23.6.2009 | 00:47
Það er gott að búa í Kópavogi.
Nú blæs ekki byrlega fyrir okkur Kópavogsbúa. Illindi í brúnni og stjórnsýslan öll upp í loft. Stjórnarmenn ákærðir vegna fjármálamisferla við Lífeyrissjóð starfsmanna. Viðskipti bæjarins hafa verið tekin til skoðunar af endurskoðendum sem ekki gáfu nógu gott komment á viðskiptahættina. Meirihlutinn hefur ekki verið í lagi frekar en aðrir í opinbera geiranum og keyrt allt of hratt í bygginga- og skipulagsmálum. Hann hefur þó beygt sig fyrir íbúalýðveldinu t.d. í Kársnesmálinu, að mestu leyti. Það hafa gengið brot yfir bæjarstjórann okkar Gunnar I. Birgisson en hann virðist ætla að hrista þetta af sér eins og blautur hundur. Hann er sterkur foringi og lætur ekki mikið hrína á sér maðurinn sá. Ég ætla að vona að Sjálfstæðismenn verði áfram í meirihluta. Það væri svo sem allt í lagi að skipta út Framsókn og taka inn fulltrúa VG sem virðist vænsti maður. Ekki sé ég nú neina sérstaka kandídata til að taka við af bæjarstjóranum og því vona ég að hann hangi fram að næstu kosningum. Hver veit nema Frjálslyndir komi þá sterkir inn. Það væri þess virði að reyna það. Þá verður áfram gott að búa í Kópavogi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 122262
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Október 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bloggvinir
- solir
- gmaria
- fannarh
- thoragud
- meistarinn
- sigurjonth
- skulablogg
- gudruntora
- svavaralfred
- rheidur
- gudrunmagnea
- helgigunnars
- georg
- marinogn
- kallimatt
- zumann
- gudbjornj
- eirikurgudmundsson
- gretar-petur
- johanneshlatur
- franseis
- altice
- palmig
- lydurarnason
- omarbjarki
- gretarogoskar
- tilveran-i-esb
- paul
- ksh
- thjodarsalin
- framtid
- kop
- jon-o-vilhjalmsson
- sunna2
- neytendatalsmadur
- duna54
- jonsnae
- sjonsson
- duddi9
- olofdebont
- magnusjonasson
- helgatho
- fullvalda
- kokkurinn
- olafiaherborg
- nimbus
- jakobk
- stebbifr
- ranka
- heimssyn
- rs1600
- maggij
- bjarnihardar
- bookiceland
- frjalslyndir
- gauisig
- zeriaph
- gthg
- gustaf
- hannesgi
- diva73
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- prakkarinn
- ragnar73
- ziggi
- visur7
- tryggvigislason
- ursula
- valdimarjohannesson
- postdoc
- icekeiko
Nýjustu færslurnar
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
Athugasemdir
tja, hvað skal segja um hann nafna minn bæjarstjóra í kópavogi. Ég vona að rannsókn komi vel út og karlinn lendi nokkurn vegin á löppunum.
Ég vil trúa því þangað til í fulla hnefana að þetta endi ekki illa fyrir hann. En óreyða og kæruleysi hefur augsýnilega verið á ferðinni. Það er bara svo víða.
bkv vinkona
sandkassi (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 01:08
Sæll Gunnar. Já hann kemur vonandi standandi niður karlinn. Það er samt þannig, oft á tíðum, að það er eins og hinn svarti sjálfur sitji og skari eld að einstaklingum sem ekkert hafa illt til unnið. Þá fer það að virka sem sönnun um sekt að viðkomandi er þvældur í neikvæð mál á fleiri en einum stað. Það er vitað að menn notfæra sér það oft á tíðum máli sínu til stuðnings og þykjast sjálfir hvergi koma nærri. Það er rétt hjá þér að mikið hefur gengið á og þá er það oft á kostnað vandvirkni. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.6.2009 kl. 22:06
Er það þín hreina hjartagæska sem á í hlut þegar þú segist vona að Gunnar komi standandi niður vegna einvhers sem nú á sér stað beint og ótengt stöðu hans og starfi í bænum?
Ætli hann komi ekki bara niður eins og hann á skilið og hefur sjálfur sáð til!?
Annars var hann eitthvað að kveinka sér blessaður og segir nú að "allt sé gert tortryggilegt"! Ætli hann sé þá að meina allar greiðslurnar til dóttur hans t.d. sem margar hverjar voru fyrir verk sem ekki var svo staðið við? Örugglega á hann við það líka og ég er viss um að nafna hans hér að ofan væri ljúft að taka undir það!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2009 kl. 21:38
Tengt vantaði þarna inn í á undan "stöðu hans og starfi"!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2009 kl. 21:39
Sæll vertu Magnús. Þetta hefur ekkert með mína hjartagæsku að gera. Ég er nú ekki að kaupa þetta eins og heilagan sannleika allt sem sagt er um þessi mál í blöðunum. Ég held t.d.að þeir sem ganga hart fram í lífeyrismálinu núna og ákæra Gunnar séu að blekkja og hafi vitað allt um þessi mál. Flosi og Ómar finnst mér ofleika. Mér hugnast aldrei svona aftaka hvort sem það er Gunnar Birgisson eða Davíð Oddsson. Svo getur þetta snúist í andhverfu sína og orðið til þess að karlinn fái enn meira fylgi í næstu kosningum. Það er alltaf auðvelt að láta svona hluti líta tortryggilega út. Á endanum uppskera menn eins og þeir sá en oft þurfa menn að ganga í gegnum skelfilega reynslu áður. Bestu kveðjur til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.6.2009 kl. 23:19
Ég verð að viðurkenna að ég veit aldrei hvað hann Magnús Geir er að fara. þetta er svona eins og með ýmis mál sem ég skil ekki, hvalafriðun, loftlagsbreytingar og annað, ofvaxið mínum skilningi allt saman.
En ég fæ ekki betur séð en að mál Gunnars I. Birgissonar séu í eðlilegum farvegi meðal annars hjá endurskoðendum og engin ástæða til að bæta í það ferli með fantasíu MG.
Án þess að vera að fylgjast neitt sérstaklega með þessu þá veit ég ekki betur en að stjórn Lífeyrissjóðsins hafi ætlað að skýla sér á bak við Gunnar I. Birgisson og láta hann dangla einan (fyrir tiltölulega ómerkilegt mál).
Það segir nú meira um stjórnina heldur en Gunnar.
sandkassi (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 18:24
Sæll Gunnar. Hvað sagði ekki nafni þinn? Þetta hefði aldrei skeð ef Sigurður Geirdal hefði verið í forsvari fyrir Framsókn ( þ,e, upplausn og afarkostir). Ég er svo sem ekkert að taka undir það en þegar menn segja svona opinberlega þá held ég að það sé sannleikur. Unga fólkið í Framsókn í Kópavogi er bara tilbúið til að hlaupa í burtu við fyrsta mótbyr og það er ekki heilsteypt samband milli þeirra eins og var þegar Sigurður heitinn var og hét.
Hvort Magnús Geir er flóknari en aðrir menn ég veit ekki. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.6.2009 kl. 22:21
já, ætli það sé ekki helst til mikil tækifærismennska á ferðinni hjá þeim, allavega fyrir minn smekk.
sandkassi (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 23:25
Ég var ekkert að tjá mig neitt um þessi lífeyrissjóðsmál,hef heldur ekki lagt mig mikið eftir að fylgjast með því heldur.Fór bara að pæla því hhvað þú værir að fara mektarmærin í að vona eitthvað yfir höfuð fyrir hönd GIB!? Neinei, ekkert svo flókin, bara margræður svo snillingar á borð við Gunnar W. og til dæmis Jón Valur, vita ekki hvar þeir hafa mig.Ég er til dæmis alveg sammála GW núna um nafna hans er varðar farveginn, svo lengi sem engar óeðlilegar hjáleiðir verði farnar!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.6.2009 kl. 23:44
"hef ekki lagt mig eftir að fylgjast með ÞEIM", átti nú að standa þarna að sjálfsögðu.
Magnús Geir Guðmundsson, 28.6.2009 kl. 23:46
haha, ég veit reyndar alveg hvar ég hef þig Magnús Geir enda hef ég ýmislegt séð og reynt um ævina:). En það er erfitt að taka gríni alvarlega, nema þá í gríni sjáðu til.
Þú veist tildæmis alveg, að ég veit, að þú veist ekkert hvað þú ert að tala um að öllu jöfnu.
Nú getur þú spurt sjálfan þig; Er GW að djóka, eða er hann að þykjast vera að djóka, eða er hann að þykjast vera alvarlegur að djóka?
Þetta er erfitt líf ekki satt? Bið að heilsa mömmu þinni:)
sandkassi (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 01:58
Nei, lífið er mjög einfalt, sérstaklega þegar áhyggjur eru engar af Icesave og veru Þráins Bertelssonar á alþingi!
Það sem hinn vitri veit, er auðvitað vissa.. að öllu jöfnu!?
Sjálfur bið ég kærlega að heilsa konunni þinni... og börnunum mínum!
Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 18:25
Nú er húmorinn að verða ofvaxinn mínum skilningi það verð ég að segja. Hefur nokkur áhyggjur af veru Þráins á þingi nema hann sjálfur. Mér fannst á viðtali við hann um daginn að honum hundleiddist . Ég bið að heilsa mömmum ykkar drengir mínir, konum og dætrum og ykkur líka Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 1.7.2009 kl. 00:22
Kæra Kolla, Hr. GW skilur þetta áreiðanlega með Þráin, skal útskýra það seinna. Þetta síðasta er nú gamall brandari hér nyrðra, maður verður að svara manninum einvherju þegar svona "hlýjar kveðjur" koma frá honum!
Magnús Geir Guðmundsson, 1.7.2009 kl. 01:01
Sæll Magnús. Það má ekki skilja mig þannig að ég sé á móti Þráni Bertelssyni á einn eða annan hátt. Hann er einmitt mjög skemmtilegur maður oft á tíðum. Einn af okkar alvöru listamönnum myndi ég segja ef ég yrði spurð . Já brandari að norðan Er þetta ekki notað í fótboltanum líka kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 2.7.2009 kl. 09:16
Ég veit ekki almennilega hvað gengur á fyrir þér Magnús Geir, það eina sem ég veit er að ég er með þig á öxlinni hér á blogginu á bloggsíðum hinum og þessum, þar á meðal vinum mínum sem ég þekki vel utan mbl.is.
Það skiptir eiginlega engu hvað er verið að fjalla um eða hjá hverjum, alltaf poppar þú upp og ert með persónulegar árásir á mig.
Ég hef stundum fengið gusur og þá yfirleitt frá piltum sem búa en heima hjá mömmu, hef ég því gengið út frá því að svo sé í þínu tilfelli.
Mér þætti ágætt að fá að eiga samtal öðru hvoru við fólk sem mér finnst skemmtilegt án þess að vera með slettireku eins og þig í eftirdragi. Ég þekki þig ekki neitt og hef ekki áhuga á að kynnast þér.
Það ætti að sýna metnað af þinni hálfu, að verða bara við þessari ósk, ef þú ætlar ekki fá á þig stimpilinn "stalker".
sandkassi (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 16:44
Ja, nú er kátt í höllinni þykir mér og gleðin allsráðandi hjá GW hinum spaka og alveg einstaklega orðvara!Að vísu virðist hann fastur í neti efans og veit auljóslega ekki í hvern fótin hann á að stíga með vit sitt og vissu til eða frá hvað garmin mig varðar. En sem áður sagði hér ofar, er hann ekki alveg einn um það.Reyndar held ég að þeir flestir ef ekki allir eigi það þó sameiginlegt, að vera harðir hæfrisinnar, eða slíkir í orði kveðnu að minnsta kosti. (standast þó ekki alltaf skoðun um slíkt í einstökum málum, en það er annar handleggur)
Þessir herramenn eiga það sömuleiðis flestir sameiginlegt, að víla fátt fyrir sér er þeir láta skoðanir sínar í ljós og það er svo krystaltært, að sannleikurinn liggur alltaf þeirra megin.Sé þeim andæft eða ´mótmælt eru viðbrögðin yfirleitt hörð, á köflum reiðiþrungin og yfirdrifin, en um leið afskaplega kjánaleg og það þótt þessir menn séu sannarlega upp til hópa gáfaðir og vel greindir einstaklingar!
Í þennan fúla pytt fellur GW hér einu sinni sem oftar með yfirdrifnum og ílla ígrunduðum orðum hins í senn arga en jafnframt óörugga, þannig að hans orð og ásakanir eiga við engan annan en hann sjálfan!
Hér sem nokkurn tíman fyrr, hef ég ekki beint einu orði að GW sem fræðilega gæti talist "persónuleg árás" nema að "snillingurinn" sem ég kallaði hann, teljist til slíks?Ég tók meira að segja undir með honum á einum stað varðandi fráfarandi bæjarstjóran í bænum væna,en það telst líklega ekki marktækt?
En sjálfur má ég heita ekkert minna en slettireka hjá GW auk þess að fá einvherja órökstudda skoðun um um ímyndunarsmíði!?
Nei, ekki vantar það sem oft áður, að MARGUR HELDUR MIG SIG!
Að öðru leiti er þetta innlegg Gunnars ekkert til að kippa sér upp við, en mér þykir á hinn bógin leitt að það kvart og kvein sem GW er með í því, skuli koma fram hjá þér mín kæra Kolbrún, en það verður bara að hafa það! Fyrir mína parta bið ég þig þó afsökunar um leið og ég vil fullvissa þig um, að ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af áliti þínu á Þráni Bertelssyni og það var nú bara ég sem nefndi hann hérna vegna þess að það hentaði svari mínu til GW.
Magnús Geir Guðmundsson, 3.7.2009 kl. 16:32
samkvæmt mínum heimildum þá ertu blokkeraður hjá hinum og þessum bloggurum. Kemur mér ekki á óvart.
vertu blessaður, Kolbrún - sjáumst seinna vinkona - bkv.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 16:41
Fyrirgefðu Magnús Geir - en ég er ekki viss um að mér þyki kveðja þín til mín neitt sérlega skemmtileg! Og ekki sýna mikinn mann eða visku. Þú getur svosem alhæft um manninn minn hér vítt um bloggið eins og virðist vera þín helsta skemmtun, en ekki skapar það þér neina aðdáun annarra. En þú mátt gjarnan láta vera að draga mig í þinn fúla pytt.
Og ef þú átt börn geturðu bara borið þeim kveðjur sjálfur!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.7.2009 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.