Leita í fréttum mbl.is

Séra Gunnar

Fyrsti maí Gunnar 031Síðastliðinn föstudag fór ég á kynningarfund um mótorhjólasamtök og mótorhjólamenningu sem Rauði krossinn bauð upp á, í húsnæði sínu, í Borgartúninu. Það mætti hópur af mótorhjólafólki en minna var af áhugamönnum um félagslíf þeirra. Ég er að kynna mér þetta sport og skaust aðeins frá úr vinnunni til að hlýða á boðskapinn. Þeir komu ríðandi á fákum sínum í halarófu og voru á öllum aldri alveg niður í 6 ára strák, sem á mótorkrossara, og upp í það að maður spyr ekki um aldur. Þarna voru bæði konur og karlar. Eftir að hafa meðtekið upplýsingar um hjólin þeirra, frá stórum manni, sem var í senn ógnvekjandi og vingjarnlegur, var farið inn í sal til að hlýða á sögu, tilurð og útskýringar á ýmsum gerðum mótorhjólaklúbba. Nú veit ég t.d. hvað 1% klúbbur er. Þarna voru Sniglar og Sober riders sem kalla sig Kerúba og tveir úr Salvation Riders. Svo eru til Fáfnismenn og Trúboðar, ofl ofl. Örugglega klúbbar við allra hæfi. Þessi stóri maður hafði enn orð fyrir hópnum en brátt voru allir farnir að taka þátt í umræðum og segja sögur. Ég spurði mikið eins og ég á vanda til. Einn var að lýsa hlífðarfatnaði og þá sagði þessi sessunautur minn, sem reyndist vera séra Gunnar sterki í Digraneskirkju. "Strjúktu mér um hnéð" ha? "Strjúktu mér um hnéð" sagði hann aftur. Ég gerði það og fann að það var vel stoppað af högghlífum. "Þetta er alveg nauðsynlegt" sagði hann. Sjálfri fannst mér bara skemmtilegt svona eftir á að hafa lagt hönd á og nuddað hné á presti og þakka fyrir (guði) að vera ekki sótt til saka fyrir það.    

Takið nú fullt tillit til bifhjólamanna i umferðinni ágætu bloggfélagar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl kæra Kolla! Nú bíður maður spenntur eftir að heyra álit Magnúsar Geirs á þessum hnéstrokum prestsins. En hvað um það. Ég tek undir með þér hvað varðar bifhjólamannana í umferðinni. Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 30.7.2009 kl. 17:21

2 identicon

Kolla! Fáfnismenn eru ekki klúbbur fyrir fyrir alla. Sá klúbbur hefur ekkert með móturhjól að gera. þetta eru glæpamenn í tengslum við aðra glæpamenn í Danmörku.

Helgi (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 19:50

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll félagi. Já það er ótrúlegar sögur sem þau sögðu af tillitsleysi í umferðinni. Alveg ótrúlegt. Magnús hefur kannski skoðun á þessu já. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.7.2009 kl. 22:57

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Helgi. Það voru ekki fulltrúar frá Fáfnismönnum þarna og ekki heldur Trúboðunum en ég veit að þeir eru til og einhverjir finna sig í þeim hópi og því sagði ég að það væri til klúbbar þar sem allir geta fundið sér farveg. Sagt er að 99% mótorhjólafólks sé heiðarlegt venjulegt fólk. Meira veit ég ekki um þetta. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.7.2009 kl. 23:01

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

"Strjúktu mér um hnéð" það eitt finnst mér bráðfyndið og þú að taka áskoruninni enn betra

Auðvita að taka tillit til bifhjólamanna eins og annarra sem í umferðinni eru, þeir eru nú samt margir motorhjólamennirnir sem mættu keyra mun varlegra -

look left  - look right - think byke

Jón Snæbjörnsson, 31.7.2009 kl. 15:08

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tja, hvað skal segja, Ólafur sægarpur bara farin leynt og ljóst að leggja inn pantanir á mín viðbrögð haha! En veit nokkuð hver Sr. Gunnar Sigurjónsson er, hann þekktur bæði fyrir sín andlegu störf, en þá kannski ekki síður einmitt sem mótorhjólakappi og kraftakarl! Ég held að hann hafi örugglega farið oftar en einu sinni á einhver heimsmót presta jafnvel heimsmeistaramót hjá þeim og keppt í kraftlyftingum og sigrað!?

Svo finnst mér nú endilega mín kæra Kolla, að hans ágæta frú sé í einvherju svipuðu starfi og þú, las það einvhern tíman og þá þekkir þú hana kannski og hafðir kannski fullt "strokuleyfi" á karlin eftir allt saman haha!?En förum annars varlega í þessar "sakir" já, til að móðga ekki siðsamt fólk! (Jón Valur "Brennisteinspredikari" gæti til dæmis rekið inn nefið og þá yrði auðvitað FJANDIN laus ekki satt!?)

