í geisla glitiglaðvær um morgunn stund
Jón Snæbjörnsson, 30.9.2009 kl. 12:09
úúfff þetta átti ekki að vera svona dojjjjjj
Jón Snæbjörnsson, 30.9.2009 kl. 15:58
Þetta söng maður ekki sjaldan í den. En kæri Jón, er þér berst þetta bréf, Kæri Jón... mínir draumar snúast ekki um pólitískan frama og hafa aldrei gert... bara svo djööööö ráðrík kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.9.2009 kl. 17:30
KVEÐJA TIL ÍSLANDS.
Íslands tindar sökkva í sjá
NN (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 21:24
KVEÐJA TIL ÍSLANDS
Íslands tindar sökkva í sjá
sjónum fyrir mínum.
Skyldi ég oftar Frón ei fá
faðmi að sveipast þínum
Hart er að verða að flýja frá
fósturlandi sínu.
Sorg ég kenni sára þá
svella hjarta mínu.
Ó,hve mjög ég elska þig,
ættarlandið góða
sem í faðmi fæddir mig,
fóstran minna ljóða.
Brjóstum þínum er nú á
engin griðastaður.
Þér með leynd ég laumast frá
líkt og glæpamaður.
Hvað hefur mér þá orðið á?
Ég unni landi mínu
og þögull eigi þoldi að sjá
þess á smán og pínu.
Ættjörð mín ég elska þig
eins og heitmey fríða.
Ættjörð mín það angrar mig,
er ég veit þig líða.
Eg þá græt er annars lands
ágang þú mátt líða.
Svipu-höggin harðstjórans
hjarta mínu svíða.
Svona að kenna þrældóms þíns
það er hart að bera,
og í blóma aldurs síns
útlægur að vera.
Ástmey,frændur,vini vel
verndi drottin blíður.
Fagra ættjörð, farðu vel
frá þér skipið líður.
(Jón Ólafsson ritstjóri og rithöfundur og þingmaður(1850-1916) orti svo er hann hafði komið sér í ónáð hjá Hilmari Finsen landshöfðingja.Jón varð að flýja land,þá aðeins 20,ára þetta er ort um borð í Gufuskipinu ´´THOR´´á leiðinni til Noregs 10 október árið 1870.Jón Ólafsson var mikil merkismaður,og bróðir Páls Ólafssonar ljóðskálds.Þetta ljóð hans á vel við í dag...Íslandi allt fólk gott..
NN (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 21:53
Ég er alltaf jafn hissa á fólki sem heldur að ef við göngum í ESB þá verði spiling úr sögunni á Íslandi. Jón Snæbjörnsson talar um það hér fyrir ofan að hann sé að detta inn á það að etv. sé best að ganga í ESB vegna vegna þess að hann sé búinn að fá sig fullsaddann á spillingu hér heima. Ég minni bara enn og aftur á Ítalíu. Landið er í ESB en spillingin er þvílík að menn hrista höfuðið. Að ekki sé minnst á ESB sjálft. Þar er spillingin lögmál. Nú man ég ekki nákvæmlega árið sem framkvæmdastjórn ESB neyddist til að segja af sér vegna misnotkunnar á fé ESB. En hvað gerðist? Í dag eru þessir fyrrum meðlimir framkvæmdastjórnarinnar annað hvort á þingi ESB eða þá...og haldið ykkur nú...í forsvari fyrir baráttu gegn spillingu innan ESB. Nýverið neitaði einn endurskoðenda ESB að skrifa upp á bókhald ESB. Hún var rekin. Sumir halda að ef Ísland gengur í ESB þá muni verðlag hér lækka. Hvergi þar sem EVRA hefur verið tekinn upp hefur verðlag lækkað. Þvert á móti það hefur HÆKKAÐ. Nýlegt dæmi er Frakkland sbr. viðtal við Helgu Guðmundsdóttur í mbl. 28. júní 2009 (sjá xf.is http://xf.is/frettir/nr/89743/)
Helgi (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 00:00
Takk fyrir þessi innlegg Helgi IPtala og NN hinn dularfulli. Yndislega fallegt ljóð og á vel við í dag þegar maður getur séð fyrir sér að margir þurfi að flýja svipuhöggin harðstjórans. NN kemur mér alltaf meir og meir á óvart og tek undir við Helga varðandi álit á ESB. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 1.10.2009 kl. 00:45
Kollbrún, þú ert sko alveg sér á báti örugglega hógværasta konan á landinu
Helgi, (á það til að hugsa upphátt) mér er bara ómögulegt að sætta mig við svona ástand eins og ríkir hér á landi - en ég er ekki þar fyrir einhver ESB sinni langt í frá, leita eftir jöfnuði í þjóðfélaginu í heild. Hef td áhuga á að endurskoðaðar verði allar reglur sem snúa að td opinberum starfsmönnum þar með talið lífeyrissjóðir oþh - því ekki einn lífeyrissjóð ?
Jón Snæbjörnsson, 1.10.2009 kl. 13:29
Sæll Jón. Ég er hógværðin holdi klædd nei bara að grínast. Ég er alveg með þér í því að endurskoða þarf þær reglur sem snúa að opinberum starfsmönnum. Hef aldrei skilið að þeir t.d. séu með nánast æviráðningu og starfsöryggi umfram alla aðra. Einn lífeyrissjóð get ég vel hugsað mér og eitt til tvö stéttarfélög. Ég veit að það er margt ágætt sem kemur út úr samstarfi stóru ríkjanna og er sjálf að vinna í verkefnum til að styðja við þá vinnu óbeint en svo er hin hliðin og það er það sem snýr að okkar ríki sem þarf aðstoð á stundinni en er of auðugt til að fá nokkra styrki. Ég óttast í alvöru að við sökkvum í reglugerðir og lagabálka á svipstundu ef við göngum inn. Áhugavert að heyra um upplifun Lilju Mósesdóttur og hótanir Breta um Icesave og greiðslu á þeim pakka. Vona að þau fari að sjá í gegnum glýjuna þetta blessaða fólk í VG. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 1.10.2009 kl. 17:55
Skondið að sjá.Ég var að flétta Mbl,fréttum og fór í frétt er nefnist:::
::tveir handteknir með sprengju::(innlent) stendur ekki þá einhver fýri með risaskilti,og þar sem hann er með á því er brot úr ljóðabálkinum er ég sendi til þín í gær, svoldið táknrænt að sjá,þar sem stytta Jóns Sigurðssonar er í bakgrunni.
NN (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 22:23
Jæ´ja, hér mæti ég aftur í hið hlýja "Kollukot" og er þá ekki bara allt á hvínandi siglingu í léttum umræðum um ljóðlist og ESB. Þetta er bara alveg dásamlegt!Maður á bara að hrósa því sem vel er gert, þú átt það sannarlega skilið Ágúst minn fyrir áralanga elju þína og ástríðu við að koma F1 á framfæri við landann!Tek þó fram að áhugi minn hefur nú tekið nokkrar dýfur, sérstaklega vegna allra leiðindamálana á sl. árum, kærum með meiru og alls kyns rugli, en það er önnur saga!
En það var þetta með að "mýkja mig", sem Ágúst veltir fyrir sér.
Ef vill hún Magga mýkja
og með sér fá í skakið.
Frjálst er Kollu að kíkja
og "klapp'onum á bakið"!
Og svo var það sjálfslýsingin hjá þér kvinnunni hér að eins ofar:
Kolbrún já er gáfum gædd,
þó geti hljómað dreymin.
Hógværðin er holdi klædd,
háttprúð mjög, en feimin!
Þetta reyndar grunsamlega líkt örgustu öfugmælavísu, en látum það standa samt!
Annars jaðrar þetta hnoð mitt núna við að teljast klám, ekki samboðið gullaldarkveðskapnum sem bæði Jón og NN veifa hérna!
En svona erum við "Bögublesarnir", alltaf þurfum við að trana okkur fram!
Magnús Geir Guðmundsson, 2.10.2009 kl. 14:44
NN ég kíkti á fréttina og þetta er fín mynd af þér er það ekki ?
Magnús. Ég verð nú að segja að hún gat verið verri þessi fyrri t.d. ef þú hefðir sagt "kasta sér á bakið ". Eftir okkar samskipti á þessum miðli þakka ég fyrir að þú varst svona " innan skekkjumarka"
Seinni vísan er ekki nein öfugmælavísa heldur heil og sönn sama hvort hún er lesin áfram eða aftur á bak.
Haltu bara upp hætti Bögublesa, hvað sem það er, og láttu endilega sjá þig. Koss fyrir vísuna kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 2.10.2009 kl. 17:15
Ó nei það er nú ekki svo,þetta virðist vera algjör tilviljun.Nema að kauði hafi litið á bloggið þitt,og fengið þar hugmynd.
NN (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 18:11
Haha, gott að teljast innan skekkjumarka, en ég er nú einu sinni þokkalega uppalin, "Bleytan og Rakin", þau systkin, höfð að mestu lokuð inni, svona þegar margur heyrir til allavega!En þótt sú seinni kunni að vera svo glettilega raunsönn lýsing á kvinnunni þér Kolla, þá kallar þú nú samt ekki allt ömmu þína sem m.a. frægt er hér á síðunni og "Kálfar" komu mikið við sögu!Já, svo eru kossar dýrlegt fyrirbæri og mun ég að sjálfsögðu innheimta hann við fyrsta tækifæri, takk fyrir hann!
Magnús Geir Guðmundsson, 3.10.2009 kl. 15:59
Borg ljósanna tekur örugglega vel á móti þér, Kolla. Hún mun skarta sínu fínasta á þessum tíma; jólaljósin út um allt. Reyndar voru þau keyrð aðeins niður, þ.e. dregið úr skreytingum, í fyrra vegna kreppu. En nóg eru þau samt. Vona bara þú njótir Parísar, annað er líklega ekki hægt!
Ágúst Ásgeirsson, 3.10.2009 kl. 19:13
Sælir þið Formúluaðdáendur. Ég er engin tepra ef þú átt við það Magnús. Ég vona Gústi að ég fái fallega mynd af borginni. Er París kölluð borg ljósanna? hélt alltaf að það væri borg elskendanna? Ég fer allavega með eina af elskunum mínum þ,e, næst elsta barnabarnið 12 ára gamlan dreng. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 3.10.2009 kl. 22:02
Já, París er nefnd borg ljósanna. Hún er auðvitað einnig borg elskendanna. Stendur undir öllum góðum uppnefningum, hún er mögnuð.
Ágúst Ásgeirsson, 4.10.2009 kl. 07:58
Sæl Kolla mín Góður pistill hjá þér eins og vant er. Athugasemdirnar eru skrifaðar með svo smáu letri og margar að ég rétt rendi yfir þér. En það gladdi mig að sjá að okkar kæri blogvinur Nagnús Geir er að komast á flug aftur., Ég hef nokkrum sinnum flogið yfir París en hefur alltaf fundist vera hálfgerð hula yfir henni. Það er sennilega uppgöfun frá elskendum , Særtu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 7.10.2009 kl. 02:08
Átti sannarlega við það, þú ert nei engin tepra Kolbrún Raufarhafnarrós" Kossin verður því að líkum..eh, þokkalegur, en förum nú ekki nánar út í það!
Þakka þér Ólafur minnn, þú ert augljóslega öðlingur og vel viti borin maður að telja mig til gleðigjafa haha! En.
Þegar Maggi fer á flug,
fall'í stafi meyjar
Hans já líka hrífast dug,
hraustir Eyjapeyjar!
Læt þetta "hnoð" fylgja með til smá gamans.
En svo vill "Málfarsmafían", sem stundum fundar hér, koma þeirri litlu ábendingu til ÁÁ, að uppnefningar geta víst seint að hennar mati orðið góðar. Orðið hefur nefnilega aðeins neikvæða merkingu, þ.e. til stríðni eða íllgirni kannski, hefur einhver verið uppnefndur...
Segist nefndin frekar mæla með orðinu nafngift(ir) í staðin.
Í guðs friði..
Magnús Geir Guðmundsson, 9.10.2009 kl. 14:14
Sæll Magnús. Ég spilaði golf með stelpu um daginn og hún var kölluð Inga Sipp og það var af því hún var svo rosalega góð að sippa inn á grínin. Er það uppnefni eða nafngift ? En nafngiftir ??? er það íslenska? allavega fyrir mína tíð ef svo er. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.10.2009 kl. 20:33
Mín Kæra Kolbrún!
Málfarsmafían skaut á snöggum aukafundi vegna fyrirspurna þinna og kom með þessa niðurstöðu eftir stuttan tíma og ekki mjög langa skoðun.
Svarið við fyrri spurningunni mun þegar felast að nokkru að minnsta kosti í fyrri umsögn, ekki verði betur séð en konan sé kölluð þetta að góðu, vegna vissra hæfileika, þannig að það geti ekki talist uppnefni heldur nafngift, jafnvel í þessu tilfelli, viðurnefni og virðist eiga betur við!
EF mafían man sínar gömlu vísdómsskruddur rétt, þá getur nú verið undir hælin lagt hvað teljist eða tteljist ekki íslenska, en í seinni tíð hefur sú regla almennt orði viðurkennd, að nái orð eða hugtök að aðlagast tungumálinu og öðlast hefð í því, þá teljist það gildandi. því telst orðið nafngift líft og til dæmis andagift, fyllilega standast skoðun sem íslenskt orð, þó vissulega sitt geti sýnst hverjum um það eins og gengur. Gift mun áreiðanlega vera komið af sögninni að gefa, samanber að konur voru öldum saman giftar mönnum og þá í engri annari merkingu lengi vel, en að þær væru gefnar þeim! Og sem kunnugt er má víða í öðrum tungumálum finna þetta orð líkt eða nær eins ritað og með sömu eða svipaðari merkingu.
Að lokum vonar Málfarsmafían að þetta svari sæmilega spurningum frú Kolbrúnar, um leið þó að ítreka að ekki var langur aðdragandi að svörunum eða miklum tíma eytt í þau!
Magnús Geir Guðmundsson, 10.10.2009 kl. 01:14
Og svo má bæta því við til bæði fróðleiks og gamans, að í Málfarsmafíunni eiga sæti fjöldi manns, til dæmis, Gunnar Rafn Jónsson, Þorbjörn Broddason, Guðni Kolbeinsson, Guðrún Kvaran, Ólína Þorvarðardóttir, Sigurður G. tómasson, Magnús Geir Guðmundsson, Eiður Svannberg Guðnason, karl Ágúst Úlfsson og frú Vigdís Fimmbogadóttir, svo aðeins nokkrir séu nafngreindir!
Magnús Geir Guðmundsson, 10.10.2009 kl. 01:25
að ógleymdum Jóhönnu Kristjónsdóttur og Megasi!
Magnús Geir Guðmundsson, 10.10.2009 kl. 01:26
Þetta er alveg rétt hjá Magnúsi með "uppnefningar". Þetta er eitthvað skrípi sem hrokkið hefur úr fingurbroddunum niður á lyklaborðið. Stundum er nefnilega eins og samband puttanna og hugsunarinnar rofni!
Þakka þér ábendinguna.
Svo vil ég náttúrulega lýsa samúð minni, Magnús, vegna ófara rauðu djöflanna gegn Chelsea. Vonandi tekurðu vini mína Anelka og Malouda í sátt með tímanum þrátt fyrir mörk þeirra. Þetta Chelsealið væri hvorki fugl né fiskur án þeirra og Drogba (sem ég kalla franskan líka því hér ólst hann upp og byrjaði sína fótboltamennsku hér. Þeir Malouda voru einmitt liðsfélagar fyrir um a´ratug eða svo hjá dvergliðinu Guingcamp sem varð franskur bikarmeistari í ár, öllum á óvart).
Ágúst Ásgeirsson, 11.10.2009 kl. 18:10
Sælir. Ég get alveg tekið undir það að í þessu tilfelli hefði verið hægt að nota annað orð en uppnefningar. Hefði ekki mátt nota tilnefningar, þ.e. tilnefnd sem borg elskendanna eða tilnefnd sem borg ljósanna. Það er naumast að þú ert í skrautlegum félagsskap Magnús eða er það kannski frekar notað í neikvæðri merkingu? bestu kveðjur til ykkar beggja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 12.10.2009 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.