Þó að Kolla siðvönd sé,

sæl var hún að geta

óhrædd strokið klerksins kné,

sem kunni GOTT að meta!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 21:53

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón. Ég er nú þekkt fyrir að falla fyrir áskorunum en þessi "áskorun" var partur af kennslu eða fræðslu um hlífðarfatnað mótorhjólamanna. Já mér fannst þetta skondið sjálfri. Think byke segirðu. Þeir sögðu mér að þeir hugsuðu þannig sumir hverjir eins og að bílstjórar væru að reynda að drepa þá þ,e, þeir treysta engu í umferðinni. Þeir fullyrtu að þeir virtu hámarkshraða en þeir eru auðvitað fljótir upp í 90 km hraða þegar þeir eru að taka af stað. Gaman að fá komment frá þér kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.8.2009 kl. 07:20

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Spæll Magnús. Ég þekki ekki konu Gunnars en held hún heiti Þóra. Mér sýndist það á emailaddressu hans. Vísan er frábær en ég myndi samt vilja breyta henni þannig " og kunni gott að meta " það var jú ég sem hafði ánægjuna en ekki hann. Já Ólafur hefur mætur á þér og gaman sem vonlegt er. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.8.2009 kl. 07:23

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já sæll  ekki spæll.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.8.2009 kl. 07:23

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

look left  - look right - think byke / hugsað til að nota td áður en keyrt er út á aðalbraut oþh - hjól sem og mótorhjól sjást verr en margt annað farartækið - þvi þaf að gefa sér "tíma" áður en keyrt er út á eða yfir akrein

sumir "hjóla" hratt því er þetta enn þarfara

have a fruitful day

Jón Snæbjörnsson, 1.8.2009 kl. 12:06

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hafðu það sem þú vilt, þó mig gruni nú að um GAGNKVÆMA ánægju hafi verið að ræða, hlýtur bara að vera!?

En á semsagt að fara að kaupa sér hjól, galla og allt hvað eina?

Magnús Geir Guðmundsson, 2.8.2009 kl. 17:26

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hlýtur það að vera. Ég þori nú ekki að taka svona djúpt í árina með guðsmanninn. Já ég reikna með því að klára prófið fljótlega og þá er næst að kaupa leðurgalla "með hnéhlífum" og skella sér á götuna. Annars er ég að spila golf út í hörgul komin í 12,9 kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.8.2009 kl. 20:44

13 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

...og væntanlega fær klerkurinn að strjúka á þér hnéð þegar þú ert komin í gallann.....

Ómar Bjarki Smárason, 3.8.2009 kl. 20:48

14 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Gott að eldklerkurinn  Jón Valur slæðist ekki hingað inn.. annars alltaf gott að fá strokur svona innan skekkjumarka kv Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.8.2009 kl. 21:28

15 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er greinilega mikið frjálslyndi í flokknum þínum, Kolbrún....!

Ómar Bjarki Smárason, 3.8.2009 kl. 22:29

16 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahah já Ómar og það sem meira er allir velkomnir  kveðja kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.8.2009 kl. 17:39

17 identicon

Sæl Kolbrún og takk fyrir síðast.

Mundu það að ég leyfi nú ekki hverri sem er að strjúka mér um hné, þó svo það sé í fræðsluskyni.  Þetta eru forréttindi örfárra og aðeins veitt með undanþágu og með boði 

Láttu mig vita þegar þú verður komin á götuna á hjóli.

kveðja
Gunnar

Gunnar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 17:54

18 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Guð hjálpi mér, presturinn kominn í málið.

Takk Gunnar fyrir innlitið og þetta skemmtilega boð. Vona að þú og þín ektakvinna hafið húmor fyrir þessu hjá mér. Ég kem í næstu mótorhjólamessu til þín í fullum skrúða . Það er markmið og já ég sendi þér línu með ósk um fyrirbæn þegar ég fer af stað út í umferðina.

Í guðs friði Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.8.2009 kl. 18:06

19 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þessi "hnjá"stroka er mörgum manninum hér umhugsunarefni - bara gott

Jón Snæbjörnsson, 5.8.2009 kl. 13:06

20 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón. Ég fer nú að kikkna í  hnjáliðunum yfir þessu öllu saman en já bara gaman. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.8.2009 kl. 21:18

21 identicon

Ég missti af þessu káfi enda kom ég seinna.Ég er hnakkaskraut Hannesar SR-forsetaÞetta er frábær lífstíll og ekki eins dýr og fólk heldur.En frábær félagsskapur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 19:08

22 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Birna. Gaman að sjá stelpu hérna á blogginu mínu. Já það verður að mæta tímanlega ef menn vilja fá allan pakkann hahaha. Ég held nefnilega að þetta sé fínn félagsskapur 99 % og bara þetta komment frá séra Gunnari hér að ofan staðfestir það. Satt að segja þá ákváðum við systur að fara í þetta sport á jarðarför ungs manns sem lést af slysförum einmitt á mótorhjóli. Það mættu svo margir í "galla" á jarðarförina að ég fékk nýja sýn á þetta sport. Sumir eru svo heppnir að geta verið hnakkaskraut en aðrir verða að bjarga sér sjálfir. Gangi þér allt í haginn og kannski sjáumst við síðar. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.8.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Stefánsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Ég er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálum og stjórnun fyrirtækja.  Ég bý í Kópavogi. Áhugamál mín eru golf, dans, göngur, ferðalög, blak auk ýmissa boltaíþrótta. Hjartansmálin eru svo dæturnar tvær og ömmudrengirnir fjórir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband